Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.09.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 06.09.2001, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 5 ^nútaunu^ Afkoma fslenska jámblendifélagsins hf. 165 milljóna króna tap á fyrstu sex mánuðum ársins íslenska járnblendifélagið hf. á Grundartanga hefur nú sent frá sér tölur um afkomu fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins 2001. Þrátt fyrir að rekstrarhagnaður nærni 22 milljónum króna á tímabilinu varð tapið 165 milljónir króna. A sama tímabili á síðasta ári var 95 milljóna króna rekstrartap en 275 milljóna króna tap í heildina. I lok júnímánaðar námu heildar- eignir félagsins rúmum 10 millj- örðum króna en skuldir rúmum 5,5 milljörðum. Eiginfjárhlutfall fé- lagsins var 44,2% í lok júní en var 44,6% í lok síðastliðins árs. I tilkynningu frá félaginu sem birtist á heimasíðu Verðbréfaþings Islands (VI) segir að afkoman sé á- hyggjuefni. „Eftirspurn eftir kísil- járni í Evrópu hefur verið viðun- andi á tímabilinu vegna niður- skurðar á kísiljárnframleiðslu í Skandinavíu. Bræðsluofhar Islenska járnblendifélagsins hf. voru reknir með fullum afköstum á tímabilinu. Heimsmarkaðsverð er enn afar lágt en hefur þó styrkst nokkuð í Evr- ópu. Kísiljárnmarkaðurinn í Bandaríkjunum er enn í mikilli lægð og verð svipað og í upphafi ársins,“ segir í áðurnefndri tilkynn- ingu. Þar er einnig tekið fram að félaginu hafi tekist að lækka rekstr- arkostnað en að lækkun á gengi ís- lensku krónunnar hafi leitt til mik- ils gengistaps. Framleiðsla jókst um 4,5% mið- að við sama tímabil í fyrra þar sem reksmr bræðsluofna fór batnandi. Þá var unnið að lausn ýmissa tækni- vandamála á þriðja ofni félagsins. Því reyndist ekki unnt að reka hann stöðugt á fullum afkösmm. I lok tilkynningarinnar á VI segir að afkoman á síðari helmingi ársins 2001 sé að verulegu leyti háð þróun kísiljárnsmarkaðarins í Evrópu og að þess sé værist að áfram takist að bæta reksmr bræðsluofna félagsins og að lækka rekstrarkostnað. Ný flotbiyggja er kominn í Olaftvikurhöfn en eftir er að setja á hana handrið og smá frágangur er að auki eftir. Þá hefur svokölluð fingurflotbryggja verið lengd, enfingumir á lenginguna eru vœntanlegir í september. Mynd smh Hér ræðir Eygló Egilsdóttir (leugst til vinstri), hótelstýra Hótel Höfða í Olafsvík, við ferðamálafrœðineniana. Nemar gera víðreist um Snæfellsnes Nemar í ferðamála- og landfræði við Háskóla Islands gerðu víðreist um Snæfellsnesið á dögunum. Var um að ræða 35 manna hópferð 2. og 3. árs nema sem höfðu aðstöðu á Plótel Framnesi í Grundarfirði, en fóru vettvangsferðir út í nágranna- sveitarfélögin. Blaðamaður var á ferð í Olafsvík á föstudagsmorgun- inn sl. og hitti þá þær Kristínu Guðnadóttur, Magneu Sigurðar- dóttur, Martína Pöpzsch. Fólst verkefnið þeirra í að kanna viðhorf ferðaþjónusmaðila í Snæfellsbæ til Staðardagskár 21, en það er heims- samvinna sveitarfélaga sern byggir á hugmyndafræði um sjálfbæra þró- un samfélaga. Að sögn Kristínar var Snæfells- bær valinn vegna þess að það var fyrsta sveitarfélag landsins til að ljúka undirbúningi vegna fram- kvæmdaráætlunar um Staðardag- skrá 21. Segir Kristín að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð. „Hún var bæði gagnleg og fróðleg og verða niðurstöður þessarar rannsóknar- ferðar ljósar í kringum 15. október Auglýsing um deiliskipulag íHelgafellssveit Snœfellsnessýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustusvæði með tjald-, hjólhýsa- og smáhýsavæði. Tillagan nær til 12,4 hektara lands í Hólalandi. Tillagan gerir ráð fyrir ferðaþjónustuhúsum, 25 hjólhýsastæðum og tjaldstæði. Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oddvita Brynjari Hildibrandssyni Bjamarhöfn og skipulagsfulltrúa Hrossholti frá 6. september til 04. október 2001 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 18. október 2001 og 1 skulu þær vera skriflegar. | Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests 1 teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. \ ATVINNX ATVINNX Starfsfólk vantar í Vatnaskóg í eldhús og þrif. ! Upplýsingar í síma j 433 8952 og 862 2952 Heidrún \________________________/ Hótel Reykholt óskar eftfr fólkí til starfa. LJpplýsíngar gefur hótelstjórí í síma 435 1260. Skagamenn ATH. Tryggjum 2. flokki ÍA íslandsmeistaratitilinn með því að mæta á völlinn og styðja þá til sigurs á fimmtudaginn 6. sept kl: 18.00 ^ / Grindavík - IA Skagamenn hittast á Veitingarhúsinu Sjávarperlan, Króki 1 Grindavík kl: 12.00 á laugardaginn 8. sept. og hita upp fyrir leikinn gegn Grindavík. Stuðboltarnir mæta, málun fyrir börnin, súpa, ÍA vörur og fl. Mætum og styðjum strákana. www.gulir.is Áfram ÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.