Skessuhorn


Skessuhorn - 17.04.2002, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.04.2002, Blaðsíða 9
+ 8 Elís Bergmann Blængsson sigraði í Fegurðarsamkeppni Vesturlands sem haldin var í Félagsheimilinu Klifi í Olafs- vík á laugardaginn sl. Elís er Borgnesing- ur og auk þess að þykja fallegastur var hann valinn ljómyndamódel og sportleg- asti maður keppninnar. Það er fallegasti karlmaður Vesturlands sem er í skráargat- inu þessa vikuna. Elís Bergmann BLensgsson Nafn: Elís Bergmann Blængsson Fœðingadagur og ár: 20 nóv. 1981 Hæð: 181 Þyngd: 77 kg Starf. Húsasmíði Fjölskylduhagir: Kœrasta, Birgitta Dröfn Þrastardóttir Hvemig bíl áttu: Mitsubisbi Galant. Uppáhalds matur: Heimatilbúinn kjúklingur með öllu tilheyrandi. Uppáhalds drykkur: Egils appelsín Uppáhalds sjónvarpsefni: Friends Uppáhalds sjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson Uppáhalds leikari innlendur: Eggert Þorleifison Uppáhalds leikari erlendur: Samuel L. Jackson Besta bíómyndin: Með allt á hreinu! Uppáhalds íþróttamaður: Michael Jordan. Uppáhalds íþróttafélag: Skallgrímur Uppáhalds stjómmálamaður: Er enn að reyna mynda mér skoðun á því. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Stefán Hilmarsson Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Lenny Kravitz Hvað meturðu mest ífari annarra: Hreinskilni Hvaðfer mest í taugamar á þér tfari annarra: Þegar ekki er sagt satt og réttfrá, og getur þannig ollið misskilningi og Ijaftasögum. Hverþinn helsti kostur: Hreinskilni Hver er þinn helsti ókostur: Oþolinmœði Fegursta kona: Kærastan Fegursti karl: Ha ha égfell ekki jyrir þessu :) enginn sérstakur. Em fegurðarsamkeppnir gripasýningar: Nei það finnst mér ekki, kannski að hluta til nátturulega, annars værum við ekki látnir komafram á boxer, en framkoma er svo stór hluti af svona keppni. Hvað tekur lokaundirbúningurinn fyrir svona keppni langan tíma: Við fórum til Ólafvíkur á miðvikudaginn fyrir keppni og æjðum stíftfram að keppni. Kom þessi góði árangur þér á óvart: Já. Er stefnan sett á einhvem frama í fegurðarbransanum/módelstörfum: Ekki pœlt mikið í því, þetta er ifyrsta sinn sem ég kem nálœgt svona, en tím- inn verður bara að leiða það í Ijós hvað verður. Eitthvað að lokum: Hvet alla sem eru beðnir um að taka þátt í þessu að gera það, þetta er ótrúlega skemmtilegt. Jarðeplamauksúpa Guðmundar á Staðarfelli „Þroskaða konan“ Guðmundur Erlendsson er bæði þjónn og mat- reiðslumaður. Hann lærði til þjóns á Hótel Sögu, en matreiðsluna seinna á nokkuð löngum tíma og hefur starfað afar víða, eins og t.d. á Skrínunni, Þórscafé, Rauða sófanum, Sælkeranum, A. Hansen, Offisera- klúbbnum, Dalabúð, Skíðaskálanum í Hveradölum og Kringlukránni. Nú starfar hann hjá SAA á Staðarfelli í Dölum. Egill Olafsson, tónlistarmaður, lét þess genð um þessa súpu að hún væri eins og vel þroskuð kona og vonast Guðmundur effir því að lesendur Skessuhoms eigi effir að hafa gaman af því að laga þessa súpu hans. Guðmundir Erlendssm Innihald: 1 stk. blaðlaukur - meðalstór, hvíti hlutinn. 2 stk. flysjaðar kartöjlur - stórar og mjölmiklar 1 stk. laukur - saxaður 4 bollar grænmetissoð 4 stk. hvítlauksrif Pipar Salt Fersk steinsselja Sýrður rjómi Smjör Grænmetiskraftur Tabascosósa Smá kjötkraftur Matreiðsluaðferð: Smjörsteikið blaðlaukinn og laukinn. Skerið jarðepli í teninga og setjið saman við laukinn og svissið á pönnunni. Bætið við kjötsoðinu og sjóðið. Kryddið síðan eftir smekk. Kælið og maukið í blandara. Hitið réttinn og setjið í súpuskálar. Toppað með sýrðum rjóma og ferskri steinselju. Súpan er borin fram með grófu heimabökuðu brauði. Uppskrift- in af því er eftirfarandi: Innihald: 4 dl heilhveiti 12 dl hveiti 2 dl hveitiklíð 1 poki þurrger 1 tsk. salt 2 msk. matarolía 2 msk. hunang 5 dl vatn 4 dl mjólk Aðferð: Hrærið hráefninu saman og bak- ið í ofni í um 10 mín við 200° og síðan 15 mín við 140° (miðað er við iðnaðarofn) . Verði ykkur að góðu! MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 sgBssgiwiKttsifl: ggBaanwMsiaiiM MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2002 Anna María og Elís Bergmann sigurvegarar SÍMI 431 2007 STILLHOLTI AKRANESI Vesturland auk þess sem Anna María hlaut titilinn Oroblu stúlkan og Elís var valinn sportlegastur strákanna og ljós- myndafyrirsæta keppninnar. I öðru sæti í kvennakeppninni varð Dóra Erna As- bjamardóttdr úr Stafholtsungum sem einnig var valin ljósmyndafyrirsætan en Guðrún Bima Kristófersdóttir úr Innri Akraneshreppi varð í því þriðja auk þess sem hún þótti spordegust af stúlk- unum átta. Vinsælasta stúlkan í ár var Asa Þóra Guðmundsdóttir frá Akranesi en keppendur sjálfir kjósa að vanda þann sem hlýtur þann eftirsótta tittil. Fegurðarsamkeppni Vesturlands var haldin í Félagsheimilinu Klifi í Olafsvík á laugardag fyrir fullu húsi áhorfenda. Mikið var um dýrðir þar sem keppnin á tíu ára afmæli í ár og valin vora bæði ungfrú og herra Vesturland. Atta stúlkur og átta sveinar tóku þátt og komu þau ffam í glæsilegu opnunar- atriði, tveimur tískusýningvun, baðföt- um og loks samkvæmisklæðnaði. Urslit urðu þau að Anna María Sigurðardótt- ir ffá Akranesi og Elís Bergmann Blængsson úr Borgamesi urðu hlut- skörpust og vora valin herra og ungffú í öðra sæti í herrakeppninni varð Sigmar Sigfússon ffá Hellissandi og fast á hæla honum komu þeir Kári Gunnarsson úr Grandarfirði og Andri Hauksteinn Oddsson úr Borgarnesi sem skiptu með sér þriðja sætinu. Dav- íð Hlíðkvist Bjarnason frá Gundarfirði var loks valinn vinsælasti strákurinn. Keppnin um titilinn Ungffú Island fer fram á Hótel Islandi þann 24. maí næstkomandi en herrakeppnin er ekki fyrr en í nóvember. Texti og myndir: SÓK Wranglcr +

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.