Skessuhorn - 29.01.2003, Page 1
Landshlutum gróflega mismunað
varðandi styrki til menningarmála
Það hefur verið harla fátítt að íbúar á Akranesi hafi þurft að beita sköfunt síntim til að hreinsa snjó afbílum sínum í
vetur. Þess gerðist þó þörf í gœr þegar Vetur konungur minnti blíðlega á sig meðfallegum “jólasnjó” nflega mánuði ofseint
til að geta borið það nafn.
Grundfirðingar taka ekki þátt
í framkvæmdum við FVA
Stórtíðindi í samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi
segir Hörðnr Helgason skólameistari FVA
Forsvarsmenn menningar-
stofnana á Vesturlandi, svo og
sveitarstjórnarmenn, eru ekki
alltof kátir með úthlutun styrkja
til menningarmála á Vesturlandi
samkvæmt fjárlögum. Sam-
kvæmt samantekt sem unnin var
af markaðsskrifstofu Akranes-
bæjar úr fjárlögum fyrir árið
2003 eru styrkir til safna á Vest-
urlandi 10,2 milljónir á árinu. Ef
borið er saman við aðra lands-
hluta er Vesturland langlægst.
Næst kernur Austurland með
30, milljónir og Vestfirðir með
44,2 milljónir. Styrkir til safna á
Norðurlandi eru 54,2 milljónir
og söfo á Suðurlandi fá 63,5
milljónir. Af landshlutum utan
höfoðborgarsvæðisins eru söfa á
Reykjanesi í toppsætinu en þau
fá styrki sem nema 73,9 milljón-
um króna. Söfa í Reykjavík fá
síðan langstærsta styrkinn eða
samtals 301,3 milljónir
Mörgum þykir að þarna sé
verið að mismuna landshlutum
gróflega. A bls. 3 er rætt við
Gísla Gíslason, Gísla S Einars-
son og Sturlu Böðvarsson.
GE
Olafur
á förum
Rnattspyrnufélag IA hefar
samið við Þórð Þórðarson
markvörð um að leika með
liðinu næsta sumar. Þórður er
þar með þriðji markmaðurinn
á samning hjá félaginu en fyr-
ir er Olafar Gunnarsson sem
hefur verið aðalmarkmaður
liðsins síðustu ár og Páll Gísli
Jónsson. Sjábls. 15
Bæjarstjórn Grundarfjarðar
hefar samþykkt að sveitarfélagið
taki ekki þátt í fyrirhuguðum
byggingaframkvæmdum Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi. Eins og fram hefur komið í
Skessuhorni er fyrirhugað að
byggja 1000 m2 viðbyggingu við
skólann auk endurbóta á elsta
hluta skólans, þ.e. gamla Gagn-
fræðaskólanum. Skólayfirvöld
hafa leitað eftir þátttöku sveitar-
félaganna á Vesturlandi sem eru
aðilar að skólanum til að kosta
ffamkvæmdimar á móti ríkinu.
Björg Agústsdóttir, bæjarstjóri
Grundarþarðar segir ákvörðtmina
um að taka ekki þátt í umræddum
framkvæmdum að sinni tengjast
því að sveitarfélögin á Snæfells-
nesi séu að vinna að stofaun fram-
haldsskóla á Snæfellsnesi.
,JVlér þykja þetta slæmar frétt-
ir,“ sagði Hörður Helgason
skólameistari FVA þegar blaða-
maður innti hann effir viðbrögð-
um við ákvörðun Grundfirðinga.
„Eg vissi af þessari umræðu en
ekki af því að ákvörðun hefði ver-
ið tekin þannig að ég get lítið um
þetta sagt á þessari stundu. Það er
hinsvegar ljóst að þetta era stór-
tíðindi í samstarfi sveitarfélag-
anna á Vesturlandi. FVA er eitt af
stóru samstarfsverkefnunum á
þeim vettvangi og ef einhver
sveitarfélög ákveða að slíta sig frá
því samstarfi eru það ákveðin
þáttaskil," sagði Hörður. GE
Þorrablótið
víkur fyrir
úrslitaleik
Eins og sagt var frá í
Skessuhorni í síðustu viku
hefur úrvalsdeildarlið Snæ-
fells í körfuknattleik tryggt
sér sæti í úrslitum bikarkeppni
KKI. Urslitaleikurinn verður
laugardaginn 8. febrúar næst-
komandi í Laugardalshöll og
mæta Hólmarar Keflvíking-
um en sömu lið léku til úrslita
fyrir tíu árum þegar Snæfell-
ingar komust í úrslit í fyrsta
og eina skiptið þar til nú.
Svo óheppilega vildi til að
sama dag og leikurinn á að
fara fram voru Hólmarar
búnir að skipuleggja sitt ár-
lega þorrablót í Hótel Stykk-
ishólmi. Þar sem körfaboltaá-
huginn er gífurlegur varð
þorrablótið að þessu sinni að
víkja fyrir úrslitaleiknum en
búist er við að mikill fjöldi
stuðningsmanna Snæfells
fylgi sínum mönnum suður.
Samkvæmt heimildum
Skessuhoms eiga Snæfelling-
ar einnig von á stuðningi víð-
ar að því stuðningsmenn
margra annara liða mun æda
að mæta og styðja Hólmarana
í þeirri von að Davíð takist að
fella Golíat.
Þeir sem ekki eru tilbúnir
að fórna súrmetinu alveg fyrir
körfaboltann geta huggað sig
við að það hefur ekki verið
blásið af heldur verður helg-
ina effir. Síðan á eftir að koma
í ljós hvort Hólmararnir fá
tækifæri til að halda tvöfalt
teiti og fagna bikarmeist-
aratitli um leið.
GE