Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2003, Page 2

Skessuhorn - 05.02.2003, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003 Máli Verkalýðsfélag Akraness vísað frá Hæstarétti Skóladög- um fækkað í Dölum? I tengslum við gerð fjár- hagsáætlunar Dalabyggðar var sú hugmynd rædd að fækka skóladögum í Grunn- skólanum í Búðardal í sparn- aðarskyni. „Þetta er umræða sem kom upp og málið var rætt á síðasta hreppsnefndar- fundi þar sem fjárhagsáætlun- in var tekin til annarrar um- ræðu,“ segir Haraldur Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að fara þessa leið og það er ljóst að það verður allavega ekki gert á þessu skólaári." GE Tvö útköll Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út tvisvar sinnum síðastliðinn föstudag. I fyrra skiptið hafði kviknað í útfrá strompi á þaki Fiskiðjunnar Skagfirðings. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. I síðara skiptið hafði kvikn- að í út frá gasofni í einbýlis- húsi við Grundargötu. Tekist hafði að slökkva eldinn með duftslökkvitækjum þegar slökkviliðið kom á vettvang, en skrúfa þurfti fyrir gasið svo að ekki færi verr og síðan að reykræsta húsið. (Grundarfjörðm: is) Stjómin loks full- skipuð Hafnarstjórn Grundar- tangahafnar er loks full- mönnuð, en stjórnin er alla jafna skipuð strax að aflokn- um sveitarstjórnarkosning- um. Eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni var því frestað að staðfesta skipun fimmta fulltrúans í stjórninni, sem átti að koma frá Héraðs- nefnd Mýrasýslu eða Héraðs- nefnd Borgarfjarðar. Báðir aðilarnir skipuðu fulltrúa í stjórnina en ákveðið var að fresta málinu þar til dómur var genginn í eignaskiptamáli á hlut héraðsnefndanna í höfninni. Niðurstaða hæsta- réttar var á þann veg að Hér- aðsnefnd Mýrasýslu á 17,5% hlut í höfhinni en Héraðs- nefnd Borgarfjarðar 7,5%. Fulltrúi Mýramanna, Asbjörn Sigurgeirsson hefur því verið tekinn inn í hafnarstjórn, en fulltrúi Borgfirðinga Svein- björn Eyjólfsson verður vara- maður. GE Hæstiréttur íslands vísaði í síð- ustu viku frá máli VLFA gegn VII- hjálmi Birgissyni, sem stjóm fé- lagsins höfðaði gegn honum til ó- gildingar dóms héraðsdóm. VII- hjálmur hafði krafist þess að fá að sjá bókhald félagsins árin 1997-99 og féllst Héraðsdómur Vestur- lands á kröfu Vilhjálms þegar hann tók málið fyrir á síðasta ári. Stjórn VLFA áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem vísaði svo málinu frá á grundvelli þess að stjórnin hefði ekki haft heimild til að áfrýja málinu, heldur hefði til þess þurft samþykkt aðal- eða félagsfundar. Hæstiréttur vísaði einnig til þess í dómsorði sínu að trúnaðarráð fé- lagsins hefði samþykkt á fundi sín- um að áfrýja ekki málinu og lítur dómstóllinn svo á að trúnaðarráð- ið sé æðra stjóminni og hefði fé- lags- eða aðalfund þurft til að hnekkja þeirri ákvörðun. Eins og fram kemur annars- staðar í blaðinu var aðalfundi VLFA frestað áður en þetta mál kom til umræðu á laugardaginn og því enn óvíst hvort stjórn VLFA hyggst leggja það fyrir að- alfund að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. Hervar Gunnarsson, for- maður VLFA, segir að úr því sem komið er sé skynsamlegt að fá endanlega niðurstöðu í málið og þar með dóm frá Hæstarétti. „I lögum Verkalýðsfélags Akraness segir að stjórn félagsins hafi meiri völd en trúnaðarráðið en breyt- ingar þess efnis vom samþykktar fyrir nokkmm ámm. Hinsvegar hefur æðsta dómsstig landsins komist að þessari niðurstöðu og munum við ekki deila frekar um þá ákvörðun við þá. Við viljum hinsvegar að Hæstiréttur fjalli um málið svo endanleg niðurstaða fá- ist í málið. Þegar sá úrskurður liggur fyrir munum við að sjálf- sögðu una honum.“ Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er framtíð skelfisk- veiða á Breiðafirði í uppnámi. Skelfiskkvótinn í firðinum hefur minnkað um 50% á tveimur ámm og lagt hefur verið til að skelveiði verði bönnuð þar tímabundið. I síðustu viku fóm fulltrúar skel- vinnslufyrirtækja í Stykkishólmi og Gmndarfirði á fund sjávarút- vegsnefndar Alþingis, ásamt full- trúum bæjaryfirvalda á þessum stöðum. „Við kynntum nefndarmönn- um okkar sjónamið og hvaða áhrif þessi gríðarlega skerðing hefur haft fyrir atvinnulíf á þessum Um deiluna sjálfa sagði Hervar hana hafa í raun aldrei snúist um hvort Vilhjálmur fengi að sjá um- rædd gögn eður ei, heldur hvort stjórnin gæti unnið eftir þeim reglum sem hún setti sér. „Ég hef aldrei lýst mig andsnúin því að Vilhjálmur fái að sjá þessi gögn, enda lít ég svo á að hann hafi fengið að skoða það sem hann hefur viljað allt aftur til ársins 1991. Ég get vel skilið afstöðu fólks sem telur okkur vera að leggja stein í götu Vilhjálms, en ég vil taka það fram að stjórn VLFA stóð ekki fyrir því að málið færi fyrir dómstóla. Ég tel mig hafa reynt að leysa þennan ágreining á skynsamlegan máta, en það hefur ekki dugað til. Vilhjálmur hefur hinsvegar aldrei viljað fara réttar leiðir í þessu máli og reyndar er það mín skoðun að hann vilji ekki fá neinar niðurstöður, heldur vilji hann halda þessum hasar áfram. Ég óttast ekki að Vilhjálmur komi til með að finna eitthvað misjafnt í þeim gögnum sem hann vill gramsa í. Eflaust á Vilhjálmur eft- ir að taka til fjölmörg atriði í bók- haldinu og reyna að gera þau tor- tryggileg, en allt sem er í þessum gögnum er í fullu samræmi við samþykktir stjórnar. Ég er líka sannfærður um að fólk með fulla skynsemi mun ekki láta glepjast af því moldviðri. Þá fullyrði ég lfka að ákveðinn hópur fylgismanna Vilhjálms hefur aldrei kynnt sér báðar hliðar málsins, öfugt við þann hóp sem styður meirihluta stjórnar.", sagði Hervar Gunnars- son. Að endingu óskaði Hervar eftir að koma því á framfæri að hann skildi ekki þá aðila sem eilíft væru að þyrla upp ryki í þessum málum. Það væri allavega ekki af um- hyggju fyrir félaginu sem það væri gert. stöðum," segir Gísli Olafsson bæjarfulltrúi í Grundarfirði. Gísli segir að í heildina sé um að ræða hátt í 150 störf í skel- vinnslunni, hálft árið, miðað við óskertan kvóta. „Það liggur því ljóst fyrir að þessi samdráttur hef- ur umtalsverð og alvarleg áhrif. Við setjum ffam þær kröfur að menn fái bætur fyrir skertan skel- fiskkvóta, enda hefur þorskkvóti verið skertur hjá þeim útgerðar- mönnum sem hafa skelveiðileyfi. Af einhverjum ástæðum virtist það koma nefndarmönnum á ó- vart hversu mikið er hér í húfi,“ segir Gísli. Frd aðalfundi Verkalýösfélags Akraness Hvað er verið að fela? Vilhjálmur Birgisson var að vonum ánægður með frávísun Hæstaréttar. „Hæstiréttur stað- festir með dómsorði sínu að í 25.- grein laga Verkalýðsfélagsins segir skýrt að trúnaðarráð sé æðra stjórninni. Formaður VLFA hefur talað um að um formgalla hafi verið að ræða. Hvaða formgalli er það? Jú, hann og meirihluti stjórnar hafði enga heimild til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Deilan, sem hefur staðið hefur nú í á annað ár, er um hvort stjómar- maður megi skoða bókhald félags- ins en í dómi héraðsdóms kemur fram að honum beri skylda til að hafa eftirlit með störfum félagsins. Þessa deilu hefði mátt leysa með því að afhenda mér gögnin strax. Ég spyr því sjálfan mig, eins og svo margir aðrir félagsmenn VLFA, hvað er verið að fela? Er það vilji félagsmanna VLFA að stjórnarmenn sem eiga að hafa effirlit með bókhaldsgögnum fé- lagsins komist ekki í þau gögn? Bara sem dæmi þá er útistandandi „Við höfum rætt við fulltrúa skelvinnslufyrirtækjanna við Breiðafjörð og sérfræðinga Hafró í þeim tilgangi að fá mynd af vandanum,“ segir Arni R. Arnason formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis. „Það er ekki á okkar valdi að breyta út- hlutun veiðiheimilda en ég geri ráð fyrir að það verði lögð á- hersla á að efla rannsóknir á stofninum. Við munum hins- vegar taka upp viðræður við ráðherra uin hugsanlegar bæt- ur, en það yrði þá helst úr skuld hjá ASÍ uppá tæpar 300 þús- und krónur fyrir flug, hótel og gistingar úti í heimi frá 1997, sem er að finna í nýjasta ársreikningi okkar. Mér er meinað að skoða þessa reikninga frekar af meiri- hlutanum og því grunar mig að á- líka reikninga sé að finna í bók- haldsgögnum félagsins. ASI hefur ekki fengið neinn reikning fyrir þessum skuldum. Þartn 11. sept- ember 2002 óskaði ég eftir að fá yfirlit, vegna kostnaðar, vegna breytinga á húsnæði félagsins að Sunnubraut 13, en hefúr ekki tek- ist að fá þessi gögn ennþá þrátt fyrir að endurskoðandi félagsins hafi tekið þennan kosmað saman. Ég hef trú á því að kostnaðurinn sé farinn það illilega úr böndunum að meirihluti stjómarinnar vilji ekki upplýsa hinn almenna félags- mann um þær tölur. Af þessari upptalningu má sjá að meirihluti stjórnarinnar mun halda áfram að meina mér um þau gögn sem ég óska eftir þrátt fyrir að Héraðs- dómur Vesturlands hafi dæmt þau til þess.“, sagði Whjálmur Birgis- son. HJH þorskstofninum sem er í slakara lagi, þannig að það er engin góð lausn í sjónmáli. Það sem er hinsvegar kannski alvarleg- ast, er hvernig markaðurinn mun bregðast við því ef þessi vara dettur út um tíma. Þá er ó- víst hvernig verður að komast inn aftur þegar stofninn hefur náð sér upp. Sjómennirnir hafa bent á að það virðist taka stofn- inn um fimm ár að rétta úr kútnum og þá eru þrjú mögur ár eftir. Það er langur tími,“ segir Arni. GE Sjávarútvegsnefhd leitar úrræða „Förum fram á bætur vegna skerðingar,“ segir Gísli Olafsson bæjarfulltrúi í Grundarfirði Fá úrræði

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.