Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2003, Qupperneq 4

Skessuhorn - 05.02.2003, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003 Dik£S3unu>. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tiðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Inga Dóra Halldórsdóttir Umbrot: Guðrón Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is Prentun: Prentmet ebf. Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á iriðjudögum. Áuglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. ikilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið át í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt meíS greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr. 431 5040 Kraftaverk á kjarapöllum Þannig vildi til síðastliðinn mánudag að ég átti leið um of- ursjoppuna Smáralind í Kópavogi. Þar er alla jafna gott að vera, fáir og ferli og nægilegt tilfinningalegt svigrúm til inn- kaupa. Svo bar hinsvegar við um þessar mundir að þangað flykktist fólk í hundraðar tali, akkúrat þegar ég vildi fá að vera í ffiði. Þegar ég iðka innkaup þarf ég nefnilega á allri minni einbeitingu að halda og má illa við áreiti. Forvitnin varð þó gremjunni yfirsterkari í þetta sinnið og mér lék forvitni á að vita hvílík stórútsala seiddi að sér allt þetta fólk í einu vet- vangi. Þetta reyndist heldur ekki vera neitt ómerkilegt Bónustil- boð heldur kraftaverk á kjarapöllum. A palli nokkrum í miðri sjoppunni stóð nefnilega amerískur farandprestur og bauð fólki að leggja fram fé í forláta samskotabauk og útdeildi síð- an kraftaverkum á eftir. Þar var boðað að haltir myndu ganga óstuddir á brott og blindir fá sýn svo fátt eitt sé nefnt. Það hvarflaði svo sem að mér að nota tækifærið losna við kvefið sem hefur verið að plaga mig síðustu vikurnar. Einnig datt mér í hug hvort ekki væri með nettu kraftaverki hægt að losna við aukakílóin sem eru í þeirri undarlegu aðstöðu að vera á mér en eru samt meiri byrði á mínum nánustu. Það hefði vissulega verið þægilegri aðferð en að hamast eins og hálfviti á hjólhestum líkamsrækt- arstöðvanna án þess að hrærast úr stað. Einhver óviðráðanleg en sjálfsagt óréttmæt tortryggni aftr- aði mér hinsvegar frá því að láta reka úr mér illa anda. Kannski hef ég líka undir niðri óttast að það væri þvílíkur hópur að það tæki allt kvöldið. Kannski var það líka ómeðvit- uð vantrú mín sem olli því að kvefið jókst til muna á meðan ég stoppaði þarna í Smáralindinni. Enginn skildi þó fordæma neitt nema geta fært gegn því haldbær rök. Þess vegna dettur mér það ekki í hug. Ef hægt er að kaupa kraftaverk í stórmörkuðum þá er það hið besta mál. Jafnvel þótt fólk fengi ekkert fyrir peninginn nema eigin sann- færingu fyrir því að upp sé runnin betri tíð. Þannig kraftaverk hafa vissulega gert kraftaverk ef út í það er farið. Ekki er það í mínu valdi að sortera falsspámennina frá dýrðlingunum en vandinn er sá að þeir eru til og hafa tilhneigingu til að misnota sanna og einlæga trú fólks í ábataskyni. Því leyfi ég mér skil- yrðislaust að fordæma þá sem hafa það eitt að markmiði að nýta sér bágindi annarra til að vinna kraftaverk á eigin pyngju. Gísli Einarsson, enn kvefaðri en nokkru sinni. Stór samningur um útflutning á vegum Skagans Uppsjáyarkem selt til Noregs Gengið hefur verið ffá samn- ingum við Skagann hf. um að framleiða búnað í nýja verk- smiðju Vágan Pelagisk í Svolvær í Noregi. Um er að ræða heild- stætt kerfi fyrir vinnslu á uppsjáv- arfiski, það er að segja loðnu, síld og makríl. Afköst kerfisins eru 250 tonn á sólarhring miðað við að unnið sé á einni vakt. Ef unn- ið er á tveimur vöktum eru af- köstin 500 tonn á sólarhring. Mikil sjálfvirkni er í kerfinu, að sögn Sigurðar Guðna Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra Skag- ans. „Vigtarkerfi Skagans er tengt sjálfvirkri pökkun í plastpoka sem lagðir eru í frystipönnur. Hér er um nýjung að ræða í vinnslu á uppsjávarfiski. Frystipönnurnar eru fluttar inn að nýrri gerð af brettastöflunarkerfi. Brettin eru úr áli. Pönnunum er raðað sjálf- virkt inn á brettin og síðan er brettunum staflað upp. Þessi stöflunaraðferð byggir á sömu tækni og Skaginn hefur notað í vinnslukerfi fyrir hausaþurrkun. Brettastæður eru fluttar á braut- um inn í blástursfrysti. Allar færslur inn og út úr frystinum, auk röðunar stæðanna í frystinum er sjálfvirk, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigurður. Sigurður segir helstu kosti þessa kerfis vera bætt gæði afurð- anna, lágan rekstrarkostnað og lækkun umbúðakostnaðar. „Auk þess er starfsumhverfi gott, þar sem flest erfiðustu störfin hafa verið vélvædd og með notkun plastpanna í stað panna úr áli er kerfið umtalsvert hljóðlátara en sambærileg kerfi,“ segir Sigurður. Skaginn hefur þegar sett í gang framleiðslu búnaðarins, sem gangsettur verður í byrjun sept- ember í haust. GE Atvinnuvegasýning á Akranesi Stjórn Markaðsráðs Akraness ákvað á fundi sínum í síðusm viku að haldin verði atvinnuvegasýn- ing á Akranesi í haust. Sýning- unni er ætlað að kynna hina fjöl- breyttu flóru starfandi einyrkja, fyrirtækja og stofnana á Akranesi og í nágrenninu, samhliða því að kynna vænleika þess að staðsetja atvinnurekstur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 80-100 aðilar taki þátt í sýningunni, sem haldin verður á 800 ferm. sýningarsvæði auk útisvæðis dagana 26.-28. september. Markaðsráð Akraness er sam- tök atvinnulífsins á Akranesi og var félagið stofnað í janúar á síð- asta ári. Formaður er Sigurður Guðni Sigurðsson framkv. stjóri Skagans hf. Nýr tæknifræðingur í Snæfellsbæ Um áramótin tók Smári Björnsson við starfi tækni- fræðings Snæfellsbæjar Smári er 28 ára gamall Sauðkrækingur. „Eg útskrifað- ist á síðasta ári í byggingarfræði frá skóla í Horsens í Danmörku en hann heitir Vitus Bering" sagði Smári. „Eg vann á sumr- in á Sauðárkróki hjá Trésmiðj- unni Borg, á milli þess sem ég var í skóla á veturna" sagði Smári en þessi trésmiðja þeirra Sauðkrækinga er með gott orð á sér fyrir vönduð vinnubrögð. Smári fór eitt ár sem skiptinemi til Bandaríkjanna og fluttist svo til Reykjavíkur. Hann fór þar að vinna við hússmíðar og hóf einnig nám í þeirri grein. „Eg útskrifaðist svo sem húsasmiður í Reykjavík og vann þar til að ég fór í nám við þenn- an skóla í Horsens“ sagði Smári. Skólinn í Horsens er mikið sóttur af íslendingum og hefur áskónin aukist á sl. árum. Astæðan fyrir því að Smári kom sem tæknifræðingur í Snæfellsbæ var sú að hann hafði frétt að hér væri laust starf svo að hann sótti um sem sumar- starf sl. sumar. „Þar sem ég lauk svo námi í haust var sam- komulag rnilli mín og bæjaryf- irvalda að ég kæmi til starfa strax á nýju ári. „Eg er búinn að sjá að hér er gott að vera og næg verkefni sem þarf að vinna og fjöl- breytnin er mikil. Maður kynn- ist mörgum í þessu starfi og ég sé ekki betur en að ég hef hér mjög gott samstarfsfólk" sagði Smári. Sambýliskona Smára er Kristín Björg Arnadóttir mark- aðshagfræðingur. Dóttir þeirra er Amalía Rún og er hún þrigga ára. PSJ Ráðist á leigubíl- stjóra Ráðist var á leigubílstjóra á Akranesi aðfaranótt laugar- dags. Farþegi bifreiðarinnar var eitthvað ósáttur við bíl- stjórann og réðst á hann með höggum og spörkum. Bíl- stjóranum tókst á endanum að losa sig frá árásarmannin- um og fór á lögreglustöðina þar sem hann tilkynnti árás- ina. Lögreglan náði tali af árársarmanninum skömmu síðar og viðurkenndi hann verknaðinn. HJH Ný heimasíða Akranes- kaupstaðar Fösmdaginn 31. janúar var tekin í notkun ný heimasíða Akraneskaupstaðar. Vefurinn var unninn í mikilli samvinnu við Gagarín ehf. varðandi út- lit og uppbyggingu og Nepal hugbúnaðar ehf. vegna tæknilegra mála. Hitaveita Dalamanna seld? Sveitarstjórn Dalabyggðar á í viðræðum við Iðnaðar- ráðuneytið um hugsanleg kaup ríkisins á hitaveitu Dalabyggðar, sem hóf starf- semi fyrir tveimur árum. Að sögn Haraldar Líndal, sveit- arstjóra Dalabyggðar, er ekk- ert fast í hendi varðandi hugsanlega sölu en hann seg- ir málið væntanlega skýrast á næstu dögum. GE Lögreglan eykur eftirlit Að undanförnu og fram- vegis mun lögreglan á Akra- nesi fylgjast grannt með því hvort ökumenn noti ekki ör- yggisbúnað fyrir börn þegar þau eru á ferðinni í bílum. Nokkur misbrestur hefur verið á þessu og ekki úr vegi að geta þess að sekt öku- manns, ef sérstakur öryggis- búnaður fyrir börn er ekki notaður, er 10.000 kr. Þá er einnig 10.000 kr. sekt fyrir ökumann ef hann sér ekki til þess að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis og verndar- búnað. umj

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.