Skessuhorn - 05.02.2003, Síða 5
ú>ií£S9UI1Ui.
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003
5
Samgöngnáætlun til ársins 2014 lögð fram á Alþingi
KolgrafarQörður,
Svínadalur og
Stafholtstungur
Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra mælti í gær fyr-
ir þingsáfyktunartillögu, um
nýja samgönguáætlun, fyrir
tímabilið 2003 - 2006. Einnig
mælti hann fyrir þingsályktun-
artillögu fyrir langtímasam-
gönguáætlun sem nær til ársins
2014.
Stærstu framkvæmdir vegna
samgöngumannvirkja á Vest-
urlandi á tímabilinu 2003 -
2006 eru samkvæmt þinsálykt-
unartillögunni brúargerð og
vegfylling yfir Kolgrafarfjörð á
Snæfellsnesi. Framkvæmdir
eiga að hefjast á þessu ári og
gert er ráð fyrir að þeim sé að
mestu lokið árið 2005. Þá er
gert ráð fyrir að endurbyggður
verði kafli á hringveginum frá
Borgarfjarðarbraut að Hrauná
á árunum 2004 - 2006. Fram-
kvæmdir við bundið slitlag frá
Stóra - Asi í Hálsasveit eiga
einnig að heíjast á næsta ári og
ljúka árið 2005. Ennfremur er
gert ráð fyrir að framkvæmdir
við Vestíjarðaleið um Svínadal
hefjist árið 2006.
Fjárveiting í tengivegi er 90
milljónir á þessu ári, samkvæmt
þingsályktunartillögunni, en
síðan 91 milljón á ári eftir það.
Samkvæmt samgönguátæl-
uninni verður 106 milljónum
varið í ferðamannaleiðir á
Vesturlandi á tímabilinu 2003 -
2006. Fjárveitingin er 31 millj-
ón í ár og síðan 25 milljónir á
ári. Að auki verður 145 millj-
ónum varið í endurbætur á
Uxahryggjaleið á tímabilinu,
40 milljónum í ár og síðan 35
milljónum á ári. Fyrir er í sjóði
80 milljóna fjárveiting í það
verkefni sem ekki hefur verið
nýtt.
Sturla Böðvarsson
Hafhir
Framlög til hafna á Vestur-
landi, samkvæmt nýrri sam-
gönguáætlun fyrir árin 2003 -
2006, eru mest til Olafsvíkur-
hafnar og Rifshafhar í Snæ-
fellsbæ, samtals 148 milljónir.
Akraneshöfh fær 131 milljón í
framkvæmdir, Grundarfjarðar-
höfn 18 milljónir og Stykkis-
hólmshöfn 22 milljónir. Þá er
gert ráð fyrir að Arnarstapa-
höfn fái um 20 milljónir til
framkvæmda á tímabilinu. A
þessu ári renna einnig 6 millj-
ónir til Borgarneshafnar og 2,7
milljónir til hafnarinnar í Búð-
ardal.
Langtímaáætlun
Auk þeirra verkefna í vega-
gerð sem gert er ráð fyrir í
samgönguáætlun fyrir árið
2003-2006 gerir langtímaáætl-
unin ráð fyrir að lokið verði
við endurbyggingu fyrrnefnds
kafla hringvegarins um Staf-
holtstungur. Einnig er gert ráð
fyrir að ljúka gerð vegarins um
Svínadal, en framkvæmdir eiga
að hefjast árið 2006 og ljúka á
tímabilinu 2007 - 2010. Eina
nýframkvæmdin, sem gert er
ráð fyrir í langtímaáætluninni
er endurbygging vegar yfir
Fróðárheiði en hún á að hefjast
á tímabilinu 2011 - 2014. Þá er
100 milljónum veitt til breikk-
unar brúa á Vesturlandi á tíma-
bilinu 2007 - 2010 og sama
upphæð á árunum 2011 -2014.
Ekki er skilgreint nákvæmlega
hvaða brýr á að brúa á þessu
árabili en brúr á Hítará, Haf-
fjarðará og Reykjadalsá eru
sérstaklega nefndar.
Dalamenn ósáttir við
nýja samgöngnáætlun
Fra' framkvœmdum viS Bröttubrekku sl. baust.
Tillaga að samgönguáætlun
var til umræðu á síðasta fundi
sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Þar kom fram almenn óá-
nægja sveitarstjórnarmanna
með að ekki væri gert ráð fyr-
ir framkvæmdum í Svínadal
fyrr en eftir árið 2006. Eftir-
farandi var bókað á fundin-
um. „Sveitarstjórn Dala-
byggðar samþykkti að mót-
mæla þessari málsmeðferð
harðlega og skorar á sam-
gönguráðherra og þingmenn
kjördæmisins að þeir sjái til
þess að hafist verði handa við
framkvæmdir á Svínadal, strax
og framkvæmdum lýkur við
Bröttubrekku eins og vilyrði
hefur verið gefið um. Einnig
verði tekið inn í áætlunina
framkvæmdir við veg um
Skógarströnd og Laxárdals-
heiði. Jafnframt verði gert ráð
fyrir framkvæmdum við brýr í
Dalasýslu, þannig að þær
verði tvíbreiðar eins og t.d.
um Laxá, Haukadalsá,
Tunguá og Reykjadalsá. Ekki
er gert ráð fyrir neinum brú-
arframkvæmdum í Dalasýslu í
áætluninni eins og hún var
lögð fram.“
GE
BÍÓ í BORGARNESI
Sýnd sunnudaginn 9. feb
Kl: 20:00
bönnuð innan 16 ára
Akraneskaupstabur
Kynningarfundur um
deiliskipulag í
Flatahverfi, klasa 1 og 2
Kynningarfundur um deiliskipulag í
Flatahverfi, klasa 1 og 2, verður haldinn
í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18,
3.hæð, þriðjudaginn 11. febrúar 2003
og hefst hann kl. 20:30.
Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar
f kynnir skipulagið og svarar fyrirspurnum.
Akranesi, 3. febrúar 2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd.
3ja herb.
Búseti auglýsir:
Búseturéttur
til sölu
4ra herb.
Lerkigrund 7, Akranesi
80m2 íbúð 302
Leiguíb.lán Búseturéttur
kr. 1.165.664
Búsetugjald
kr. 42.119
Laus maí/júní
að ósk seljanda
Lerkigrund 7, Akranesi
94m2 íbúð 301
Alm. lán
Búsetur. frá 1.343.249
til 3.881.946
Búsetugjald frá 62.11 7
til 77.153
Laus srax að ósk seljanda
Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu
Búseta hsf. Opið virka daga frá 8:30 til 16:00.
Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum
þarf að skila: Síðustu skattskýrslu og
launaseðlum síðustu sex mánaða.
Úthlutun íbúðanna fer fram mánudaginn
17. febrúar kl. 12:00 - 12:30 '
að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að
mæta á tilskyldum tíma og staðfesta
úthlutun sína, að öðrum kosti gætu þeir
misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað
til annars félagsmanns.