Skessuhorn - 05.02.2003, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 2003
^ J ^(dhúife'úfenfUnn
Karrý-rækjuréttur
Það er fyrrum sunddrottning
Skagamanna Ragnheiður
Runólfsdóttir sem sér um
Eldhúskrókinn þessa vikuna.
Ragnheiður býður lesendum
uppá “fljótlegan karrý
rækjurétt” að þessu sinni.
Hráefni
2 kg stór rækja
1 msk. jarðhnetuolía
10 stk. skarlotlaukar (helst
grænir)
2 hvítlauksgeirar
3 stilkar af sellerí, saxaðir
11/2 msk. karrý “paste”
1/2 bolli fiskisoð
1/2 bolli vatn
400 ml. dós kókosmjólk
Takið skelina af rækjunum en
ekki af halanum. Hitið olíu á
djúpri pönnu, setjið
skarlotlaukinn og hvítlaukinn á
pönnuna. Hrærið í þessu
þangað til að laukurinn er
orðinn mjúkur. Bætið sellerí og
karrý paste og steikjið í ca. tvær
mínútur. Setjið vatnið, soðið og
helminginn af kókosmjólkinni
út í. Látið malla við lágan hita í
15 mínútur. Setjið rækjurnar útí
og látið malla í 5 mínútur. Bætið
síðan restinni af
kókosmjólkinni útí og hitið
þetta, passa að það sjóði ekki.
Borið fram með heitu brauði.
Verði ykkur að góðu.
Svið, kartöflmmís
og grænar baunir
Skagamenn hafa verið þekktir fýrir flest annað en áhuga sinn á
handbolta. Lítið hefur farið fyrir handboltaiðkun á Akranesi undan-
farin ár og hefur Akranes ekki sent lið í mfl. til keppni í á annan ára-
tug. Engu að síður annar hluti af færasta dómarapari landsins Akur-
nesingur. Skagamaðurinn Gunnar Viðarsson er nýkominn heim frá
HM í Portúgal þar sem hann og félagi hans Stefán Arnarsson voru eitt
af dómarapörunum á mótinu. Gunnar og Stefán þóttu standa sig
einna best dómara í keppninni og dæmdu m.a. undanúrslitaleik
Króata og Spánverja. Gunnar er gestu Skráargatsins þessa vikuna.
Nafn: Gunnar Jóhann Viðarsson
Fæðingadagur og ár: 22.12.63
Staif: Innkaupastjóri hjá Islenska Járnblendifélaginu hf.
Fjölskylduhagir: I sambiið með Þorbjörgu Ragnarsdóttur og eigum við tvö
börn Ragnar Þór 13 ára og Olöf 3 ára.
Hvernig bíl áttu: Renaidt Laguna 1998 og H. Accent 1999 (vinnu og
dómarbíll)
Uppáhalds matur: Svið ?neð kartöflumús og grænum Ora bauum
Uppáhalds drykkur: Vatn, Egils appelsín
Uppáhalds sjónvarpsefni: Iþróttir
Uppáhalds sjónvarpsmaður: Jón Arsæll
Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigmjónsso?i
Uppáhalds leikari erlendur: Antony Hopkins
Besta bíómyndin: Horfi lítið á bíómyndir
Uppáhalds íþróttamaður: Olafiir Stefánsson
Uppáhalds íþróttafélag: IA
Uppáhalds stjómmálamaður: Enginn
Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Bubbi Mortems
Uppáhalds tánlistannaður erlendur: Bee Gees
Uppáhalds rithöfundur: John Stemback
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Hlutlaus
Hvað meturðu mest ífari annara: Heiðarleika
Hvaðfer mest í taugamar á þér tfati annara: Lygi
Hver erþitm helsti kostur: Ttygglyndtir
Hver erþinn helsti ókostur: Óþolimnóður
Hvemig gekk þér og Stefáni á HM: Okkur gekk mjög vel, náðum þeitn
markmiðum sem við höfðum sett okkurfyrir mótið þ.e.a.s. að verða meðal 5
bestu dómara á HM. Entm með bestu útkomuna allra dómara sem dætndu
á HM, það er einkunnir fyrir leiki og önnurpróf sem við þreyttum.
Komu þeir góðu dómar sem þið fenguð jyrir ykkar stötfþér á óvart:
Nei, alls ekki þar sem við höfiim verið með ákveðin markmið í gangi og var
HM eitt afþeim verkefimm sem við hófðum lagt upp með.
Kom ekki til greina að þið dœmduð sjálfan úrslitaleikinn: Nei, ekki
að okkar hálfu, þar sem við höfmn aðeins dæmt sattian ífjögur ár. Miðað við
að þeir sem dæmdu úrslitaleikin hafa dæmt saman í 13 ár!
Hvaða verkefni eru næst á dagskrá hjá ykkur félögunum: Nií það er
að dæma hér heima í deild og bikar. A erlendum vettvangi munum við
halda áfram að dæma í Evrópukeppnunum en þar höfum viðfengið stórleik
í Þýskalandi um næstu mánaðrmót.
Eitthvað að lokum: Mig langar aðþakkafjölsyldu minni fyrir þann mikla
stuðning og umburðarlyndi se?n hiin hefur sýnt mér í gegnum tíðina.
Reikningar fyrir ríflega tveimur
milljónum aldrei sendir út
-alrangt, segir Hervar Gunnarsson
A aðalfundi Verkalýðsfélags
Akraness sl. laugardag ítrekaði
Vilhjálmur Birgisson, stjórnar-
maður VLFA, þær fullyrðingar
sínar að félagið ætti útistandandi
skuldir hjá Verslunarmannafé-
lagi Akraness og Sveinafélagi
málmiðnaðarmanna sem aldrei
hefði verið reynt að innheimta.
Ekki einn einasti reikningur hafi
verið sendur til áðurnefhdra fé-
laga, þrátt fyrir að samstarf
þeirra nái allt aftur til ársins
1991, þegar gerður var samn-
ingur á milli stéttarfélaganna og
Akraneskaupstaðar um rekstur
stéttarfélaganna á vinnumiðlun
o.fl. og umsjón með atvinnu-
leysisbótum. Hervar Gunnars-
son, formaður VLFA, sagði á
fundinum fullyrðingar Vilhjálms
alrangar. Allar þær skuldir sem
VLFA ætti inni hjá stéttarfélög-
unum tveimur væri fyrir löngu
búið að senda reikning fyrir, en
Gigtarsér-
fræðingur
áSHA
Jón Atli Arnason, sérffæð-
ingur í lyflækningum og
gigtlækningum, hefur tekið
til starfa á Sjúkrahúsi Akra-
ness. Jón Atli er fæddur í
Vestmannaeyjum, árið 1959,
og lauk Cand. med. prófi ffá
Háskóla íslands árið 1987.
Hann lauk framhaldsnámi, í
Wisconsin Bandaríkjunum,
í almennum lyflækningum
árið 1993 og í gigtlækning-
um árið 1995 og hefur starf-
að þar sem sérffæðingur í al-
mennum lyflækningum og
gigtlækningum undanfarin
ár, ásamt því að gegna stöðu
aðstoðarprófessors í gigt-
lækningum við Háskólann í
Wisconsin. Hann er kvænt-
ur Salvöru Jónsdóttur, sviðs-
stjóra skipulags- og bygg-
ingasviðs Reykjavíkurborgar
og eiga þau tvö börn. Jón
Atli verður í hlutastarfi á
sjúkrahúsinu og verður jafn-
framt með stofumóttöku á
göngudeild.
VA og SMA hefði hinsvegar ekki
greitt þá. Hervar sagði ennffem-
ur að málið væri nú komið í
hendur lögmanna og reikning-
arnir á leið í innheimtu ef ekki
yrði af samkomulagi um
greiðslu skuldarinnar.
Hermann Gunnarsson, for-
maður SMA og Júnía Þorkels-
dóttir, formaður VA sögðu, í
samtali við Skessuhorn, að þau
fögnuðu því að málið væri kom-
ið til lögmanns Verkalýðsfélagið
verður þá að standa skil á bók-
haldi Stéttarfélaganna og
Vinnumiðlun og gera grein fyrir
kröfunum. Félögin hafa ítrekað
óskað eftir þessum reikningum,
nú síðast með bréfi lögmanns
okkar ffá 11 .apríl í fyrra, en því
bréfi hefur enn ekki verið svar-
að. „Hervar Gunnarsson er aug-
ljóslega að reyna fela fyrir félög-
um sínum þá bókhaldsóreiðu
sem átti sér stað innan Stéttar-
félaganna- Vinnumiðlun fyrst
hann talar með þessum hætti á
aðalfundi félagsins. Frá 1991-
1998 hélt VLFA ekkert bókhald
um samrekstur stéttarfélaganna
og engir ársreikningar voru
gerðir og við munum í ljósi að-
stæðna ræða hvort ekki er full á-
stæða til að vísa málinu til rann-
sóknarlögreglunnar. VLFA tók
til sín ríflega 12 milljónir í um-
Söngvakeppni félagsmið-
stöðvarinnar Oðals í Borgar-
nesi, fyrir 5-7 bekk, var haldin
síðastliðið mánudagskvöld.
Hvorki fleiri né færri en 33
söngatriði voru á dagskrá
kvöldsins og var aðsókn áhorf-
enda það mikil að færri komust
að en vildu. Að sögn Indriða
Jósafatssonar eru því líkur á að
sýslugjöld og setti inn í rekstur
síns félags en ekki í samrekstur-
inn eins og félögin stóðu í trú
um að yrði gert. Eg tel formann
VLFA hafa beitt félögin blekk-
ingum til að leyna þessu. Hefði
vitneskja um þetta legið fyrir að
þessi háttur yrði á meðferð um-
sýslugjaldsins hefði samstarfinu
verið slitið hið snarasta.“, sagði
Hermann.
Júnía Þorkelsdóttir, formaður
VA, tók undir orð Hermanns og
sagðist jafnffamt ekki skilja af-
hverju formaður Verkalýðsfélags
Akraness héldi því fram að
reikningarnir hafi verið sendir
til þeirra. >rAf hverju er þá ekld
hægt að fá afrit af þeim“. Júnía
og Hermann voru sammála um
að meintar skuldir væru orðnar
það gamlar að VA og SMA gætu
borið fýrir sig fyrningu vegna
allra krafna VLFA á hendur fé-
lögunum og vísuðu til álits lög-
manns félaganna því til stuðn-
ings. Hvernig menn taka á
þessum blekkingum verður að
koma í ljós.
Hervar Gunnarsson ítrekaði
orð sín, í samtali við Skessu-
horn, í gær af aðalfundinum á
laugardaginn að reikningar fyr-
ir umræddri upphæð hafi verið
sendir félögunum.
fara verði með keppnina í
stærra hús á næsta ári.
Sigurvegarinn að þessu sinni
var Martha Lind Róbertsdóttir
en hún söng lagið Heaven. I
öðru sæti varð Gunnhildur
Lind Hansdóttir og í því þriðja
Þorgerður Olafsdóttir.
Bjartasta vonin var valin Kar-
itas Oðinsdóttir.
HJH
---------------7-----
Söngvakeppni Oðals
Ma?tha Lind