Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2003, Qupperneq 2

Skessuhorn - 26.11.2003, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003 diiiissunu^ Til minnis Vi6 minnum á: Kyrröarstund í Ólafsvíkurkirkju kl. 12.15 á sunnudag. Stundin hefst upp úr kl. 12 með orgelspili. Sóknarprestur flytur bænarorð. Súpa og brauð í safnaðarheimili á eftir. Minnum alla sem standa fyrir einhverjum viðburðum á Vest- urlandi á dálkinn „A döfinni" á Skessuhornsvefnum. Aukinn fíkniefiiavandi í umdæmi lögreglunnar í Borgamesi Vecfyrhorfw A næstu dögum verður veður frekar stillt, úrkomulaust og lygnt en hiti verbur um og yfir frostmark, þó mun frostiö fara nibur fyrir 10 gráöur á næt- SpMrntntj vikMnnar í síðustu viku var spurt á Skessuhornsvefnum hinnar grafalvarlegu spurningar: „trú- ir þú á líf eftir dauðann?" Já svörubu 63,4%, nei svörubu 23,9% og 12,7% höfðu ekki skoðun á málefninu. / þessari viku er spurt: Ætlar þú á iistsýningu Árna Johnsen þegar hún opnar í Reykjanesbœ? Velkomin á vef Skessu- horns, skessuhorn.is og látiö ykkar álit í Ijós. Vestlencíin^Mr vik^nnar Umf Reykdæla hefur gert dæg- urlagakeppni sína á Gleöifundi í Logalandi ab einum mesta menningarvibburði á Vestur- landi. Umhugsunarefni hvort Reykdælingar ættu ekki ab taka ab sér undankeppni vegna Evróvision fyrst RUV treystir sér ekki til þess? Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi hefur aldrei verið lagt hald á meira magn af fíkniefn- um en gert hefur verið í ár. Að hluta til er það vegna aukinnar löggæslu og virkni lögreglunn- ar í Borgarnesi við rannsóknir fíkniefnamála en einnig er það vegna auldnnar meðferðar fíkniefna á svæðinu. Sérstak- lega varhugaverð er sú stað- reynd að lögreglan hefur verið að haldleggja sterkari efni svo sem E-pillur, amfetamín og kókaín sem þýðir að eftirspurn eftir slíkum efnum er til staðar í umdæminu. Varla þarf að taka það fram að neysla sterkari efna er hættulegri en neysla þeirra veikari. En þróunin er oftast sú að þeir sem byrja í kannabisefn- um leita margir hverjir í sterk- ari efni með tímanum. Lagt hefur verið hald á rúm- lega 40 grömm af kannabisefn- um, 2 gr. af Amfetamíni, 10 gr. af Kókaíni og rúmlega 20 E- piliur „Það er eins og margir for- eldrar hafi sofnað á verðinum og þekki t.d. alls ekki einkenni þeirra sem eru í fíkniefna- neyslu“, sagði talsmaður Lög- reglunnar í Borgarnesi. „Það er nauðsynlegt að foreldrarnir hugi að því í hvaða félagsskap unglingarnir þeirra sækja og hverja þeir umgangast ífá degi til dags. Það er hægt að fullyrða að séu unglingar í félagsskap við þá sem eru í fíkniefhaneyslu eða hafa verið í slíkri neyslu, þá séu viðkomandi komnir í á- hættuhóp og miklar líkur séu til þess að viðkomandi byrji að fikta við fíkniefni sem síðan leiðir oftast út í aukna fíkni- efhaneyslu.“ „Ábyrgð þeirra foreldra eða húsráðenda sem „umbera“ fíkniefnaneyslu í sínum húsum er mikil og nær langt út fyrir börn þeirra eða ættingja. Hvetur lögreglan foreldra sem og aðra ábyrgðarmenn barna og ungmenna til að líða ekki fíkniefnaneyslu í sínum húsum og uppræta þennan vágest með því að taka ábyrga afstöðu gegn fíkniefnum.“ Þá hvetur lögreglan foreldra til þess að mæta á forvarnar- fund sem haldinn verður í fé- lagsmiðstöðinni Oðali í byrjun desember í tengslum við Marita-verkefni sem kynnt verður í Grunnskóla Borgar- ness og Varmalandsskóla. En það verkefni fjallar um víðtæka forvarnarfræðslu og er ætlað til kynningar í efstu bekkjum grunnskóla. VA sameinast VR Síðasti aðalfundur var haldinn í Verslunarmannfélagi Akraness fimmtudaginn 18. nóvember s.l. Þá var tilkynnt um niðurstöðu póstkosningar meðal félags- manna um hvort sameina ætti félagið VR. Fyrir síðasta aðal- fund voru 209 félagsmenn á kjörskrá en 90 greiddu atkvæði. Mikill meirihluti eða 96,7% þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi því en félagsmenn VR höfðu þegar samþykkt samein- ingu á aðalfundi fyrr á þessu ári. Stefnt hefur verið að samein- ingu félaganna í tvö ár en þá hófu félögin samstarf. I kjölfar þess samstarf var þjónustuver VR flutt á skrifstofu VA á Akranesi haustið 2002 og eru þar 5 mann- eskjur í fullu starfi. Verslunar- mannafélag Akraness var stofnað 1957 en fljótlega dró úr félagsstarfinu. Árið 1964 var það vakið upp og hefur starfað af Uthlutun byggða- kvóta gagnrýnd Eins og sagt var frá í Skessu- horni í síðustu viku ákvað bæjar- stjóm Snæfellsbæjar að eftirláta Sjávarútvegsráðuneytinu úthlut- un byggðakvótans. Sú ákvörðun hefur sætt nokkurri gagnrýni þar sem um 9 tonn af 36 tonna byggðakvóta koma í hlut báta sem að undanfömu hafa ekki lagt upp í sveitarfélginu. „Þegar þetta var ákveðið reiknuðum við með að sjávarútvegsráðuneytið myndi úthluta til allra báta sem skráðir em í svitarfélaginu," segir Krist- inn Jónasson bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar. Síðan gefur ráðuneyt- ið út reglugerð 10. nóvember, 10 dögum eftir að við þurftum að svara þeim, þess efnis að komi minna en 0,1 þorskígildistonn í þeirra hlut detti úthlutunin nið- ur. Þetta gerir það að verkum að stærsmr hluti báta hér á svæðinu er ekki með. Við teljum því að komið sé í bakið á okkur og munum endurskoða hvernig staðið verður að málum komi til úthlutunar af þessu tagi síðar,“ segir Kristinn. miklum kraftí allar götur síðan. Júnía Þorkelsdóttir fyrrum formaður VA sagðist í samtali við Skessuhom vera mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna. Félagsmenn séu greinilega á- nægðir með þá þjónustu sem þeir fá í VR en fráfarandi stjórn vildi fá tveggja ára umþóttunar- tíma áður en ákvörðun væri tek- in. Skömn atvinnusvæða var helsta ástæða þess að ákveðið var Starfsfólk þjónustuvers VR á Akranesi; Sigríður Ester Guijmundsdóttir, Dóra Bjórk Scott, Sigrún Svava Gísla- dóttir.; Málfríður Þorkelsdóttir ogjiínía Þorkelsdóttir. að sameina félögin. Á síðasta aðalfundi VA veitti félagið styrki til góðra málefha. Þeir sem fengu styrki voru; Sjálfstæð búseta fatlaðra við Einigrund 50 þ.kr., sambýlið við Laugabraut, sambýlið við Vest- urgötu, KFUM og K, Skátafé- laga Akraness 75 þ.kr. hver, I- þróttabandalag Akraness 100 þ.kr og Björgunarfélag Akraness 150 þ.kr. Gangur í kolniunn- anum Ingunn AK 150 hefur verið að landa kolmunna í Færeyj- um að undanförnu. Kolmunnaveiðarnar hafa gengið mjög vel í ár, og hafa skipverjar veitt rúm 43 þús- und tonn það sem af er árinu. Lítið er eftír af kvótanum en hann miðast við áramótin og því styttist í næstu úthlutun. Framkvæmdir við brú yfir Kolgrafarfjórð ganga vel en það er verktakafyrir- tækið Eykt hf sem sér um verkið. I vikunni er gert ráðjyrir að steypa um helm- ing af brúargólfmu en það eru steypuframkvæmdir sem taka um tvo sólar- hringa. Samkvæmt upplýsingum Skessuhoms er verkið á átætlun eins og er en tafir urðu áframkvæmdum í sumar vegna flóða. Byssulaus rjúpna- skytta Lögreglan á Vesturlandi hefur fylgst vandlega með því að skyttur, jafnt inn- fæddar sem aðkomnar, virði nýsett rjúpnaveiðibann. Lítið hefur verið um brot á banninu en allur er varinn góður og fyrir skemmstu fréttist af meintri rjúpna- skyttu á Vesturlandi. Lög- regluþjónar á viðkoinandi svæði ákváðu að sitja fyrir manninum og biðu við bif- reið meintrar skyttu þegar hún kom af fjalli. Maðurinn kom af fjöllum í tvöfaldri merkingu þeirra orða en þegar hann sá þóra fíleflda lögrelguþjóna sem biðu hans við bílinn sagði hann að það hefði nú verið óþarfi að koma alla þessa leið til þess eins að opna fyrir sig hliðið en það kom upp úr krafsinu að hann hafði ein- ungis verið á heilsubótar- göngu, byssulaus og alls- endis rjúpnalaus. Styttistí opnun Umhverfisráðherra mun opna sýningu Landmælinga Islands 5. deseinber n.k. Á sýningunni gefur að líta sögu kortagerðar á landinu og því sem henni tengist, frá frumstæðum korta- gerðatækjum yfir í nýja tækni á sviði landupplýs- inga. Lokahluti sýningar- innar mun svo verða tilbú- inn á næsta ári. Heldur hef- ur dregist að setja upp sýn- ingu LMI í Safnaskálanum að Görðum en með tilkomu hennar styrkist sú starfsemi sem fyrir er. Hvamms- prestakall lagt niður Á nýafstöðnu Kirkjuþingi var samþykkt að sameina Hvammsprestakall í Dölum Lljarðarholtsprestakalli við starfslok sóknarprests sem er prófasturinn sr. Ingiberg J Hannesson. Ingiberg er fæddur árið 1935 og því má gera ráð fýrir að hann láti af störfum vegna aldurs árið 2005. Aðrar tillögur um sameiningu prestakalla á Vesturlandi voru hinsvegar felldar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.