Skessuhorn - 26.11.2003, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003
jot33UnUi_
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 437 1677
Fax: 437 1678
SkRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf 437 1677 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamaður: Hrufnkell Proppé 892 2698 hrafnkell@skessuhorn.is
Auglýsingar: Guðrún Björk Fríðríksdóttír augl@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is
Prentun: Prentmet ehf.
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass timanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 10:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út i 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa i lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
437 1677
Af séra
Sigvalda
Á föstudagskvöldið brá ég undir mig betri fætinum og hélt upp
í minn gamla afdal og barði augum mína gömlu sveitunga í Lund-
arreykjadalnum þar sem þeir færðu á fjalirnar hið ágæta leikverk
Jóns heitins Thoroddsen, Maður og kona. Var þetta hin besta sýn-
ing eins og við er að búast af Lunddælingum sem eru einkar vel af
guði gerðir í alla staði. Nóg um það að sinni hinsvegar.
Sagan af manni og konu og fleiri kvikindum er skrifúð fyrir
margt löngu og var ég undir það búinn að horfa á verkið með því
hugarfari að þar myndu stíga á svið persónur sem væru börn síns
tíma og hefðu horfið með síðustu moldarkofunum. Annað kom á
daginn því ég fékk ekki betur séð en aðalpersóna verksins, hinn á-
gjami og sjálfhverfi klerkur, sr. Sigvaldi hefði einmitt verið aðal-
persónan, einnig, í flestum fréttatímum þessa sama dags en þá
reyndar í hlutverki bankastjóra en ekki prests.
Þess ber hinsvegar að geta að séra Sigvaldi er uppdiktuð persóna
í skáldverki og hefur því ekki mikil áhrif á fjárhag almennings. Það
hafa þeir Séra Sigvaldar sem stjórna bönkum þessa lands aftur á
móti og er það umhugsunarvert.
Ég er sjálfur búinn að bíða í á fjórða áratug eftir því að ég verði
ríkur og því hef ég vandlega forðast að fordæma þá sem hafa auðg-
ast með einhverjum hætti þar sem ég ætla mér að gera það sjálfur
þótt síðar verði. Ég læt mér það því í léttu rúmi liggja þótt einn og
einn bankastjóri fái að gjöf sem nemur andvirði 10-15 bújarða en
hinsvegar komu rökin sem gefin vom út nokkuð á óvart. Astæðan
fyrir örlæti bankastofnana til sinna stjórnenda mun víst vera sú að
viðkomandi banki vill með umræddu kaupréttarákvæði tryggja að
þessir ágætu menn tolli í starfi. Með öðrum orðum þá er orðinn
þvílíkur hörgull á bankamönnum að eina leiðin til að tryggja að
þeir hlaupi ekki út úr húsinu er að gefa þeim hálfan bankann.
Vissulega tel ég það gleðitfðindi að atvinnuástandið í landinu
skuli vera það gott að nær engin leið sé að fá fólk í skítadjobb á
borð við bankastjórastarf. Spurningin er hinsvegar sú hvort ekki sé
hægt að fara sömu leið og áður hefur verið farin við svipaðar að-
stæður. Þegar Islendingar hættu að nenna að vinna í fiski var leit-
að á náðir Pólverja og fleiri þjóða. Ég myndi því ráðleggja stjórn-
endum íslenskra banka að athuga hvort ekki sé hægt að flytja inn
t.d. skoska farandbankastjóra en Skotar munu víst kunna einkar vel
með fé að fara. Sömuleiðis hafa gyðingar gott orð á sér hvað það
varðar.
Hvað sem því líður vona ég að launauppbætur til handa banka-
stjóram gangi ekki svo nærri sjóðunum að ég og aðrir viðskipta-
vinir verðum af okkar árlega Kaupþingsteppi.
Gísli Einarsson, verðandi auðjöfur.
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Nýsmíði eftir langt hlé
Þeir tóku lífinu með ró skipverjar á Þjóti þó skutur þess
pólska vœri kominn yfir hálfan bátinn enda menn van-
irýmsu.
Það var tignarlega sjón að sjá Þjótinn og Leyni koma
með skipskrokkinn til hafnar enda ekki á hveijum degi
sem slík verkefni rekur á fíörur slitDsins.
I vikunni sem
leið fékk skipa-
smíðastöð Þor-
geirs og Ellerts á
Akranesi pólskan
skipsskrokk af-
hentan. Það vom
dráttarbátar frá
Akraneshöfn,
Þjótur og Leynir
sem drógu skrokk-
inn á Skagann ffá
Hafnarfirði.
Starfsmenn Þ&E
munu nú taka við
og klára innrétt-
ingasmíði, setja
upp vélar, dælur
og skrúfur. Það er
færeyskt útgerðar-
félag sem á togar-
ann. í Hafnarfirði
er nú verið að gera
samskonar smíði á
systurskipi fyrir
Færeyingana. Flutningurinn
gekk vel miðað við árstíma og
komu allir heilir í höfn.
Langt er liðið frá síðasta ný-
smíðaverkefni Þ&E en 1996 var
smíðað lítið togskip fyrir þróun-
araðstoð í Affíku. Nýi togarinn
er öllu stærri í sniðum eða 36,5
metrar að lengd og 8,5 á breidd,
það stór að hann mun ekki kom-
ast allur undir þak í skipasmíða-
stöðinni.
Nú er verið að klára sandblást-
ur og verður báturinn færður inn
í kjölfarið. Færeyingamir munu
fá skipið afhent fullbúið næsta
vor. 30 manns starfa nú í skipa-
smíðastöðinni og tryggir þetta
verkefni þeim næga vinnu í allan
vetur. Auk starfsmanna Þ&E og
Skagans sér Straumnes um raf-
magnið, trésmíðin fer hins vegar
ffam í Reykjavík og er það Stál-
smiðjan sem mun sjá um það
verk. Að sögn Sigurðar Guðna
Sigurðssonar ffamkvæmdastjóra
Þ&E kemur þetta verkefni upp á
mjög góðum tíma en vetumir
hafa off reynst erfiðir verkefna-
lega.
Utlit fyrir áfram-
haldandi slátrun
í Dölum
„Það gengur vel að losna við
kjötið frá haustslátmninni og
við emm að ljúka við samninga
þessa dagana,“ segir Haraldur
Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar
en Dalalamb ehf tók við rekstri
sláturhússins í Búðardal í haust
og slátraði um 12.000 dilkum.
Haraldur segir útlit fyrir áfram-
haldandi rekstur hússins en í
næsta mánuði er ætlunin að fá í
heimsókn sérfræðinga til að
endurskoða áætlanir varðandi
breytingar á húsinu til að það
fullnægi kröfum um útflutning.
,Á4einingin er að slátra áffam og
við viljum ræða við sauðfjár-
bændur á Vesturlandi og Vest-
fjörðum um samstarf. Okkur
finnst hljóðið í mönnum vera já-
kvætt og okkur gengur vel að
standa við skuldbindingar ffá í
haust. Við gemm upp við inn-
leggjendur í næsm viku vegna
innanlandsmarkaðar en það er
nokkm fyrr en áætlað var og á
næsm dögum munum við greiða
fyrir gærur og innmat en þá er
útflutningskjötið það eina sem
effir er,“ segir Haraldur.
Nýr leik-
skóli í
Hólminn
Gerð fjárhagsáætlunar
Stykkishólmsbæjar stendur
nú yfir og að sögn Ola Jóns
Gunnarssonar er ekki gert
ráð fyrir miklum fram-
kvæmdum á vegum bæjarins
á næsta ári. „Það er helvíti
erfitt að ná endum saman,
það er nú einu sinni þannig.
Við emm náttúmlega ennþá
að jafna okkur eftir mjög
miklar framkvæmdir, þ.e.
hitaveim og sundlaugarbygg-
ingu. Það sem liggur hins-
vegar fyrir vegna næsta árs er
þátttaka okkar í Fjölbrauta-
skóla Snæfellsness og einnig
er ætlunin að gera nýja götu
sem liggur ffá Laufásvegi en
Berglín ehf er að hefja ffam-
kvæmdir þar. Þá verður hug-
að að byggingu nýs leikskóla
og jafnvel verður farið í þær
framkvæmdir í byrjun næsta
árs. Það er ffamkvæmd upp á
100 milljónir eða svo sem er
náttúrulega stór biti. Nýr
leikskóli var á stefnuskrá
meirihlutans fyrir þetta kjör-
tímabil og þetta var það sem
stóð upp úr á nýafstöðnu í-
búaþingi. Þá er næsta ár síð-
asta árið sem jöfnunarsjóður
sveitarfélaga styrkir slíkar
frainkt'æmdir þannig að ég
býst ekki við að menn bíði
með að ráðast í þetta, „ segir
Óli Jón.
Nýr formað-
ur Vinstri
Grænna
Laugardaginn 15. nóvem-
ber var aðalfundur Vinstri-
hreyfingarinnar-Grænsfram-
boðs á Akranesi og nágrenni
haldinn. Fyrir fundinum lá
það fyrir að kjósa nýja stjórn.
Hermann Guðmundsson
sem gengt hafði embætti for-
manns ffá stofnun félagsins
gaf ekki kost á sér á ný og
þurfti því einnig að kjósa nýj-
an fonnann. Ný inn í stjóm
komu Brynjólfur Þorvarðar-
son grunnskólakennari í
Heiðaskóla, Hjördís Árna-
dóttir framhaldskólakennari
við FVA, Sigurður Mikael
Jónsson og Anna Björgvins-
dóttir nemar við FVA. Nýr
formaður var kosinn Hjördís
Garðarsdóttir, 24 ára sagn-
fJæðinemi við Háskóla Is-
lands. Hjördís hefur setið í
stjórn félagsins síðan það var
stofhað og var á lista VG í
síðustu sveitastjórnarkosn-
ingum.