Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2003, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.11.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003 Ég hefaldrei verið meðjólatré Gísli Baldur Henrýsson verkstjóri Skógræktarinnar í Skorradal hefur staðið í ströngu undaðfarið, fellt tré og annað í tilefni jólanna. Gísli Bald- ur hefur starfað í mörg undanfarin ár í Skorradal og tók við sem staðarhald- ari á Hvammi eftir að Agúst Árnason lét af störfum. Nafii: Gísli Baldur Henrýsson Fæðingadagitr og ár: 20.01.65 Starf: Verkstjóri Skógræktar ríkisins í Skorradal, staðarhaldari Fjölskylduhagir: I sambiíó með Helenu Guttormsdóttir og á tvo syni og eina dóttur. Hvemig bíl áttu: Suzuki Sidekick 94 Uppáhalds matur: Svínahamborgarhryggur að hætti Helenu Uppáhalds drykkur: Kristall. Uppáhalds sjónvarpsefni: Sopranos. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Kristján í kastljósinu. Uppáhalds leikari innlendur: Ingvar Sigurðsson. Uppáhalds leikari erlendur: Robert DeNiro. Besta bíómyndin: Das Boot. Uppáhalds íþróttamaður: Oli Þórðar, ekki spuming. Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrímur. Uppáhalds stjómmálamaður: SteingrímurJ. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Megas. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Lou Reed. Uppáhalds rithöfitndur: Hallgrímur Helgason. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni: ja...andvígur. Hvað meturðu mest ífari annarra: Heiðarleika. Hvaðfer mest í taugarnar á þér ífari annarra: Oheíðarleiki. Hver þinn helsti kostur: Hreinskipti. Hver erþinn helsti ókostur: Eg veitþað bara ekki, það verður ein- hver annar aðfinna út úrþví. Hvemigjólatré notarðu: Eg hef aldrei verið með jólatré, nota bara greinar en ég mæli meðfuru. Hvað em hæstu trén í Skorradal há: Hæsta tréð semfellt hefur verið var mælt 19 metrar. Em álfar í skóginum: Já ég mundi segja það, ekki spurning. Það getur verið erfitt að koma auga á þá. Eitthvað að lokum: Gleðilega aðventu. Breytt útlit Nú þegar tími jólahlaðborða er gengin í garð er lag að fá sér nýtt lúkk og mæta ferskur til leiks. Anna Sigfríður Reynis- dóttir förðunarfræðingur á Akranesi er ráðgjafi Skessu- horns um breytt útlit. Sú fyrsta sem leyfir Onnu að breyta útliti sínu er Heiðbjört Kristjáns- dóttir eða Heiða, fnlltrúi bók- halds á bæjarskrifstofu Akra- neskaupstaðar. „Dagsdaglega er Heiða ekk- ert förðuð og hún er búin að vera með sömu gleraugun í nokkur ár. því ákváðum við að skella okkur til hans Stefáns í Sjónglerinu og fundum handa henni ný gleraugu og förðuð- um hana síðan. Eg ákvað að hafa hana með létta kvöldförð- un. Heiða hefur mjög slétta og góða húð því þurfti ekki að meika hana mikið. notaðir voru fjólublár, plómu og blár í skygginguna á augunum. Heiða er með græn auga og fjólublái liturinn gerir græna litinn skærari. Eg litaði á henni augabrúnirnar og plokkaði að- eins til. Varaliturinn er brún- bleikur með smá sanseringu.“ Kveðja Anna Sigfh'ður Fórðunarfræðingur. Stuðningsmenn fyrrverandi oddvita Dalabyggðar fimda Styðja Guðrúnu Jónu Eins og ffam kom í síðasta tölublaði Skessuhorns var á síð- asta fundi sveitarstjórnar Dala- byggðar samþykkt vantraustsyf- irlýsing á Guðrúnu Jónu Gunn- arsdóttur formann byggðaráðs Dalabyggðar og henni gert að víkja úr öllum nefiidum á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt hreppsnefndar kemur í fram- haldi af yfirstandandi lögreglu- rannsókn á störfum og meintu trúnaðarbroti Guðrúnar Jónu í starfi hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Búðardal. Síðastliðið sunnudagskvöld var boðað til fundar í Dalabyggð þar sem málefhi Guðrúnar Jónu voru til umfjöllunar. A fundinn mættu tæplega 40 stuðnings- menn Guðrúnar og var þar sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Fundurinn harmar þá at- burðarrás sem verið hefur hér síðustu misseri, og sér í lagi und- anfarna daga, í garð Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur, hjúkrunar- fræðings og sveitarstjórnar- manns í sveitarstjórn Dala- byggðar. Fundurinn mótmælir þessari aðför sem gerð hefur verið að mannorði Guðrúnar Jónu hér í Dalabyggð. Ef þetta er það sem á að bíða þeirra sem hingað munu flytjast, fullir af áhuga og eldmóð, er framtíðin hér döpur. Guðrún Jóna kom hingað fyr- ir um þremur áram og naut strax mikils trausts meðal þess fólks sem hún þjónustaði. Hún tók á- skoran um að gefa kost á sér til setu í sveitarstjórn og vera þar sem oddvitaefhi. L-listinn, listi samstöðu hafði betur í þeim kosningum og stóð þétt við bak- ið á henni. Því era það okkur í- búum hér í Dalabyggð, mikil vonbrigði að einmitt hennar eigið fólk skuli hafa fallið í þá gryfju að taka undir með þeim er hvað harðast hafa á mannorði hennar barið. Samfélag okkar þarf ekki á sundrangu að halda og það að reyna að koma Guðrúnu Jónu frá, sem sveitarstjórnarmanni á þennan hátt, er ekki rétta leiðin til að efla samstöðu meðal íbú- anna og ekki í þeim anda sem L- listinn boðaði fyrir síðustu sveit- arstj órnarkosningar. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf Guðrúnar Jónu í sveitarstjórn og vill jafh- framt þakka heilan hug Snæ- bjargar Bjartmarsdóttur í sveit- arstjórnarmálum frá því að hún tók þar sæti í vor.“ Á fundi stjórnar Framsóknar- félags Dalasýslu þann 19. november vora atburðir síðustu daga einnig til umfjöllunar og var þar samþykkt eftirfarandi ályktun. „Stjórn framsóknarfélags Dalasýslu fordæmir framkomu meirihluta sveitastjórnar Dala- byggðar hvað varðar hinar grófu ofsóknir á hendur Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur ffáfarandi varaoddvita og formann Byggðaráðs. Guðrúnu Jónu var vikið úr formennsku í byggðaráði og varaoddvitastarfi auk allra nefhda og stjórna sem hún sat í vegum Dalabyggðar, þegar tveir samstarfsmenn hennar af L- lista, þau Þorsteinn Jónsson og Bryndís Karlsdóttir, ásamt full- trúum S-Lista lýstu á hana van- trausti á fundi sveitarstjórnar þann 18. nóv. s.l. Félagið fordæmir þessi vinnu- brögð sem greinilega eru af póli- tískum toga spunnin og bendir á að ekkert hefur komið ffam sem styður þær ásakanir sem á hana era bornar í tengslum við starf hennar á Heilsugæslustöðinni í Búðardal séu sannar og því í rattn fáránlegt að samstarfsfólkið skuli verða fýrst til að fella slíka dóma.“ Þrjátíu ára girmul vatnslögn sem liggur milli Hellissands og Rifs fór óvænt í „verkfall“ í síðustu viku og lagði alfarið niður stötf. Viðgerð stenduryfir eins og sést á myndinni bér að ofan. Nemendafélag fyrir nýjan skóla í síðustu viku hittist hópur nemenda úr 10. bekkjum grann- skólanna í Stykkishólnú, Grand- arfirði og Snæfellsbæ til að hefja undirbúning að stofnun nem- endafélags fýrir hinn nýja ffam- haldsskóla Snæfellinga. Hrönn Pétursdóttir, starfsmaður fram- haldsskólaverkefnisins fundaði með krökkunum og tókst fund- urinn velta ð hennar sögn. Hópurinn valdi sér fýrirliða, á- kvað hvað hann vildi taka fýrir, hvernig hann ætlaði sér að vinna og innan hvaða tímamarka. Ennffemur var ákveðið að setja upp sérstaka undirsíðu á vef skólans um nemendafélagið. Tilgangur með því að stofha nemendafélag skólans nú, þrátt fýrir að skólinn hafi enn ekki tekið til starfa, er að undirbúa félagslíf skólans, rétt eins og annað sem nú er reynt að undir- búa í skólastarfinu. Þannig geta væntanlegir nemendur mótað það hvernig félagslíf þeir vilja hafa í skólanum sínum. Staðan er nefnilega sú að n.k. vor munu nemendur 10. bekkjanna velja sér ffamhaldsskóla og mun þá okkar skóli keppa um nemendur við aðra framhaldsskóla, sem margir hverjir hafa áratuga hefð fýrir góðu félagslífi - sem heillar jú marga!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.