Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2003, Síða 8

Skessuhorn - 26.11.2003, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003 ^aissunui. Hjálmaklettur - Sagnamiðstöð Egils Skallagrímssonar Hugmynd Guðmundar Jónssonar arkitekts að hxisi undir Hjálmaklett Starfshópur sem Borgarbyggð skipaði á vordögum 2001 til að vinna að hugmyndum um stofnun í minningu Egils Skallagrímsson- ar hefur skilað niðurstöðum úr sinni vinni undir yfirskriftinni „Hjálmaklettur - Sagnamiðstöð Egilss Skallagrímssonar. Starfs- hópurinn var skipaður þeim Axel Kristinssyni, Ásthildi Sturludótt- ur, Davíð Ólafssyni, Guðmundi Jónssyni, Rakel Pálsdóttur og Rögnvaldi Guðmundssyni. Vinnuheiti verkefnisins „Hjálmaklettur - Sagnamiðstöð Egils Skallagrímssonar" er sótt í kvæði Egils þar sem hann kallar höfuð sitt „hjálma klett“ eftdr að hafa leyst það með lofkvæði um Eirík konung blóðöxi. Samkvæmt skýrslu starshópsins er Hjálmakletti ætlað að vera miðstöð ffæðslu, þjónustu og skemmtunar fyrir ferðamenn en ekki síður að þjóna þörfum heimamanna. I skýrslunni er gerð tíllaga að staðsemingu Hjálma- kletts og lögð fram tillaga að húsi sem Guðmundur Jónsson arki- tekt hefúr teiknað inn í klett við brúarsporðinn í Borgamesi. Sagnamaður í aðalhlutverki Settar em ffam ýmsar hug- rnyndir um starsemi Hjálmakletts en starfshópurinn gerir ráð fyrir að um verði að ræða fjölbreytta starfsemi þar sem sagnamenn verði þó í aðalhlutverki. I skýrsl- unni segir m.a.: „Sagnamaðurinn (karl eða kona) hefur sitt aðsetur í húsinu þar sem hann situr eða stendur og talar við fólk, segir því sögður, svarar spurningum, ffæð- ir það um Egil, hin fomu goð og leiðir það með sér um heim sagnalistarinnar. Gestir geta þannig upplifað raunverulega sagnalist í stað þess að lesa um hana á sýningarspjöldum. Við sagnabmnninn er sagnamaðurinn kóngur og ekkert er þar sem dreifir athyglinni ffá honum.“ Þá segir í skýrslunni að með áherslu á lifandi sagnamenn minnki á- hersla á hefðbundna sýningu. Engu að síður er gert ráð fyrir sýningum en þær eiga að vera litl- ar og breytilegar. Sem dæmi um sýningar em nefhd handritasaga Eiglssögu. Þá er nefnt sem hug- mynd að stílla upp lokrekkju Eg- ils og að upp úr henni berist leik- lesmr á samtali Egils og Þorgerð- ar áður en Egill orti sonartorrek og flutningur á kvæðinu. Einnig er að finna í skýrslunni sambæri- lega hugmynd um lítínn glugga að dýflyssu hvaðan berist rödd Egils þar sem hann er að yrkja höfuðlausn. Sögusjáin er margmiðlunar- verkefni sem Bogarbyggð, Safna- hús Borgarfjarðar og Snorrastofa hafa staðið að en sögusjáin hefur það markmið að breiða út þekk- ingu á menningararfi íslendinga með hjálp margmiðlunartæknin og eða efla menningartengdar ferðaþjónusm. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að Hjálmaklettur sjái um reksmr sögusjárinnar og veití aðgang að henni í tölvum hússins. Þá er gert ráð fyrir lcvik- myndasýningum í húsinu og einnig verslun með vandaða minjagripi og fleira sem tengist Egilssögu og sagnamenningunni. Rekstur veitíngastofu er einnig hluti af fyrirhugaðri starfsemi Hjálmakletts og einnig leggur starfshópurinn tíl að Hjálmaklett- ur bjóði gesmm sínum afnot af htlu bókasafni eða lesstofú þar sem sé að finna allar fáanlegar út- gáfur Egilssögu. Fræða og skemmta í skýrslunni um Hjálmaklett er lagt til að Upplýsinga - og kynn- ingarmiðstöð Vesmrlands verði í húsakynnum stofnunarinnar. Einnig er lögð áhersla á gott úti- svæði við hús stofnunarinnar fyrir atburði og uppákomur undir ber- um himni, s.s. leiksýningar og skemmtanir ýmiskonar. Þá segir í skýrslunni: „Eitt meginhlutverk Hjálmakletts yrði að fræða og skemmta ungu fólki og vekja á- huga þeirra á sögum og sögnum. Hjálmaklettur mynd þannig eiga náið samstarf við skóla og aðra aðila sem tengjast menntun. Reikna má með reglulegum heimsóknum grunnskóla og framhaldsskóla, ekki aðeins úr héraðinu heldur af öllu landinu." I skýrslunni segir einnig að mikil- vægur þátmr í starfsemi Hjálma- kletts yrði að vekja almenna at- hygli á sagnalistinni og hjálpa sagnamönnum að koma sér á framfæri. Þá gerir starfshópurinn ráð fyrir að ýmiskonar viðburðir verði fasmr þátmr í starfsemi Hjálmakletts og eru þar sérstak- lega nefnd sagnakvöld og sagna- hátíðir. Loksmánefaa aðtryggja þurfi að í Hjálmakletti sé ávallt að finna nýjusm og bestu upplýsing- ar um sögur og sagnamenningu og að tíl að svo megi verða sé æskilegt að á vegum stofnunar- innar séu stundaðar rannsókxúr á sagnaarfinum. Byrjað smátt I skýrslunni um Hjálmaklett - Sagnamiðstöð Egils Skallagríms- sonar segir að ekki þurfi að kosta miklu til tíl að hefja starfsemi stofnunarinnar og að hægt sé að byrja smátt en stækka svo. Húsið sem nefnt er hér að framan myndi hinsvegar kosta um 200 - 300 milljónir. Starfshópurinn gerir hinsvegar ráð fyrir að starfsemin geti staðið undir sér takist að afla fjár tíl að kosta húsnæði undir starfsemina en miðað er við að til þess þurfi 20 - 23.000 gesti á ári. Starfshópurinn reiknar hinsvegar með að raunhæft sé að búast við um 30.000 gestum á ári. Stróriðjuvinabæir Gísli Gíslason, btejarstjón og Sveinn Kristinsson, forseti bcejarstjómar handsöl- uðu vinabtejarsamstaifió afhálfu Akraneskaupstaðar við Guðmund Bjamason, bcejarsljóra og Þorberg Haukssonar, forseta bæjarstjómar í Fjarðabyggð. Maður og kona í Lundarreykjadal Bæjarstjórnir Akraness og Fjarðabyggðar samþykkm nú á sunnudaginn að stofna tíl vina- bæjatengsla. I tilkynningu frá sveitarfélögunum tveimur segir, að tilgangur sé m.a. að koma á samstarfi íbúa sveitarfélaganna á sviði atvinnumála, íþróttamála, menningarmála, menntamála og æskulýðsmála. Akranes og Fjarðabyggð eigi margt sameig- inlegt. Oflugir framhaldsskólar, útgerð og fiskvinnsla, stóriðja, blómleg menning og fjölbreytt íþróttalíf séu mikilvægir þættir á þessum stöðum. Það séu því miklir möguleikar á að þróa á- hugavert og gagnlegt samstarf til hagsbóta fyrir báða aðila. Stefnt er að því að Ólafur Þórðarson, þjálfari meistara- flokks IA og fleiri fulltrúar IA, annist námskeið í þjálfun og að- stoði við þjálfun knattspyrnu- manna í Fjarðabyggð á næsta ári. Einnig er miðað að því að ráð- stefna um málefni unglinga verði í Fjarðabyggð og sjái um uppi- hald þátttakenda frá Akranesi á ráðstefnunni. Auk þess eru áform uppi um að koma á samskiptum fyrirtækja og launþegasamtaka og stuðla að auknu samstarfi milli Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautarskóla Vesturlands á sviði verkmenntunar með hlið- sjón af stóriðju. Með þessum vinabæjarsamskiptum vilja sveit- arstjórnirnar hafa að markmiði að í skjóli vináttu og bræðralags verði ræktað gott samband íbú- anna og sveitastjórnanna. Leikdeild Umf Dagrenning- ar sýnir: Maður og Kona eftir Jón Thoroddsen. Leikstjóri er Þórunn Magnea. Leikendur: Guðmundur Þorsteinsson, Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Björk Friðriksdóttir, Unn- steinn Snorrason, Jón Gísla- son, Hildur Jósteinsdóttir, Ami Ingvarsson, Óskar Hall- dórsson, Sigurður Halldórs- son, Karí Berg, Tómas Ama- son, Helgi Bjömsson, Þórdís Sigurbjömsdóttir, Brynjólfur Einarsson, Elva Jónmunds- dóttir, Halldóra Ingimundar- dóttir, Unnur Jónsdóttir. Maður og kona er, eins og væntanlega flestir þekkja, afdala- ástarsaga um par sem nær ekki saman vegna afskipta illgjarns manns (ekki fyrr en í lokin að sjálfsögðu). Sagan fjallar um Sig- rúnu heimasætu í Hlíð og Þórar- inn prestlærling á Stað sem fella hugi saman. Hinn ágjarni séra Sigvaldi hefúr hinsvegar önnur á- form og um það snýst sagan sem síðan fléttast inn í ýmsar skraut- legar persónur. Enn á ný höggva Lunddæling- ar í sama knérunn í sínu verk- efnavali, þ.e. íslenska klassík enda hefúr þeim ekki látið það illa ffarn að þessu. Það er skemmst frá því að segja að þeim bregst ekki bogalistin að þessu sinni ffernur en fyrri daginn. Leikstjórinn Þórunn Magnea hefur áður leikstýrt Lunddæling- um (Sjálfstætt fólk 1996) og fer ekki á milli mála að hún hefúr góða stjórn á þeim því hún nær að laða ffam það besta úr flestum ef ekki öllum leikendunum. ÖIl umgjörð er að sama skapi í góðu lagi, hvort sem er búningar eða lýsing og hæfir verkinu vel. Af einstökum leikurum skal fyrst nefna Guðmund Þorsteins- son í hlutverld séra Sigvalda sem enginn leikari er öfundsverður af að takast á við eftír að Brynjólfur Jóhannesson gerði sinn eigin Sigvalda ódauðlegan á sínum tíma. Það er sérstaklega ánægju- legt að Guðmundur og leikstjór- inn skuli ekki fara þá leið sem al- gengust er að „leika“ Brynjólf heldur skapa nýjan Sigvalda sem er í senn sannfærandi og skemmtíleg persóna. Guðmund- ur nær að koma vel til skila á- girnd og illgirni presstins og sér- staklega var samleikur hans og Sigrúnar Sigurðardóttur í hlut- verki Staðar Guddu ffábær svo ekki sé meira sagt. Sigrún fer einnig á kostum í sínu hlutverki verkið út í gegn. Þau Guðrún Björk Friðriksdóttir og Unn- steinn Snorrason fara vel með hlutverk elskendanna þó hlut- verkin bjóði ekld upp á mikil tíl- þrif. Óskar og Sigurður Hall- dórssynir sína snilldartakta í hlutverki stórlygarans Hallvarðs og hins trúgjama Bjama á Leyti, Hildur Jósteinsdóttir leikur Þór- dísi húsfreyju óaðfinnanlega og Ami Ingvarsson fer einkar vel með hlutverk Sigurðar bónda hennar. Aðrir leikarar standa einnig vel fyrir sínu og fara vel með þetta gamla og góða verk og gera úr því hina bestu skemmtun. GE.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.