Skessuhorn - 26.11.2003, Qupperneq 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003
^uiiasunu^
Sparísjóður Mýrasýslu
90 ára og alltaf sí-ungur
Nú fer að líða að lokum af-
mælisársins okkar en, eins og
flestum er kunnugt, átti Spari-
sjóður Mýrasýslu 90 ára afmæli
þann 1. október síðastliðinn.
Snemma á árinu var skipuð
nefnd sem skyldi starfa allt árið
og sjá um undirbúning og
koma með hugmyndir að því
sem gera skyldi í tilefni þessara
tímamóta.
Akveðið var að bjóða öllum
sem þiggja vildu, frítt í Sund-
Iaug Borgarness þann 21. júní.
Veðurguðirnir voru okkur sér-
lega hliðhollir þennan dag, al-
veg frábært veður og fjöldi
manns mætti. Sparisjóðurinn
bauð upp á léttar veitingar sem
starfsfólk hans bar fram á laug-
arbakkanum. Skreytt var með
blöðrum og hljómsveitin Þotu-
liðið lék fyrir sundlaugargesti.
í ágúst var 14-16 ára ung-
lingum sem lagt höfðu launin
sín inn í Sparisjóðinn boðið í
eins dags óvissuferð. Ferðin
var skipulögð af Bjarna hjá
Centrum Natura á Húsafelli
og innihélt hellaskoðun, ham-
borgaraveislu, fossaklifur,
stökk og sundferð. Endaði
ferðin svo með hressingu í
Húsafelli áður en haldið var
heim. Að sögn unglinganna og
fylgdarmanna var þetta mikil
ævintýraferð og vel heppnuð í
alla staði, tvær starfsstúlkur úr
S.M. voru með í ferðinni ásamt
skipuleggjendum frá Húsa-
felli. Það er gaman að geta þess
að unga fólkið sem fór í þessa
ferð var að sögn stúlknanna frá
S.M. til fyrirmyndar í alla staði
bæði kurteist og þakklátt.
Svo rann upp sjálfur afmæl-
isdagurinn 1. október. Þann
dag var boðið upp á veitingar í
afgreiðslusalnum Borgarbraut
14. Risastór marsipanterta frá
Geirabakaríi og kaffi, svali og
sælgæti fyrir börnin. Nokkur
hundruð manns komu á stað-
inn og voru afmælisgestum
gefnar smágjafir.
Mjög ánægjulegur
dagur
Sú hugmynd kom upp að
gaman væri að fá unga lista-
fólkið á svæðinu til að sýna
verk sín. Var öllum grunnskól-
unum boðin þátttaka. Stjórn-
endur allra þessara skóla tóku
vel í hugmyndina og vorum við
mjög ánægð með það, sýnd
voru verk frá öllum skólum og
skipt um vikulega. Þetta var
mjög skemmtileg tilbreyting
og margt vel og fallega gert.
Þeir skólar sem tóku þátt voru:
Lýsuhólsskóli, Laugagerðis-
skóli, Varmalandsskóli, Anda-
kílsskóli, Kleppjárnsreykja-
skóli, Heiðarskóli og Grunn-
skólinn í Borgarnesi. Undan-
farnar vikur hafa Steinunn Asta
Guðmundsdóttir og Guðrún
Daníelsdóttir farið í þessa
sömu skóla og fært öllum nem-
endum sundfatapoka að gjöf
frá Sparisjóðnum. Einnig voru
skólunum gefnar veggklukkur
með nafni og merki Spari-
sjóðsins, þessar klukkur munu
líka verða gefnar fyrirtækjum
hér á svæðinu.
Þann 4. desember næstkom-
andi verður boðið til jólatón-
leika í Reykholtskirkju. Þar
koma fram 5 kórar úr héraðinu
ásamt kvartett, sannkölluð
söngveisla. Boðið verður upp á
kaffi og heiinabakaðar smákök-
ur í hléinu. Það kostar að sjálf-
sögðu ekkert inn þar sem þetta
er í boði Sparisjóðs Mýrasýslu.
Vonum að sem flestir sjái sér
fært að mæta. Tónleikarnir
eru nánar auglýstir í blaðinu.
Undanfarna ntánuði hefur
Snorri Þorsteinsson unnið að
samantekt á sögu Sparisjóðsins
og mun sú bók koma út á næst-
unni. Bókin mun verða send
inn á hvert heimili á viðskipta-
svæðinu.
Okkur langar til að kveðja
þetta afmælisár með hressilegri
uppákomu ef því verður við
komið, það mun verða auglýst
síðar ef af verður.
Að lokum viljum við þakka
öllum okkar mörgu viðskipta-
vinum og velunnurum sem
minnst hafa Sparisjóðsins á af-
mælisárinu, bæði með þátttöku
í þeim atburðum sem boðið var
upp á og á annan hátt.
Vonum að fólk hafi haft á-
nægju af.
Til þess var leikurinn gerð-
ur.
f.h. Sparisjóðs Mýrasýslu
-afmælisnefhdin-