Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2003, Síða 11

Skessuhorn - 26.11.2003, Síða 11
^&uaunu>. MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003 11 Comeniusarvika í Brussel Undanfarin tvö ár hefur Grannskólinn í Ólafsvík unnið Comenius-samstarfsverkefni, með skólum ffá fjóram öðram Evrópulöndum. I nóvember s.l. bauðst GO að senda, fyrir hönd Islands, íjóra nemendur og tvo kennara til að taka þátt í Comeniusar-ráðstefnu í Brassel, þar sem hittust um 200 nemend- ur og kennarar ffá þrjátíu Evr- ópulöndum. Tilgangur fundar- ins var m.a. að sýna verkefni sem nemendur skólanna hafa unnið og styrkja samstarf milli Evrópu- skóla. Til fararinnar völdust Davíð Magnússon, Guðmundur Gunnar Garðarsson, Snædís Vagnsdóttir og Sunna Wiium, nemendur úr 7. bekk og kennar- arnir Atli Alexandersson og Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Auk þeirra var með í för Steingerður Olafsdóttir, blaðamaður Morg- unblaðsins. Ferðin hófst laugardaginn 8. nóvember, en þá var flogið til Brussel með millilendingu í Kaupmannahöfn. Tekið var á móti okkur á flugvellinum og effir stutta viðkomu á hótelinu sem ráðstefnugestir dvöldu á, fór fram móttökuathöfn um borð í stóram fljótabáti, þar sem þátt- takendur borðuðu saman og fóra í ýmsa leiki. Daginn effir fór allur hópurinn í skemmti- garðinn Mini-Europe, en þar era nákvæmar eftirlíkingar af frægustu byggingum Evrópu- sambandslandanna. Þar var nemendum skipt í hópa og þurffi hver hópur að leysa á- kveðin verkefni sem tengdust því sem fyrir augu bar. Við vorum í hópi F ásamt nemendum frá Tékklandi, Möltu og Litháen. Eftir hádegi var farið með þátt- takendur í skoðunarferð um Brassel sem endaði í gamla mið- bænum. Snemma á mánudags- morgni var farið með okkur í ráðstefhubyggingu Evrópusam- bandsins, en þar höfðu sýningar- básar landanna verið settir upp. Mikil öryggisgæsla var í bygg- ingunni og þurftu allir sem inn í hana fóra að vera með sérstaka passa, láta gegnumlýsa allar töskur og fara í gegnum málm- leitarhlið sem vopnaðir verðir gættu. Að lokmni setningarat- höfn tókum við þátt í þremur vinnustofum þar sem aðal á- hersla var lögð á samskipti, m.a. með tungumálakennslu, söng (karókí) og paravinnu. Síðdegis heimsótti þingmaður úr menntamálanefnd Evrópuþings- ins alla sýningarbásana og ræddi við nemendur og kennara. I fylgd með honum var fjöldi A Jean Rey torginu blaða- og sjónvarpsmanna. Þriðjudaginn 11. nóvember mættum við aftur í ráðstefnu- bygginguna og tókum þátt í tveimur vinnustofum þar sem við lærðum þjóðdansa og spiluð- um skemmtilegt spil. Eftir há- degishlé gengu þátttakendur niður á Jean Rey torgið þar sem þúsundum blaðra var sleppt og báru margar þeirra skilaboð, skrifuð af nemendum og kenn- urum m.a. með óskum um já- kvæð samskipti og frið í heimin- um. Miðvikudaginn 12. nóvem- ber var svo flogið heim aftur með viðkomu í Osló. Það er mikill heiður fyrir Grunnskólann í Olafsvík að hafa fengið að taka þátt í Comenius- ar-ráðstefnunni fyrir Islands hönd, en þetta er í annað sinn sem slík ráðstefna er haldin. Ferðin í heild var skemmtileg og lærdómsrík, en jafhframt krefj- andi. Skipulag og allur aðbúnað- ur var til fyrirmyndar. Nemend- ur okkar stóðu sig mjög vel og vora skóla sínum og landi til sóma. Atli og Guðrún BRÆÐURNIR ©ORMSSON LÁGMÚLA 8 • SÍMI 530 2800 OLYMPUS S1AFRÆNAI? MYNPAVÉLAl? F1?Á KR 17.900.- LCt> SJÓNVÖRP FPA KP 99.900 SKJÁVAPPAP FPÁ KP 144.900 28’ SJÓNVÖPP FPÁ 37.900 HEIMABIOKERFIFPA KR 44.900.- TILLHOLT 16-18 300 AKRANES MODEl SÍMI 431 33 33 model@aknet.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.