Skessuhorn - 26.11.2003, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 26. NOVEMBER 2003
Stungið upp á kosningum
Það var setið í hverjum stól þegar Ami Ólafsson arkitekt kynnti greiningu á
gamla miðbæniim á Akranesi.
Það var þéttsetinn bekkurinn
í bæjarþingsalnum þegar Arni
Olafsson arkitekt hjá Teikni-
stofu arkitekta, Gylfi Guðjóns-
son og félögum, útlistaði þá
greiningu sem fyrirtækið hefur
nýlega lokið við á miðbæ Akra-
ness. I máli Arna kom m.a.
ffam að sérkenni gamla mið-
bæjarins á neðanverðri ICirkju-
braut og Skólabraut sé hin
sterka bæjarmynd þar sem hús-
in afmarka annarsvegar götu-
rými og hins vegar lóðir. Þessi
bæjarmynd eru verðmæti sem
hægt er að nýta. Eins og áður
hefur verið greint frá í Skessu-
horni byggja tillögur þeirra á að
styrkja gamla miðbæinn með
aukinni miðbæjartengdri upp-
byggingu sem miði að því að
auka enn á þessa sterku bæjar-
mynd m.a. með að þrengja efri-
hluta Kirkjubrautar með aukn-
um byggingum.
Mörgum varð að orði að
þessi greining kæmi of seint nú
þegar aðilar eru á fullu að
skipuleggja Skagaverstúnið á al-
gjörlega andstæðan hátt en
þarna kom fram þ.e. mjög opið
háhýsaskipulag þar sem lítil
sem engin afmörkun er á milli
almenns göturýmis og lóða.
Nokkuð bar á að fundarmenn
teldu að bæjarstjórn ætti í erfið-
leikum með að taka ákvörðun í
þessu máli og stakk einn fund-
armanna, Njörður Tryggvason,
uppá því að íbúar hjálpuðu bæj-
arstjórn við að taka ákvörðun-
ina og kosið yrði á milli þessara
leiða líkt og gert var þegar ný
innkeyrsla var valinn inní bæ-
inn og Þjóðbrautin lögð af.
Olöf Guðný Valdimarsdóttir
skipulagsfulltrúi sagðist í sam-
tali vera hæst ánægð með fund-
inn og ekki geta greint annað
en að íbúar hefðu verið fylgj-
andi þeim hugmyndum sem
kynntar voru. Oll umræða sem
þessi hvetur íbúana til að
leggja sig frarn um að hafa á-
hrif á sína framtíð í gegnum
skipulagsmál.
virnet.is
www
Lindab
LindabDoor//ne
Vírnet Garðastál flytur inn bílskurs-
og iðnaðarhurðirsem eru sérlega
vandaðar. Þæreru úrgalvaniseruðu
stáli eða áli og fást í ýmsum litum.
Hurðirnar eru einangraðar,
léttar og auðveldar í notkun.
Fáanlegar í mörgum
stærðum og gerðum,
með eða án glugga.
Panorama gluggar
VIRNET
Borgarbraut 74,310 Borgarnesi
Vesturhraun 3,210 Garðabæ
Sparisjóðsmót
Skallagríms
innanhúsmótum KSÍ. Keppn-
in í eldri hópunum var hörð og
var áhorfendum skemmt
mjög með frammistöðu
krakkanna. Keppendur í eldri
hópunum komu frá Borgar-
nesi, Stykkishólmi, Grundar-
firði og Patreksfirði en þeir
óku í tæpa 4 klukkutíma til að
taka þátt í mótinu.
Sparisjóður Mýrasýslu var
aðal stuðningsaðili mótsins
og vill knattspyrnudeildin
þakka stuðninginn.
Sparisjóðs-
mót Skallagríms
var haldið 22.
og 23. nóvem-
ber og var leikið í
7., 6., 5., 4., 3.
flokki drengja og
4. og 3. flokki
stúlkna. Alls
voru þátttakend-
ur um 280.
Á laugardeg-
inum léku 3
yngstu hóparnir
í Borgarnesi. Keppni í 7., 6.,
og 5 flokki var jöfn og spenn-
andi en allir fóru glaðir og kát-
ir úr íþróttahúsinu í mótslok.
Liðin sem kepptu í Borgarnesi
voru frá Borgarnesi, Grundar-
firði og Stykkishólmi.
Ákveðið var að fara með
eldri krakkana í Stykkishólm,
þar sem er stærra íþróttahús
og keppendur frá Borgarnesi
mundu njóta góðs af því að
keppa við sambærilegar að-
stæður og þeir munu gera á
Leikmenn safna
undirskriftum
Leikmenn meistaraflokks
Knattspyrnufélags ÍA eru nú
að safna undirskriftum á á-
skorun á bæjarstjórn Akra-
ness að hefja nú þegar undir-
búning að byggingu á fjölnota
íþróttahúsi á Akranesi sem
mætti einnig nýta fyrir sýning-
ar og fleira. Rekja má undir-
skriftirnar til þess að bæjarráð
hafnaði beiðni KÍA þar sem
sótt var um styrk til fjármögn-
unar meistaraflokks og 2.
flokks í Egilshöll. Leikmenn
vilja meina að þeir sitji ekki við
sama borð og félögin á höf-
uðborgarsvæðinu sem fá út-
hlutað 3 tímum í viku til
knattspyrnuiðkunar innan-
dyra.
ÍA vann HK
ÍA vann HK um helgina 2-0 í
Fífunni í Kópavogi í Faxaflóa-
mótinu i knattspyrnu, 3. flokki.
Mörkin skoruðu Arnór Smára-
son og Arnar Helgi Jónsson.
ÍA er í efsta sæti í sínum riðli í
Faxaflóamótinu.
Góður sigur
Snæfellinga
ÍR - Snæfell 67 -79
Snæfellingar gerðu góða
ferð til Reykjavíkur á þriðju-
dag í síðustu viku er þeir
heimsóttu hið fornfræga lið
ÍR. Snæfellingar unnu sann-
færandi sigur 57 - 79 og
treystu stöðu sína í efri hluta
deildarinnar en
liðið er í 4. sæti
eftir 7 umferðir
með tíu stig eins
og Keflavík og
Njarðvík sem eru
í 2. og 3. sæti en
Grindavík er á
toppnum með 14
stig.
Sigurður Þor-
valdsson átti góðan leik gegn
sínum gömlu félögum í ÍR,
skoraði 18 stig og átti 13
stoðsendingar og 10 fráköst.
Dondrell Whitmore og Lýður
Vignisson voru einnig í fanta-
formi.
Tölurnar - Snæfell
NrNafn Min HF STOSTIG
4 Hlynur E Bæringsson 37 13 6 17
4 Hlynur E Bæringsson 35 12 2 11
5 Andrés M Heiðarsson 9 1 0 0
6 Corey Dickerson 33 4 5 12
8 Jón Þ Eyþórsson 10 0 0 0
9 Hafþór 1 Gunnarsson 30 0 2 6
11 Sigurður Á Þorvaldss 36 13 3 18
12 Lýður Vignisson 16 0 1 14
15 Dondrell Whitmore 31 6 7 18