Skessuhorn - 14.01.2004, Blaðsíða 5
jtttssunu...
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 2004
5
Sigurður Guðni maður ársins á Vesturlandi
Guömundur Bjamason tók fyrstu skóflustungima af þriðju nemendagörðunum
sem munu rísa við Skólaflöt á Hvanneyri.
Nýir nemendagarðar við
Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri voru afhentir í síð-
ustu viku. Um er að ræða 1190
fermetra byggingu að Skólaflöt
8 á Hvanneyri. Húsið var tekið
í notkun um áramótin, en um
er að ræða alls 16 íbúðir, allt frá
stúdíóíbúðum og upp í fjögurra
herbergja íbúðir. Pétur Jónsson
eða PJ byggingar ehf. sáu um
verkið en bygginguna hannaði
Magnús H. Olafsson arkitekt.
Þá hefnr verið samið við PJ-
byggingar ehf um byggingu
nýrra nemendagarða að Skóla-
flöt 12 og verður sú bygging
alls 1110 fermetrar að stærð.
Þar verða 10 tveggja til fjögurra
herbergja íbúðir. Guðmundur
Bjarnason forstöðumaður I-
búðalánasjóðs tók fyrstu
skóflustunguna þegar hann var
ásamt samstarfsfólki sínu að
kynna sér byggingafram-
kvæmdir á staðnum.
*
A þorra
Glæsilegt rammíslenskt þon'ahlaðborð fyrir hópa, í
andrúmslofti sem engan svíkur. Nú er tilvalið fyrir
félagasamtök, fyrirtæki og aðra vinahópa að gera sér dagamun
að þjóðlegum sið. Athugið að bóka tímanlega til að tryggja
þá dagsetningu sem óskað er eftir.
Pantanir og upplýsinga í síma 431-5566.
Okkar rómaða
kaffihlaðborð
heldur áfram
Verðum fyrsta sunnudag í
hverjum mánuði, nú næst
1. febrúar klukkan 14-18.
Minnum á opnunartíma safnanna klukkan
13-18 alla daga í vetur.
Maríukaffi, Safnaskálanum Görðum,
Akranesi. Sími 431-5566
Jón Oddur Halldórsson fijálsíþrótta-
maðurfrá Hellissandi varð í öðru
sæti.
skóladeildir hafa skilað auknum
fjölda nemenda og hvergi á
Vesturlandi hefur verið jafn
stöðug fjölgun íbúa síðustu árin
og á Hvanneyri. Þá stendur nú
yfir bygging nýs kennslufjóss á
Hvanneyri, auk nemendagarða
og einnig er unnið að því að
auka og efla rannsóknarstarf við
skólann. Eins og staðan er í dag
lítur því út fýrir að skólinn og
staðurinn í heild eigi enn eftir
að eflast á næstu áruin.
Aðrir af tíu efstu í valinu að
þessu sinni voru, í stafrófsröð:
Tíu efstu
Björg Agústsdóttir, bæjar-
stjóri Grundarfjarðar sem verið
hefur í frainlínunni í undirbún-
Gísli Einarsson, ritstjóri Skessuhoms, afhendir Sigurði Guðna Sigurðssyni sína viðurkenningu.
Skessuhorn stóð fyrir vali á
manni ársins á Vesturlandi, eða
Vestlendingi ársns, nú um ára-
mót í sjötta sinn en þessi siður
hefur fylgt blaðinu ffá stofnun
þess. Tilgangurinn er sem fyrr
að vekja athygli á því sem vel er
gert á starfssvæði blaðsins og
sýna örlítinn virðingarvott þeim
sem skarað hafa fram úr með
einum eða öðrum hætti á árinu.
Líkt og á síðasta ári var fram-
kvæmdin á þann veg að óskað
var eftir tilnefhingum ffá les-
endum og síðan fékk sérstök
dómnefnd það hlutverk að velja
úr tilnefndingunum þá tíu aðila
sem að hennar mati væru helst
að heiðrinum komnir. Ur þess-
um tíu manna hópi valdi dóm-
nefndin síðan þrjá verðlauna-
hafa og raðaði þeim í sæti.
Framkvæmdastj óri,
íþróttamaður og
rektor
Urslitin urðu á þann veg að
þessu sinni að Sigurður Guðni
Sigurðsson á Akranesi er Vest-
lendingur ársins 2003. Sigurður
Guðni er framkvæmdastjóri
Skagans á Akranesi og formað-
ur Markaðsráðs Akranesi en á
báðum stöðum voru mikil um-
svif á síðasta ári sem skiluðu
góðum árangri og réði það öðru
fremur úrslitum í valinu að
þessu sinni. Sjá nánari umfjöll-
un um störf Sigurðar Guðna í
ítarlegu viðtali á bls. 8 og 9.
I öðru sæti að þessu sinni
varð Jón Oddur Halldórsson,
ungur frjálsíþróttamaður frá
Hellissandi. Jón Oddur var, á-
samt Kristínu Rós Hákonar-
dóttur, valinn Iþróttamaður árs-
ins úr röðum fatlaðra. Hann
sigraði í 100 og 200 metra
hlaupi, bæði á Evrópuineistara-
móti fatlaðra í frjálsum íþrótt-
um og á opna breska meistara-
inótinu. Þá sigraði hann í þeim
greinum sem hann keppti í á Is-
landsmóti IF innanhúss.
I þriðja sæti varð Magnús B
Jónsson rektor Landbúnaðar-
háskólans á Hvanneyri. Stöðug
uppbygging hefur verið á
Hvanneyri undanfarin ár undir
stjórn Magnúsar. Nýjar há-
Magnús B Jónsson rektor Landbún-
aðarháskólans á Hvanneyrir varð í
þriðja sæti.
ingi að stofnun Fjölbrautaskóla
á Snæfellsnesi. Flosi Olafsson,
Borgarfirði, leikari og metsölu-
höfufundur m.m. Garðar
Gunnlaugsson knattspyrnu-
maður með IA og herra Island
2003. Guðsteinn Einarsson
kaupfélagsstjóri KB. Kolbrún
Yr Kristjánsdóttir sundkona á
Akranesi. Þorgrímur Guð-
bjartsson, bóndi og mjólkur-
fræðingur á Erpsstöðum. Þór-
arinn Ingi Tómasson, nemi á
Akranesi, sem bjargaði ungu
barni frá drukknun í Eyjafirðin-
um í desember.
Skessuhorn óskar verðlauna-
höfunum til hamingju með
góðan árangur og hvetur þá til
áframhaldandi góðra verka.
Nemendagarðar rísa