Skessuhorn - 28.01.2004, Qupperneq 1
Rala og
LBH
í eina
sæng
Landbúnaðarráðherra
hefúr tekið ákvörðun um að
sameina Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri og
Rannsóknarstofnun Land-
búnaðarins undir eina yfir-
stjórn. Ekki liggur fyrir
hvernig sameiningin verður
útfærð í smáatriðum en ljóst
má vera að þessi aðgerð mun
styrkja þá starfsemi sem er á
Hvanneyri og styðja við enn
frekari uppbyggingu. Sjá
nánar á bls. 5
Rakel Pálsdóttir, frá félagsmið-
stöðinni Arnardal á Akranesi
sigraði í söngkeppni Samtaka fé-
lagsmiðstöðva sem haldin var í
Reykjavík á laugardag. Tvöhund-
ruð og fimmtíu einstaklingar frá
sextíu og tveimur félagsmið-
stöðvum af öllu landinu tóku þátt
í keppninni og var keppnin hörð.
Það er óhætt að segja að árangur
Vesdendinga hafi verið glæsileg-
ur í keppninni því í þriðja sætí
varð Halldór Gunnarsson ffá fé-
lagsmiðstöðinni Oðali í Borgar-
nesi. Sjá nánar á bls. 6
Grásleppuveiðar við Faxaflóa heíjast á sama tíma og í fyrra þrátt fyrir hörð mótmæli
Æðarbændur æfir yfir ákvörðun ráðuneytisins
Æðarbændur á Vesturlandi
mótmæltu því harðlega síðast-
liðið vor þegar sjávarútvegs-
ráðuneytið ákvað að leyfa grá-
sleppuveiðar frá 1. apríl í stað
20. apríl eins og verið hefur
undanfarin ár. Æðarræktarfélag
Vesturlands sendi erindi til sjáv-
arútvegsráðherra í október sl.
þar sem þessari ákvörðun var
formlega mótmælt og þess kraf-
ist að grásleppuveiðar við Faxa-
flóa árið 2004 myndu ekki hefj-
ast fyrr en 1. maí. I svari ráðu-
neytisins frá 22. janúar sl. segir
m.a.: „Ráðuneytið tilkynnir
yður hér með að það mun ekki
breyta veiðitíma fyrir grá-
sleppuveiðar á komandi vertíð
og hefst vertíðin því 1. apríl
eins og á síðasta ári. Akvörðun
þessi er tekin að fenginni um-
sögn Landssambands smábáta-
eigenda og með tilliti til þess að
veiði á grásleppu hefur verið
góð á þessu svæði í aprílmán-
uði.“
Svanur Steinarsson formaður
Æðarræktarfélags Vesturlands
segir æðarbændur við Faxaflóa
afar óhressa með ákvörðun sjáv-
arútvegsráðuneytisins. „Það er
ljóst að æðarbændur urðu fyrir
mikluin skaða síðastliðið vor.
Hversu miklum er ekki hægt að
segja til um en rýrnunin var
þónokkur en hún gæti líka að
einhverju leyti skýrst af ætis-
leysi en ekki eingöngu því við
höfum heyrt sögur af því að allt
að 700 fuglar hafi komið í netin
hjá einum grásleppukarli.“
Æðarfuglinn er á sjónum
frameftir apríl til að fita sig en
kemur síðan í land þegar pör-
unin hefst. Eftir 20. apríl er
fuglinn yfirleitt kominn í land
en til að vera öruggir um að
hann fái að fita sig í friði við
ströndina vilja æðarbændur að
grásleppuveiðar hefjist ekki fyrr
en 1. maí. Þess má líka geta að
við Breiðafjörð hefjast veiðar
ekki fyrr en 9. maí.
„Við erum heldur ekki hress-
ir með að þessi ákvörðun skuli
tekin að höfðu samráði við félag
smábátaeigenda eingöngu. Það
fer ekkert á milli mála hvar
þeirra hagsmunir liggja, segir
Svanur. Hann segir ennfremur
æðarbændur muni vakta sínar
jarðir vel í vor og gæta þess að
grásleppunet séu ekki lögð
nærri landi en það er heimilt
samkvæmt lögum. Þá segir hann
að fulltrúar Æðarræktarfélags-
ins muni væntanlega fara á fund
landbúnaðarráðherra á næst-
unni og kynna honum málið.
I samtali við Skessuhorn
sagði Guðni Agústsson land-
búnaðarráðherra að fljótt á litið
gætu umræddar grásleppuveið-
ar á þessum tíma varðað við lög
um dýravernd. „Allavega er
Ijóst að þetta mál verður skoðað
bæði með tilliti til dýravernd-
unar og hagsmuna æðarbænda,"
segir Guðni.
Tvö for-
manns-
efiii af
Vestur-
landi
Ari Teitsson, formaður
Bændasamtaka Islands, hefur
tilkynnt að hann muni ekki
gefa kost á sér til endurkjörs
á Búnaðarþingi sem hefst
þann 7. mars n.k. Ari hefur
sem kunnugt er gegnt emb-
ættinu síðastliðin sjö ár.
Nú þegar eru tveir fram-
bjóðendur komnir ffam og
eru þeir báðir af Vesturlandi.
Haraldur Benediktsson
bóndi á Rein í Innri Akranes-
hreppi og formaður Búnað-
arsambands Vesturlands gef-
ur kost á sér til embættis for-
manns og einnig Þórólfur
Sveinsson bóndi á Ferju-
bakka í Borgarbyggð og for-
maður Landssambands kúa-
bænda.
Slegist um
vegagerðina
Vestfirðingar hafa mót-
mælt þeirri ákvörðun sam-
gönguráðherra að Svæðis-
stjórn Vegagerðarinnar í
Norðvesturkjördæmi verði í
Borgarnesi en ekki á Isafirði.
Sjá bls 7.
Útsölulok
20% auka afsláttur
af allri útsöluvöru
í fatadeild nálgast