Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2004, Síða 7

Skessuhorn - 28.01.2004, Síða 7
«ir,33umj.. MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 2004 7 Til sölu á Akranesi Deilt á nýtt sldpurit Vegagerðarinnar Menn eru að misskilja þetta viljandi og óviljandi segir samgönguráðherra Skipurit Vegagerðar ríkisins mun breytast frá og með 1. mars nk. og verður m.a. aðlagað breyttri kjördæmaskipan. I stað sjö umdæma verða þau fjögur í framtíðinni. Suðvestursvæði nær yfír höfuðborgarsvæðið og Suð- urnes og verður miðstöð þess svæðis í Reykjavík. Norðvestur- svæði nær yfir Norðvesturkjör- dæmi og verður miðstöð þess svæðis í Borgarnesi. Norðaust- ursvæði nær yfir Norðaustur- kjördæmi og verður miðstöð þess á Akureyri og að síðustu Suðursvæði sem nær yfir Suður- kjördæmi og verður miðstöð þess á Selfossi. Sú ákvörðun að hafa yfirstjórn Norðvesturumdæmis í Borgar- nesi hefur vakið hörð viðbrögð á Isafirði og meðal einstakra þing- manna Norðvesturkjördæmis. Þannig segir Halldór Halldórs- son þæjarstjóri í Isafjarðarbæ í samtali við Bæjarins besta að skipuritið sé ekki í samræmi við gildandi byggðaáætlun ríkis- stjórnarinnar. Kristinn H. Gunnarsson varaformaður sam- göngunefndar Alþingis segir í sama miðli að tillögurnar stingi í augu og verið sé að gengisfella Isafjörð. Þá gagnrýnir Jón Bjarnason alþingismaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi að ekki skuli hafa verið haft sam- ráð við þingmenn kjördæmisins við undirbúning málsins. Sturla Böðvarsson sagði í sam- tali við Skessuhorn að rnenn væru greinilega að misskilja mál- ið, bæði viljandi og óviljandi. „Kristinn H og Jón Bjarnason kvarta undan því að ekki skuli haft samráð. Eg veit engin dæmi um haft hafi verið samráð við þingmenn vegna skipulagsbreyt- inga í einstökum stofnunum. Það hefur verið unnið af mikilli fagmennsku við undirbúning þessa máls af hálfu yfirstjórnar Vegagerðarinnar og sérfræðinga. Markmiðið var að aðlaga stofn- unina að breyttu umhverfi, m.a. INGI TRYGGVASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIRIBORGARNESI KJARTANSGATA 17, Borgarnesi íbúð á efri hæð í tvíbýlishús, 148,8 ferm. og bílskúr 28 ferm. Forstofa dúklögð, skápur. Stofa, borðstofa og hol teppalagt. Fjögur herbergi, þrjú teppalögð og eitt dúklagt. Eldhús dúklagt, spónlögð viðarinnr. Baðherbergi með flísum á gólfi en dúkur á veggjum, kerlaug/sturta, viðarinnr. Geymslur og sameiginl. þvottahús á neðri hæð. Góð staðsetning og mikið útsýni. Verð: 13.300.000 BORGARBRAUT 4, Borgarnesi Iðnaðar- og verslunarhúsnæði á 1. hæð, samtals 185,7 ferm. Húsnæði í ágætu ástandi. Góð aðkoma. Til afhendingar strax. Verð: 10.000.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s. 437 1700, 860 2181, fax 437 1017, netfang: lit@isholf.is - veffang: simnet.is/lit vegna breytinga á kjördæmum.“ Sturla segir það hafa verið mat Vegagerðarinnar að innan hvers kjördæmis ætti að vera einn yfir- maður starfsins alls og einnig að auka þyrfti verkaskiptingu. „Það birtist m.a. þannig í þessu nýja kjördæmi að ísfirðingar fá ný- framkvæmdir á meðan skilamat og eftirlit fer á Sauðárkrók en allsherjarþjónustan verður í Borgarnesi. Með þessu skapast betra tækifæri til að stækka þessa vinnustaði. Það hefur verið ein af bábiljunum í ríkisrekstrinum að ekki væri hægt að færa verk vegna þess að vinnustaðir væru fámennir. Þetta breytta skipulag bregst við þeirri kröfu minni sem ráðherra frá landsbyggðarkjör- dæmi að flytja verkefni út á land. Ef menn eru ekki tilbúnir til að vinna að því verkefni er ég afar undrandi,“ segir Sturla. Til sölu er fasteignin Breiðagata 1a. Fasteignamatsnúmer er 210-2496 Húsið er upphaflega 96 m2 byggt árið 1957 en er með 192 m2 steyptri viðbyggingu frá 1982. Byggingin stendur á lóð við hafnarsvæðið. Ýmsir möguleikar eru á rekstri í þessari byggingu tengt hafnasvæðinu. Þeim sem hafa áhuga á að skoða fasteignina er bent á að hafa samband við Kristján Sveinsson i síma 6603286. Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast Guðmundi Tryggva Sigurðssyni hjá Otíufélaginu ehf. Sími 560 3300. Akraneskaupstaður Húsverndunarsjóður Akraneskaupstabar Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar auglýsir eftir umsóknum til Húsverndunarsjóðs, sbr. ákvæði í 1. gr. 2 mgr. reglna fyrir Húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar en þar segir: "Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á húsnæði eða öðrum mannvirkjum á Akranesi sem sérstakt varðveislugildi hafa af listrænum eða menningarsögulegum ástæðum, enda séu framkvæmdir í samræmi við upprunaíegan byggingarstíl húss og í samræmi við sjónarmið minjavörslu". Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: 1. Undirbuningsframkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráögjafar. 2. Framkvæmda til viðhalds og endurbóta. 3. Byggingarsögulegra rannsokna og útgáfu þeirra. 4. Húsakannana. Umsóknum um styrki úrsjóðnum skulu fylgja greinargóðar verklýsingar og teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum. Byggingarnefnd getur kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum eftir því sem þurfa þykir að mati nefndarinnar. Byggðasafn Aki veita umsögn um styrkumsóknir. Akraness og nærsveita skal Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á aö leita eftir áliti Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síbar en 27. febrúar 2004 á skrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Frekari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi að Dalbraut 8 eöa í síma 433 1051. Reglur fyrir húsverndunarsjóðinn er hægt að skoða í heild sinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is A Akranesi, 21. janúar 2004. Skúli Lýösson, byggingarfulltrúi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.