Skessuhorn - 28.01.2004, Blaðsíða 16
<Vípx
PÓSTURINN
ItlllP r WWW.pOStur.is
Þú pantar,
Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land
LATTU
OKKUR
FÁ ÞAÐ
ÓÞVEGIÐ
UILDKQÍ
Efnalaugin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 437 1930
& www.spm.is &
Hallbera Eiríksdóttir
/
- Iþróttamaður ársins 2003 í Borgarbyggð
Sl. föstudagskvöld fór fram
kjör á Iþróttamanni Borga-
byggðar í Iþróttamiðstöðinni í
Borgarnesi. Veittar voru við-
urkenningar til íþróttamanna
sem deildir og félög höfðu til-
nefnd til valsins en það er
Tómstundanefnd Borgar-
byggðar sem heftrr veg og
vanda af valinu.
Hallbera Eiríksdóttir, Umf.
Skallagrími var valin frjálsí-
þróttamaður ársins, Benedikt
Líndal, Skugga var valinn
hestamaður ársins, Pálmi Þór
Sævarsson Umf. Skallagrími
var valinn körfuknattleiksmað-
ur ársins, Einar Þ. Eyjólfsson
Umf. Skallagrími var valinn
knattspyrnumaður ársins, Guð-
Nýja blokkin
loksins klár í leigu
Nýja blokkm s.k. befiir tekiS stakkaskiptum á síiustu árum.
Höfðabraut 16-18 eða Nýja
blokkin eins og hún er nefhd í
daglegu tala á Akranesi hefur
fengið andlitslyftingu. Bærinn
seldi blokkina í byrjun árs 2002
og átti fyrirtækið Verk-Vík hag-
stæðasta tilboðið. Framkvæmd-
um er nú að ljúka og íbúðimar
verða leigðar út.
Blokkin hefur gjörbreyst til
hins betra, en húsið hafði verið í
niðurníðslu um árabil. Skipt var
um allt gler og flesta glugga.
Allar svalir steyptar upp að nýju,
skipt um þak, rennur og niður-
föll. Bílskúrarnir einangraðir og
múraðir og gengið ffá malbik-
uðu bílaplani og steyptum stétt-
um. Að innan var meira og
minna allt hreinsað út og skipt
um raflagnir, pípulagnir og svo í-
búðirnar standsettar.
Að sögn Gunnar Pétur Arna-
sonar eiganda Verk-Víkur má
segja að verkið sé á áætlun.
Leiðin var að vísu ekki bein og
breið, en vinna var lögð niður
um tíma vegna deilna við leigj-
endur. Nú í verklok em tveir að-
ilar sem verið hafa inni allan
tímann og sýnt þessum aðgerð-
um fullan skilning. Gunnar seg-
ir að ekki hefði mátt tæpara
standa með þakið og með ólík-
indum að það hafi hangið á svo
lélegt var það orðið. Aðspurður
hvernig honum líki við að standa
í byggingaframkvæmdum á
Akranesi segist Gunnar það
ánægður að hann sé ákveðinn í
að byggja hér meira og er að
vonast eftir að fá lóð undir átta í-
búða fjölbýlishús á tveimur hæð-
um við Eyrarflöt. „Eg stefhi á að
byrja þar í vor. Ég hef mikla trú
á staðnum og tel að hér sé fram-
tíðin björt.“ Gunnar tók það
sérstaklega ffam hversu mikill
munur það væri fyrir smærri
verktaka að byggja á Akranesi
miðað við í Reykjavík. „Þegar
kemur að því að breyta einhverju
í Reykjavík er engu við haggað
nema fyrir stóm fyrirtækin, hér
hins vegar hafa skipulagsyfirvöld
skilning og koma til móts við
okkur verktaka sem eram að
reyna að byggja hús sem við get-
um selt.“
Það er fyrirtækið Leigufélagið
ehf. sem sér um útleigu og sam-
skipti við leigjendur. Fyrirtækið
hefur boðið Akraneskaupstað að
gera langtímaleigusamning um
einhverjar íbúðir og á síðasta
fundi bæjarráðs var bæjarstjóra
og sviðsstjóra fjölskyldusviðs
falið að skoðað málið. Undan-
farið hefur vantað félagslegar
leiguíbúðir og myndast hefur
langur biðlisti eftir leiguíbúðum.
Ljóst er að með samningi við
Leigufélagið væri stigið ákveðið
skref til að leysa það mál.
rnundur Daníels-
son, Golfklúbbi
Borgarness var val-
inn golfari ársins,
Helgi Sveinsson
Kveldúlfi var valinn
íþróttamaður
Kveldúlfs og
Trausti Eiríksson
Umf. Skallagrími
var valinn badmint-
onmaður ársins.
Ur tilnefningum
ákvað Tómstunda-
nefnd að útnefna
Hallberu Eiríksdótmr frjálsí-
þróttamann sem Iþróttamann
Borgarbyggðar árið 2003.
Stjórn Ungmennafélagsins
Skallagríms veitti viðurkenn-
ingar frá stjórn Skallagríms til
þeirrar deildar sem þótti hafa
staðið sig best á liðnu ári og
fékk badmintondeildin þá við-
urkenningu að þessu sinni.
Einnig veitti stjórnin starfsfólki
íþróttamiðstöðvarinnar viður-
kenningu fyrir þjónustu og
hjálpsemi við íþróttastarfið á
liðnum árum.
Heiðar Ernest Karlsson fékk
viðurkenningu úr Minningar-
sjóði Auðuns Hlíðkvists Krist-
marssonar og þjálfarastyrkur
var í fyrsta skipti veittur úr
sjóðnum og hlutu hann að
þessu sinni þjálfarar úr knatt-
spyrnu og körfuknattleiksdeild.
Jófríður Sigfúsdóttir fékk við
sama tækifæri viðurkenningu
fyrir störf sín í þágu íþrótta- og
æskulýðsmála sveitarfélagsins.
OPINN FUNDUR UM VEITU-
OG RAFORKUMÁL í BORGARFIRÐI
Opinn fundur um veitu- og raforkumál verður haldinn
á Hótel Borgarnesi, fimmtudagskvöldið 29. janúar
kl.20.30. Helstu málefni fundarins eru; ný vatnsveita
í Borgarbyggð, breytingar á raforkulögum,
virkjunarmöguleikar í Hvítá og möguleg aðkoma
Orkuveitu Reykjavíkur að uppbyggingu
atvinnutækifæra í Borgarbyggð.
Frummælendur á fundinum verða; Asgeir Margeirsson,
aðstoðarforstjóri OR, Þorleifur Finnsson sviðsstjóri
nýsköpunarsviðs OR, Þorgeir Einarsson, aðstoðarsviðsstjóri
tæknisviðs OR, Bergþór Þormóðsson, forstöðumaður
jaðarveitna hjá OR og Jakob Friðriksson verkfræðingur hjá OR
BORGARBYGGÐ
Allir velkomnir
Orkuveita
Reykjavíkur