Skessuhorn - 03.03.2004, Page 1
Vegafé notað til minkarannsókna
Hneyksli, segir formaður Félags atvinnuveiðimanna - Kominn tími til að
prófa nýjar leiðir segir forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands
Náttúrustofa Vesturlands er
nú að leggja lokahönd á skýrslu
um fyrri hluta rannsókna á áhrif-
um vegfyllingar í Kolgrafarfirði
á minkastofninn á svæðinu.
Rannsóknirnar eru eitt af þeim
skiljtrðum sem sett voru inn í
umhverfismat fyrir vegafram-
kvæmdir í Kolgrafarfirði.
Skessuhorn hefur ekki fengið
nákvæmar upplýsingar um
kostnað við rannsóknirnar en
eftir því sem næst verður komist
hleypur hann á bilinu 15-17
milljónir króna.
Vegagerðin samdi við Nátt-
úrustofn Vesturlands um fram-
kvæmd rannsóknarinnar og er
kostnaðurinn greiddur af vegafé
en það eru ekki allir sáttir við.
Snorri Jóhannesson bóndi og
veiðimaður á Augastöðum í
Borgarfirði er formaður nýstofh-
aðst Félags atvinnuveiðimanna í
ref og mink. Hann segir þessar
rannsóknir ekki eiga neinn rétt á
sér. „Það er náttúrulega hneiksli
að á meðan verið er að undirbúa
að útrýma minknum sé verið að
eyða stórfé í að rannsaka áhrif og
því hvemig einn vegspotti fer í
skapið á honum," segir Snorri.
„Ef menn hafa áhuga á að vita
hvernig minkurinn hagar sér þá
eiga þeir sjálfir að greiða þann
kostnað en svona duttlunga á
ekki að fjármagna með vegafé á
meðan ekki era til peningar til að
laga ræsi eða bera ofan í sveita-
vegi,“ segir Snorri.
Ingvi Arnason hjá Vegagerð
ríkisins í Borgarnesi sem er eftir-
litsmaður með ffamkvæmdum í
Kolgrafarfirði, staðfesti í samtali
við Skessuhorn að Vegagerðin
kostaði umræddar rannsóknir en
hvorki hann né Magnús Valur
Jóhannsson voru tilbúnir til að
gefa upp kostnaðinn. Snorri full-
yrðir að hann sé um 17 milljónir
króna en Róbert Stefánsson for-
stöðumaður Náttúrastofu Vest-
urlands sagði í samtali við
Skessuhom í gær að hann væri
nær því að vera um 12 milljónir
án vsk. (15. milljónir með vsk.)
en hafði ekki staðfesta tölu við
hendina.
Róbert segir ástæðu þess að
farið var í umræddar rannsóknir
vera þær að það hafi komið ffam
stjórnsýslukæra á umhverfismat-
ið á þeim forsendum að ekki hafi
verið tekin með í reikninginn
hætta á að mink myndi fjölga á
svæðinu með tilkomu vegfyll-
ingarinnar. „Umhverfisráðherra
tók tillit til þessarar kæru með
því að setja inn skilyrði um rann-
sóknir á áhrifum vegfyllingarinn-
ar á minkastofninn. Við tókum
þessar rannsóknir að okkur fyrir
eins lágt verð og okkur var unnt.
Við erum núna að Ijúka fyrri
hluta rannsóknarinnar sem felst í
því að kanna stofhstærð svæðis-
ins fyrir gerð vegfyllingarinnar
en eftir fimm ár munurn við
meta stöðuna aftur og fá þannig
út niðurstöðu," segir Róbert.
Aðspurður um núverandi
stofnstærð minksins í Kolgrafar-
firði segir Róbert að einungis
einn minkur hafi veiðst í lífgildr-
ur á meðan á rannsókninni stóð.
„Það kom okkur reyndar mjög á
óvart að sjá aðeins þennan eina
sem var þarna eins og kóngur í
ríki sínu.
Um gagnrýni Snorra segir
Róbert að þeir séu sammála um
þau megin markmið að draga úr
tjóni af völdum minks en ekki
um leiðirnar. „Það er búið að
reyna ffá því 1971 að útrýma
mink með veiðum en án þess að
árangurinn hafi verið ásættan-
legur. Nú er kominn tími til að
prófa nýjar leiðir og við þurfum
fyrst að komast að því hvað við
eram með í höndunum og það
gerist fyrst og ffemst með rann-
sóknum." GE
Fegurstu
fljóðin
Fegurðarsamkeppni Vest-
urlands verður haldin þann
20. mars n.k. og að vanda
verða keppendur kynntir í
Skessuhorni. Fyrstu fjórar
stúlkurnar prýða blaðið að
þessu sinni. Sjá bls. 9.
Snæfellingar deildarmeistarar í Úrvals-
deild fvrstir liða utan suðvesturhomsins
Snæfell náði þeim
glæsilega árangri síð-
astliðinn sunnudag að
tryggja sér deildar-
meistartitil í Úrvais-
deildinni í körfu-
knattleik. Frá því úr-
slitakeppni um Islands-
meistaratitilinn var tek-
in upp árið 1984 hafa
Suðurnesjaiiðin skipst
á að hampa honum
utan eitt skipti sem KR
varð deildarmeistari.
Þetta var ekki eini
deildarmeistaratitillinn
sem kom á Vesturland
um helgina því á föstu-
dagskvöidið tryggðu
Skallagrímsmenn sér
deildarmeistaratitilinn í
1. deild.
Sjá nánar á bls. 14 og
15.
óð kauo - alla daga
Tilboðin gilda frá 4. mars til 9. mars eða meðan birgðir endast.
ve
Góð Kaup! Verð áður Góð Kaup! Verð áður I
\ Kjúklingur 1/1 frosinn 269 kg. 389 kg. X-tra Pasta skrúfur 500 gr. 59,- 79,-
: Gourmet Bláberjalæri 1367 kg. 25% afsláttur X-tra Hafrakex 400 gr. 88,- 99,- !
Villisveppaofnsteik 1438 kg. 25% afsláttur X-tra Sorppokar 10 stk. 119,- 149,-
X-tra Ofnfranskar 1 kq. 179,- 199,- X-tra Bómullarskífur 80 stk. 98,- 119,-
X-tra Blómkálsblanda 1 kg. 189,- 229,- X-tra Shampoo 500 ml. 129,- 149,-
! X-tra Aprikósur 1/2 ds. 79,- 99,- X-tra WC Pappír 8 stk. 199,- 228,- |