Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2004, Page 2

Skessuhorn - 03.03.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004 unójunui.. Til minnis Gleðigjafann Ingimar sem spil- ar kl. 23.00 á föstudag í Mat- stofunni í Borgarnesi. Þarf að minnka minkarannsóknir? Án vafa en auka veiðarnar. Það er ástæðulaust að rann- saka dýr sem aetlunin er að útrýma. Snorri Jóhannesson, bóndi og skotveiðimaður á Augastöð- um hefur mótmælt rannsókn- um á mink í Kolgrafarfirði. m VeðurhorfMr Það verður þurrt og hálfskýjað á föstudag og laugardag, fremur stillt og gott veður. Á sunnudaginn á hins vegar að rigna. Hiti 2-6 stig. Túnavinnufólk hjá Akraneskaup- stað fær sína desemberuppbót Anægjuleg niðurstaða segir formaður Verkalýðsfélags Akraness Eins og fram hefur komið í Skessuhorni mótmælti Verka- lýðsfélag Akraness því að Akra- nesbær greiddi ekki orlofsbætur og desemberuppbót til tíma- vinnufólks fyrir árið 2003. Akranesbær vísaði til túlkunar samstarfsnefndar launanefndar sveitarfélaganna og Starfs- greinasambands Islands og bókunar þar að lútandi frá 23. desember s.l. Málið var tekið fyrir á fundi samstarfsefndarinnar þann 25. febrúar s.l. og þar var afstaða nefndarinnar endurskoðuð og fallist á röksemdir Verkalýðsfé- lags Akraness. Tímavinnufólki hjá Akranesbæ verða því greiddar orlofsbætur og desem- beruppbót eins og verið hefur. „Við höfðum rétt fyrir okkur og höfum fengið það staðfest og erum ánægð fýrir hönd okk- ar skjólstæðinga,“ segir VII- hjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir að um sé að tefla mikla fjármuni þar sem maður í fúllu starfi eigi rétt á 53.700 krónum í desemberuppbót og 10.000 kr. í orlofsuppbót. „Fólki rnunar um minna þannig að þetta er ánægjuleg niður- staða“ Förum eftir leikreglum „Samningaumboðið okkar er hjá launanefnd sveitarfélaga og þar fer fram túlkun á samning- unum. Verkalíðsfélag Akraness var ekki sammála túlkun launa- nefndarinnar og ekki heldur sammála sínu fólki í Starfs- greinasambandinu, því það var sameiginleg niðurstaða LN og SGS í desember að okkur bæri ekki að greiða orlofsuppbót og desemberuppbót til tímavinnu- fólks,“ segir Jón Pálmi Pálsson bæjarritari Akraneskaupsstaðar. „Þegar erindið kom til okkar að nýju eftir mótmæli Verkalýðsfé- lagsins varþví vísað til samn- ingsaðila. Þeir hafa nú breytt fýrri samþykkt sinni og komist að því að okkur beri að greiða þessar bætur og við unum því að sjálfsögðu. Við erum ekki að Vilhjálmur Birgisson Jón Pálmi Pálsson brjóta á neinum heldur förum eftir leikreglum á hverjum tíma.“ GE Samið við Sveinbjöm um upp- byggingu við Kirkjubraut Spnmin^ vikijnnar ( síðustu viku var spurt þess- arar persónulegu spurningar: „Ertu hrædd(ur) við myrkrið? Já, ofboðslega, svöruðu 9,9%, já dálítið sögðu 12,3%, Nei og þó sögðu 13,6%, Nei ekkert svo svöruðu 17,3% og Nei, hreint ekki sagði mikill meiri- hluti, eða 46,9%. Af því drög- um við þá ályktun að Vest- lendingar séu yfirhöfuð ekki sérlega myrkfælnir og ekki slæmt að vita það. I þessari viku spyrjum við:Til hvoða fjármálastofnunar I land- inu berð þú mest traust? Takið afstöðu á skessuhorn.is Vestlendiri^ijr vikijnnar Er að sjálfsögðu Bárður Ey- þórsson þjálfari Snæfells í körfubolta og hans menn sem urðu deildarmeistarar í úr- valsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag. Samið hefur verið við bygg- ingafýrirtækið Sveinbjörn Sig- urðsson hf um byggingu versl- unar- og íbúðabyggingar á svo- nefndum Hvítanesreit á Akra- nesi í samræmi við þær hug- myndir sem lagðar hafa verið fýrir skipulags- og umhverfis- nefnd. Bæjarráð staðfesti sam- komulagið á síðasta fundi sín- um. Samkvæmt samkomulag- inu er stefnt að því að nauðsyn- legum undirbúningi ljúki eigi síðar en í maí n.k. Þar innifalið eru uppkaup eigna og vinna við gerð deiliskipulags ofl. Tillag- an skal unnin í samvinnu og höfðu nánu samráði við skipu- lags- og umhverfisnefnd. Mið- að við samkomulagið munu svo eiginlegar byggingafram- kvæmdir hefjast eigi síðar en í júlí nú í sumar. Leitast verður við að útlit bygginga og umhverfi þeirra falli vel að aðliggjandi byggð og að aðgengi verði gott. -háp Setíð um eittog hálítár á fundum í síðustu viku hélt bæjar- ráð Akraness fund nr. 2800. Gísli Gíslason bæjarstjóri hefur sinnt starfi bæjarstjóra og áður bæjarritara nú í rúmlega átján ár. A þeim tíma hefur hann setið um 1.010 bæjarráðsfundi og 350 fundi bæjarstjórnar og er ó- líklegt að aðrir á Akranesi hafi setið fleiri slíka fundi. Ef miðað er við 2 klst að meðaltali á hvern fund þá hefiir Gísli setið 2.720 tíma eða 68 vikur, sem gerir 17 mánuði eða tæpt eitt og hálft ár. Geri aðrir betur. -háp Þýtt á pólsku Grundarfjarðarbær ásamt Fjarðarbyggð og Isaíjarðar- bæ hafa þýtt staðlaða húsa- leigusamningi á pólsku. Pól- verjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi en nokkur fjöldi þeirra býr í Grundarfirði. Við kornu þessa fólks til landsins er eitt af fýrstu verkum þess að gera leigusamninga um húsnæði og því er um mjög gagnlega vinnu að ræða fýrir það. Imyndið ykkur bara ef þið væruð nýkomin til Pól- lands, kynnuð ekki málið, þyrftuð að leigja hús og ætt- uð að skrifa undir pólska pappíra! MM Aðstoð- arskóla- meistari ráðiim Gengið hefur verið frá ráðningu aðstoðarskóla- meistara við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefur Pétur Ingi Guðmundsson verið ráðinn í stöðuna. Hann hef- ur störf í marsmánuði og mun aðstoða skólameistara við undirbúning skólastarfs- ins. Sambýliskona Péturs Inga er Guðbjörg Gunnars- dóttir þjóðgarðsvörður Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. (Af heimasíðu FS)

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.