Skessuhorn - 03.03.2004, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004
auliSSUlIUt.
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fdx: 433 5501
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098
Blaðamaður: Hrofnkell Proppé 892 2698
Auglýsingar: íris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Fromkvæmdostjóri: Magnús Mognússon 894 8998
Prentun: Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
hrofnkell@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
mognus@skessuhorn.is
Skessuborn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
433 5500
Minnkandi
vegabætur
Fyrir fáum dögum varð ég fyrir því
óláni að aka bifreið minni eftír vegar-
slóðum í minni gömlu heimasveit,
Lundarreykjadalnum. Þegar ég var skammt á veg kominn inn
þennan bráðfagra borgfirska dal lentí ég í samskipskiptaörðugleik-
um við þúst sem þar var á veginum, og var á þeim tíma hluti af
vegakerfi sveitarinnar. Lauk okkar viðskiptum á þann veg að bif-
reiðin varð fyrir umtalsverðu hnjaski sem lýstí sér í því að eitthvað
stykki sem bifvélavirkinn kýs að kalla spyrnu mun hafa brostið og
er bifreiðin nokkru niðurlútari á eftír, í norðausturhorninun vel að
merkja. Umrædd ójafna á veginum slapp hinsvegar ósködduð á eft-
ir en tíl að forða henni frá hugsanlegu hnjaski hefur hún verið fjar-
lægð af veginum að því að mér er tjáð.
Þar sem ég og umrædd bifreið höfum víða velkst um vegi lands-
ins og samið allbærilega er ekki laust við að ég finni nokkuð tíl með
henni þar sem hún stendur hnýpin og spymubrotin og bíður lækn-
ingar. Á tímabili varpaði ég ábyrgðinni yfir á Vegagerðina fyrir að
hirða Iítt um vegabætur í minni uppáhaldssveit. Var ég meira að
segja á tímabili búinn að byggja mér upp ágætis skammt af reiði í
garð þessarar annars ágætu stofnunar.
Það var reyndar ekki fyrr en núna rétt áðan sem Vegagerðin fékk
loks uppreisn æru í mínu hugskoti en þá las ég frétt á forsíðu
Skessuhoms, hér litlu framar, þar sem fjallað er lauslega um afar
gagnmerkar og löngu tímabærar rannsóknir á viðbrögðum minks
nokkurs á Snæfellsnesi við bættum samgöngum í hans heimasveit.
Fyrir þessar rannsóknir þarf Vegagerðin víst að greiða haug af pen-
ingum, sem hefði annars verið hægt að nota til að fjarlægja fyrr-
nefiidan aðkomuhól á veginum í Lundarreykjadal og jafhvel ýms-
ar fleiri ójöfnur á þeirri leið.
Þessi uppgötvun dugði mér fulkomlega og sannfærði mig um að
Vegagerðin væri alls ekki svo slæm. Að vísu fór ég aðeins að velta
fyrir mér nauðsyn þessara rannsókna ekki síst í Ijósi þess að sjálfur
framkvæmdi ég fyrir mörgum árum sambærilega atferlisrannsókn
á mink, nákvæmlega einum eins og í fyrrnefndu tilfelli. Niðurstöð-
ur úr þeirri rannsókn skulu hér með birtar ef þær kynnu að hafa í
för með sér einhvern sparnað í framtíðinni.
Rannsóknin var tvíþætt og skilaði eftírfarandi niðurstöðu:
Minnkurinn var æstur og órólegur þangað til ég náði honum. Eft-
ir það var hann afar rólegur og hefur verið síðan að því er ég best
veit. Þetta var ekki flókin rannsókn og alls ekki kostoaðarsöm.
Sannað var það sem ég velti aðeins fyrir mér í tengslum við nýj-
ustu minkaransóknirnar en það er hvaða gildi það hefur að vita
hvernig minkurinn hefur það þegar það er yfirlýst stefna að útrýma
honum. Það er reyndar svolítíð svipað og að spyrja mann sem
leiddur hefur verið fyrir aftökusveit, hver hans ff amtíðaráform séu.
Gísli Einarsson, minkarannsóknarmaður
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Ný málningarbúð
Fleiri fyrirtæki verða framvegis f húsinu að Þjóðbraut 1.
Unnið er að uppsetningu
nýrrar verslunar í húsinu að
Þjóðbraut 1 á Akranesi. Versl-
unin, sem bera mun nafnið
Slippfélagið - Litaland, verður
opnað í því rými sem áður
hýsti bílasöluna Bílás en á
sama tíma og hún opnar hætt-
ir Málningarþjónustan sem til
margra ára hefur verið við
Stillholt. Bílás hefur nú flutt
sölustarfsemi sína í næsta rými
norðar í húsinu en auk þessara
tveggja fyrirtækja er Eldvörn
til húsa að Þjóðbraut 1.
MM
Fiðlusveitin var með atriði á kaffitónleikum í sal Fjölbrautaskólans
Blómlegt tónlistarlíf
á Akranesi
Opnu dagar Tónlist-
arskóla Akraness voru
haldnir 26. - 28. febrúar
sl. Að sögn Lárusar Sig-
hvatssonar skólastjóra
Tónlistarskólans tókust
Opnu dagarnir mjög vel
í alla staði. Milli 80 - 90
manns komu í hádeginu
sl. fimmtudag, hlýddu á
tónlist og gæddu sér um
leið á gómsætri súpu.
Eftir matinn fóru svo
nemendur skólans og
spiluðu fyrir þakkláta á-
heyrendur á Höfða, E-
deild SHA og Fjöliðj-
um á sal FVA. Þar var boðið
upp á stanslausa tónlist í tvo og
hálfa klukkustund eða á milli 40
-50 atriði. Að sögn Lárusar er
mikil aðsókn í Tónlistarskól-
ann og hann fullsetinn. Nú
stunda yfir 300 nemar nám
undir handleiðslu 17 kennara.
Nú eru 50 manns á biðlista en
mest er ásóknin í gítar og pí-
anónám. I skoðun er hvort
hægt sé að fjölga nemendum án
þess að fjölga kennurum og
segir Lárus að það muni skýrast
á næstu dögum.
-hdp
unm. A föstudegmum
var svo stanslaus dagskrá frá
morgni til kvölds sem byrjaði
með námskeiðum fyrir nem-
endur Tónlistarskólans sem eru
á grunnskólaaldri. A námskeið-
unum var lögð áhersla á hrynj-
anda, takt og hreyfingu og s.k.
stomp þar sem hversdagslegir
hlutir eru nýttir sem hljóðfæri
s.s. strákústar og hrognatunnur.
Eftir hádegi bauðst gestum og
gangandi að skoða skólann,
prófa hljóðfærin og fá ráðlegg-
ingar hjá tónlistarkennurum.
Opnum dögum lauk svo með
kaffitónleikum á sunnudegin-
Þessi unga stúlka mætti auðvitað uppá-
búin í tónlistarskólann og blés af fullum
krafti í hornið.
Forsíða blaðsins á sfðasta ári
Vestur-
land 2004
Stefnt er að útgáfu hins
árlega ferðablaðs; Vestur-
lands 2004 fyrir lok apríl í
vor. Þetta er í sjötta skipti
sem blaðið kemur út og er
það fyrir löngu orðinn fastur
liður í kynningu og mark-
aðssetningu ferðaþjónustu á
Vesturlandi. Blaðið verður
prentað í 18.000 eintökum
og dreift til allra sumarhúsa-
eigenda á Vesturlandi auk
þess sem það liggur frammi
á upplýsingmiðstöðvum,
verslunum og öðrum við-
komustöðum ferðafólks.
Um dreifingu blaðsins sér
Upplýsinga- og kynningar-
miðstöð Vesturlands. Efnis-
tök í blaðinu verða með
svipuðutn hætti og undan-
farin ár þar sem í bland fer
umfjöllun um athyglisverða
staði, viðburðadagatal sum-
arsins, þjónustuskrá og ýmis
annar fróðleikur. Blaðið er
einvörðungu fjármagnað
með sölu auglýsinga en um
sölu þeirra sér að þessu sinni
Þuríður Jóhannsdóttir. Hún
hefur tölvupóst:
vesturl and2 004@skessuhorn
.is Sími 433-5500. Umsjón
með efni hefur Magnús
Magnússon; tölvupóstfang:
magnus@skessuhorn.is og
farsími 894-8998.
MM
/
Aframhald-
andi upp-
sveifla
I pistli byggingafulltrúa
Akraneskaupstaðar sem er á
heimasíðu bæjarins kemur
ffam að árið 2003 voru 112
íbúðir í byggingu. 55 nýjar
íbúðir voru teknar í notkun
sem er örlítið rneira en árinu
áður. Við síðustu áramót
voru 57 íbúðir í byggingu og
búið að veita byggingarleyfi
fyrir 47 örðum. Það er því
útlit fyrir að áframhald verði
á uppsveiflu í byggingariðn-
aði á Akranesi.
-háp