Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2004, Síða 6

Skessuhorn - 03.03.2004, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004 jníajimui.. • y?e/-)//iu/ ('(/‘tnutai' Umsjón: Iris Arthúrsdóttir HUSRAÐ Til að koma í vegjyrir að púður- sykurinn verði eins og steypuklump- ur er gott að geyma brauðbita í boxinu. Efþað gleymist og sykurinn harðnar má stinga honum smá- stund á vægum hita í örbylgjuna og hann linast upp. Opnir dagar í Fjölbraut Perubomba Þessi sælkeraterta er í uppá- haldi á mínu heimili og fastur liður í öllum afmælum. Þetta er gömul og góð uppskrift sem búið er að breyta og aðlaga að smekk heimilismeðlima. Hún er sæt og djúsí og bókað mál að hún hverfur eins og dögg fyrir sólu. 1 Svampbotn (aö eigin vali eða úr búð) 1 Marengsbotn (að eigin vali eða úr búð) 1 dós perur 1 Peli ijó?ni Siíkkulaðikrem: 3 eggjarauður 4 mskflórsykur 100 gr. suðusúkkulaði 1 Peli rjómi Eggjarauður og flórsykur þeytt vel. Bræddu súkkulaði bætt í og þeytt á meðan. Rjóm- inn þeyttur og blandað í smá skömmtum í súkkulaðihræruna. úr því svo það hjúpi kökuna. Skreytið síðan að vild td. með marengstoppum, súkkulað- iskrauti eða ávöxtum. Fullt nafn: Hjörtur Björgvin Amason Fæðingardagiir og ár: 4. maí 1952 Starf: Fratnkvœmdastjóri Shell í Borgamesi Fjölskylduhagir: Giftur og á jjögur börn Hvemig bíl áttu: Toyota Hi Lux árg. 1988 Vppáhalds matur: Grillaðar lambalundir Uppáhalds drykkur: Isköld léttmjólk (og Homeblest) Uppáhalds sjónvarpsefni: Spaugstofan Uppáhalds sjónvarpsmaður: Omar Ragnarsson Uppáhalds leikari innlendur: Gunnar Eyjólfsson Uppáhalds leikari erlendur: Tom Hanks Besta bíómyndin: Shawshank Redemption Uppáhalds íþróttamaður: Eiður Smári Guðjonsen Uppáhalds íþróttafélag: Fram Uppáhalds stjórmnálamaður: Davíð Oddsson Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Egill Ólafsson Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Luciano Pavarotti Uppáhalds rithöfundur: Einar Kárason Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni: Hlynntur Hvað meturðu mest ífari annarra: Hreinskilni Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Oheiðarleiki Hver er þinn helsti kostur: Þolinmæði Hver er þinn helsti ókostur: Óþolinmæði Hefiir þú áður rekið hótel: Nei Hvemig leggst fyrirhugaður hótelrekstur í þig: Mjög vel Hyggist þið hjón halda áfi-am að reka Shellstöðina við Brúarsporðinn: Já Dagana 25.-27. febrúar fóru fram opnir dagar við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þema daganna í ár var sköpun og voru haldin fjöl- mörg námskeið sem öll reyndu á sköpunargáfu nemenda skól- ans. Samtals var boðið upp á 32 námskeið þannig að allir nemendur skólans ættu að hafa fundið sér eitthvað við hæfi. Meðal námskeiða sem var boð- ir upp á var jeppaferð þar sem farið var upp á Langjökul, skrautskriftarnámskeið, köku- skreytingarnámskeið, flug- drekasmíði, sandkastalakeppni, öskupokagerð, línudansnám- skeið, gellunámskeið þar sem ýmiskonar förðun var kennd svo fáein námskeið séu nefnd. Það voru bæði nemendur og kennarar sem sáu um kennslu á námskeiðunum en einnig var fagfólk í ýmsum greinum feng- ið til að sjá um sum námskeið- in og viljum við nemendur skólans þakka þeim fyrir að gefa sér tíma til að koma og leiðbeina okkur. Á föstudegin- um voru verkin sem unnin voru á opnum dögum til sýnis í skólanum. Allir voru boðnir velkomnir til að líta á afrakstur þessara opnu daga sem tókust einstaklega vel miðað við und- irtektir nemenda sem skemmtu sér vel. Fréttir frá FVA á þessari síðu eru unnar afnemendum á Fjölmiðlanámskeiði á opn- um dögum í skólanum í síð- ustu viku og kann Skessu- horn þeim bestu þakkir fyrir. Það viðraði vel til sandkastalagerðar á Langasandi í síðustu viku. Fjölbrautaskólanemar voru með sandkastalakeppni sem virkaði hvetj- andi. Þessir tveir voru allavega mættir með réttu græjurnar í slíkar byggingaframkvæmdir. hönnun og leikmyndasmíði. Það vekur athygli að leiklistar- hópur skólans tekur þann pól í hæðina að sýna barnaleikrit í ár og sagði Þóra Geirlaug Bjart- marsdóttir formaður Leiklistar- klúbbs FVÁ, þegar blaðamaður náði af henni tali, að megin ástæðan fyrir því að leiklistar- klúbbur skólans setji upp barna- leikrit sé sú að aldrei áður hafi verið sett upp barnaleikrit á veg- uin skólans og þau hafi viljað prófa eitthvað nýtt. Aðalhlutverk eru í höndum Guðmundínu Arndísar Haraldsdótt- ur sem fer með hlut- verk Soffíu frænku, Þórs Bíno Friðriksson- ar sem leikur Bastian, og svo eru það þeir Sig- urbjöm Gíslason, Hall- ur Guðjónsson og Hjalti Heiðar Jónsson sem fara með hlutverk ræningjanna. Þórður Birgisson Lið FVA í sjónvarpið I þriðja skipti í sögu Fjöl- brautaskóla Vesturlands kemst spurningalið skólans í átta liða úrslit „Gettu betur-keppninnar“ vinsælu og þar með í sjónvarpið. Einnig er þetta í fyrsta skipti sem liðið vinnur tvær viðureignir í röð. Til að komast í átta liða úrslit þurfti liðið að sigra Fjölbrauta- skóla Norðurlands-Vestra í fyrstu umferð og lið Mennta- skólans á ísafirði í annarri um- ferð. Báðar þessar viðureignir voru æsispennandi og mjótt var á mununum. I liði FVA em þrjú ungmenni sem heita Heiðar Lind Hansson, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson og em þau í óða önn að undirbúa sig fyrir næstu viðureign í keppninni sem verð- ur þann 4. mars nk. Etja þau kappi við lið Verslunarskóla ís- lands. Keppnin fer fram á Akra- nesi í íþróttahúsinu við Vestur- götu og verður sjónvarpað há viðureigninni í Ríkissjónvarpinu. Stóra spurningin er svo, er þetta liðið sem getur velt stórliði MR af stalli sem sigurvegarar keppn- innar? Jóhannes Guðbrandsson, Heiðar Lind Hansson og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skipa lið FVA í Gettu betur. Gott að kæla kremið í ískáp þar til það þykknar að- eins. Karamellu- bráð: 25-30 tögg- ur 1 dl rjómi 1 tsk smjör Bræðið allt saman í potti og hrærið í á meðan. og Homeblest Kardemomm u bæri n n Nemendafélag Fjölbrauta- skólans á Akranesi er nú um þessar mundir að setja upp leik- ritið Kardimommubæinn eftir Thornbjörn Egner. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Æfingar standa yfir og er stefnt að því að frumsýna leikritið 14. mars næst- komandi. Að uppfærslunni koma 30 til 40 manns á einn eða annan hátt, þ.e. leikarar og fólk sem vinnur við ýmis önnur verk sem tengjast verkinu, s.s. búninga- Kakan sett saman: Setjið svambotninn á disk, dreypið örlitlum perusafa á hann og hellið megninu af kara- mellukreminu yfir. Þeytið rjómapelann, brytjið perurnar niður í litla teninga, blandið saman og setjið á kökuna. Hellið restinni af karamellunni yfir perurjómann. Setjið marengs- botninn á, hellið súkkuðlaði- kreminu varlega yfir og dreifið Léttmjólk Hjörtur Árnason veitinga- og kaupmaður í Borgarnesi hyggst feta nýjar slóðir á þessu ári og því næsta því framundan hjá honum er að heíja hótelrekstur í Reykholti og byggja nýtt hótel við Hamar í Borgarbyggð. Þar verður um að ræða fyrsta golfhótel landsins. Hjörtur er gestur skráargatsins að þessu sinni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.