Skessuhorn - 03.03.2004, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 3.MARS 2004
jotssuno...
Nýr lyftubaðstóll á
Dvalarheimilið
Lionsklúbburinn Agla færði
Dvalarheimili aldraðra í Borgar-
nesi lyftubaðstól að gjöf nýlega.
Helga Helgadóttir talsmaður
Oglu lét þess getið við afhend-
inguna að stóllinn væri íyrst og
fremst gjöf frá íbúum sveitarfé-
lagsins sem hefðu stutt ötullega
við fjáröflun klúbbsins. Aðal-
tekjulindin fólst í dansleik sem
haldinn var 1. vetrardag og
Lionsklúbburinn sá um. Fyrir
hönd Dvalarheimilisins veitti
Margrét Guðmundsdóttir
stólnum viðtöku og þakkaði fyr-
ir höfðinglega gjöf auk þess sem
hún ítrekaði að Dvalarheimilið
ætti íbúum sveitarfélagsins mik-
ið að þakka fyrir stuðning og
hlýhug gegnum árin. GE
Ap,jún, sept, nóvjtrjátíu hver
einn tíl hinir kjósa sér.
Febriiar tvenna jjórtán ber,
jrekar einn, þá hlaupár er.
Eins og segir í vísunni góðu,
kallast það hlaupár þegar febrú-
armánuður telur 29 daga en slíkt
er jafnan fjórða hvert ár eða þeg-
ar talan fjórir gengur upp í ár-
talið. Slíkur dagur var einmitt sl.
sunnudag en um hlaupár eru
settar reglur til að samræma
fæðingardag
lengd almanaksársins og árstíða-
ársins. Arstíðaárið ræðst af gangi
jarðar um sólu og er sem stend-
ur 365 dagar, 5 stundir, 48 mín-
útur og 45 sekúndur að meðal-
tali. A hlaupársdegi fæðast jafnan
svipað mörg böm og aðra daga
ársins. Eitt slíkt barn fæddist fyr-
ir réttum 20 árum síðan og var
því sl. sunnudag að halda upp á
affnæli sitt í tuttugasta skipti en
einungis fimmta skiptið á réttum
degi.
Sæunn Jónsdóttir eigandi Skóbúðarinnar Borg í Borgarnesi.
Skraut og skór
Skóbúðin Borg í Hyrnutorgi
í Borgarnesi hefur fært út kví-
urnar en Sæunn Oddsdóttir
hefur breytt búðinni og tekið in
breiða vörulínu frá Ice in a
bucket sem notið hefur mikilla
vinsælda hér á landi og hefur
verið fáanleg meðal annars í
verslunum í Kringlunni og
Smáralind.
Meðal þess sem í boði er er
hráskraut, veski, skartgripir, og
ýmsir aðrir fyglihlutir á lágu
verði. GE
Sérstakur afinælisdagur
Afrnælisbarnið heitir Kristín
Þórhallsdóttir og er frá Lauga-
landi í Stafholtstungum. Kristín
stundar nám á náttúmffæðibraut
Menntaskólans á Akureyri og
Iýkur stúdentsprófi nú í vor. Að-
spurð segist Kristín aldrei hafa
verið mismunað vegna þess að
ekki var hægt að halda upp á af-
mæli hennar á réttum degi,
nema fjórða hvert ár. „Hún
mamma passaði vel upp á að mér
væri ekki mismunað vegna þess
að ég væri hlaupársbarn. Við
héldum venjulega upp á afmælið
einhverntíman á bilinu 20. til 28.
febrúar og fundum okkur í stað-
Fyrsta afmæiisveisian sem bar upp á réttan dag. Kristín (við borðend-
ann) að undirbúa blástur á kertin fjögur.
skýrslurnar annan hvorn daginn
við, en hún hafi afþakkað það.
Sækir um dýralæknanám
Kristín var á barns- og ung-
lingsárum afburða íþróttakona
og náði langt í frjálsum íþrótt-
um; æfði spretthlaup og náði
langt í langstökki. Hún var m.a.
Kristfn Þórhallsdóttir með hluta verðlaunagripa fyrir árangur f frjálsum f-
þróttum.
inn einhvern hentugan dag, t.d
öskudag sem oft hefur verið á
þessu tímabili,“ segir Kristín.
„Það var bara gaman að eiga sér-
stakan afmælisdag og ég hefði
ekki viljað skipta. Það fannst öll-
um þetta frekar skrýtinn eða
merkilegur afmælisdagur", bætir
hún við og upplýsir að þegar hún
fæddist hafi mömmu hennar
verið boðið að skrá fæðinguna í
kjörin Borgarfjarðarmeistari í í-
þróttum 15 ára, frjálsíþrótta-
maður Borgarbyggðar a íK
margra annarra viðurkenninga
fýrir góðan árangur í íþróttum.
Nú segist hún vera í pásu frá
reglubundnum æfingum frá því í
haust en passi þó að halda sér í
góðu formi.
En hvað hyggst afmælisbarnið
gera eftir að stúdentsprófinu
lýkur? „Ég er ákveðin í að láta
gamlan draum rætast og er
núna að undirbúa umsókn í
Landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn og ætla að sækja um
dýralæknanám. Eg hef alltaf
haft gaman að dýrum og er
þetta búin að vera stefnan hjá
mér lengi. Það er að vísu erfitt
að komast inn í þetta nám svo
ég hef hóflegar væntingar um
að það takist í fýrstu tilraun“,
segir Kristín. Hún býr nú með
Davíð Þór kærasta sínum á Ak-
ureyri en hann er jafnframt að
sækja um tónlistarnám í Kaup-
mannahöfn. „Það sem við ætl-
um að læra er hvorugt kennt
hér á landi, þannig að það hent-
ar ágætlega að sækja um á sama
tíma út' í Köben.“
Kristín hélt upp á afmæli sitt
á laugardaginn var með tvö-
faldri veislu. „Ég hafði það
verulega huggulegt og bauð
vinkonum mínum í tvöfalda
veislu; bæði fimm ára og tvítugs
afmæli, þær máttu ráða í hvora
veisluna þær mættu,“ sagði
Kristín að lokum.
Skessuhorn óskar Krisínu,
sem og öðrum hlaupársbörn-
um, til hamingju með daginn.
MM
Blómahúsið fer í nýtt húsnæði
Blómahúsið flutti starfsemi
sína yfir á Skagabraut 6 nú sl.
fimmtudag. Blómahúsið hefur
verið staðsett við Kirkjubraut
14 frá því að búðin opnaði í
mars 2001. Nú stendur hins
vegar til að rífa Kirkjubraut 14
eða Piccadilly og byggja þar
Ásthildur Sölvadóttir eigandi
Blómahússins.
Það var margt um manninn á opnunardeginum i nýrri og bjartari búð.
nýtt verslunar- og íbúðarhús-
næði. Asthildur Sölvadóttir
eigandi Blómahússins segir að
flumingurinn hafi tekist vel og
að viðtökur hafi verið ffábærar
á opnunardaginn. „Við hefðum
ekkert verið að flytja ef við
hefðum haldið húsinu áfram, en
nú erum við rosalega fegnar að
vera komin á nýjan stað og
erum viss um að þetta verði
okkur til góðs. Þetta húsnæði
er stærra og bjartara og býður
uppá námskeiðahald.“ Að sögn
Asthildar hefur starfsemin vaxið
jafht og þétt frá byrjun og nú
eru tveir fastir starfsmenn í
búðinni auk íhlaupamanneskja.
„Nú höfum við aukið vöruúr-
valið og horfum björtum aug-
um til framtíðar,“ sagði Asthild-
ur að lokum. -háp
Frá vinstri: Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Helga Helgadóttir, Þóra
Björgvinsdóttir frá Lionsklúbbnurh Oglu, Elín Björg Magnúsdóttir og
Margrét Guðmundsdóttir frá Dvalarheimilinu - með tyftubaðstóiinn á
milli sín Mynd: Guðrún Vala
Hlaupársbamið Kristín Þórhallsdóttir tekin tali
Buðu mömmu að skrá annan