Skessuhorn - 31.03.2004, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 31.MARS 2004
Þær voru glaðbeittar konurnar á Hótel Glym um helgina en þar var námskeiðið „Konur eru kraftaverk"
haldið.
Konur brýndar til breytingar
Konur eru kraftaverk var yf-
irskrift námskeiðs sem 16 kraft-
miklar konur víðs vegar af Vest-
urlandi sátu á Hótel Glym um
síðustu helgi. Námskeiðið var á
vegum Búnaðarsambands Vest-
urlands og var sérsniðið að
þeim breytingum sem margar
konur standa frammi fyrir í
sveitum landsins. Hansína B.
Einarsdóttir, annar tveggja
leiðbeinenda, sagði í samtali við
Skessuhorn að markmið nám-
skeiðsins væri að gera konurnar
hæfari í að takast á við þær
breytingar sem eru að verða á
búháttum. „Við höfum verið að
kenna þeim að glíma við breyt-
ingar og nota til þess óhefð-
bundnar leiðir og reyna þar
með að losa heilann úr viðjum
klassískrar hugsunar,“ sagði
Hansína. Konurnar voru sam-
mála um að mikilvægt væri að fá
nýja sýn á breytingar og hugsa
um þær sem ný tækifæri en ekki
glötuð. Búum er að fækka jafnt
sem þau stækka og verða tækni-
væddari. Það hefur sýnt sig að
oftar en ekki eru það störf
kvenna á búunum sem tæknin
leysir af hendi. „Við viljum ekki
að það fækki í sveitunum, því
verðum við að vera með augun
opin og horfa á nýjar leiðir til
að skapa störf sem fylla í þau
skörð sem myndast við breyt-
ingar í hefðbundnum landbún-
aði“, sagði einn viðmælandi.
Segja má að hér sé á ferðinni
hugmyndafræði grasrótarhreyf-
ingar kvenna í dreifbýli; Lif-
andi Landbúnaður. Þar er
kveðinn sá tónn að konur séu
vannýtt auðlind til sveita, til-
búnar til að takast á við breyt-
ingar og skapa ný tækifæri
sveitunum til heilla. -háp
' twía/mar
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir
espresso )
1/2 líter rjómi (gott að nota
jurtarjóma og venjulegan til
helminga)
Þeytið egg og sykur vel. Leys-
ið matarlímið upp í kaffinu, látið
hitann aðeins rjúka úr því og
þeytið út í. Næst er Daiminu og
rjómanum blandað varlega í.
Sett í form og ffyst.
Súkkulaðisósa:
250 gr Suðimíkklaði (gott að
hafa smá 70% súkklaði með)
1 bolli rjómi
2 msk maple síróp
1 tsk vanilla (eða einhver góður
líkjör)
Saxið súkkulaðið. Hitið
rjómann og sírópið að suðu,
hellið því síðan yfir rjómann og
hrærið í á meðan súkkulaðið
bráðnar. Setjið bragðaukann í
síðast. Þessa sósu er hægt að hita
oftar en einu sinni og geyma inn
í ískáp á milli.
HÚSRAÐ
Aður en dósasúpa er opnuð, hristið
dósina vel og opnið á botninum, súpan
rennur Ijúflega úr.
Daimísterta með mokkaívafi
ís:
3 eggjarauður
100 gr. sykur
3 matarlímsblöð
4-5 Dai?n stykki
(mulin í mat-
vinnsluvél)
1 dl sterkt kaffi
(best að nota
Hver kannast ekki við þá að-
stöðu þegar óvænta gesti ber að
garði og ekkert er til með kaffinu?
Þá er ffábært að eiga eina svona í
ffystinum og geta töffað hana á
borð fyrirhafharlaust. Hún er líka
kjörin sem sætur og svalandi eftir-
réttur eftír góða máltíð. Ef þið
hafið nægan tíma til undirbúnings
þá er afar ljúffengt að bera ffam
með þessu þeyttan rjóma,
súkkulaðisósu, ristaðar möndlu-
flögur og ferska ávexti.
Botn:
3 eggjahvítur
2 dl sykur
2 dl hakkaðar möndlur
1 tsk lyftiduft
Þeytið egg og sykur vel og
vandlega, lyftiduftí og möndlum
bætt í. Sett í springform (setjið
smjörpappír í
botninn) eða
eldfast mót og
bakað á 180° þar
til það fer að taka
lit.
www.nepal.is
Borgfirskir sauðíjár-
bændur á faraldsfæti
m
Sauðfjárbændur í Borgarfirði
fóru í sína árlegu vorferð síð-
astliðinn laugardag og lá leiðin
vestur í Dali í þetta sinn, en
hátt í 60 sauðfjárbændur og
búaliðhéldu yfir Bröttubrekku
á laugardagsmorguninn og á-
líka margir komu til baka aftur
að kvöldi.
Fyrsti viðkomustaður borg-
firskra bænda var Dunkur í
Hörðudal en þaðan var farið í
sláturhúsið í Búðardal. Að lok-
inni úttekt á sláturaðstöðu
Dalamanna var komumönnum
boðið til hádegisverðar í boði
sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Frá Búðardal var haldið að
Lambeyrum til Daða Einars-
sonar bónda og uppfinninga-
manns. Þaðan héldu Borgfirð-
ingar að Króksfjarðarnesi til að
berja augum sláturhúsið þar,
hvar þeir þáðu veitingar að
hætti heimamanna. Frá Króks-
fjarðarnesi var haldið að stór-
býlinu Stað í Reykhólasveit, en
það var endastöðin í þetta sinn.
Heim héldu síðan borgfirskir
sauðfjárbændur, margs fróðari
og kátir vel.
Nýtt hjúkrunar-
heimili á Fellsenda
Minningarsjóður Olafs
Finnssonar og Guðrúnar Tóm-
asdóttur, sem á og rekur hjúkr-
unarheimilið að Fellsenda, hef-
ur fengið samþykkta umsókn
sína í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra vegna byggingar nýs
hjúkrunarheimilis um 1000m2
að stærð.
I fyrstu kostnaðaráætlunum
er gert ráð fyrir að verkið kosti
um 210 milljónir króna.
Ríkið mun leggja til 40%
kostnaðar og Minningarsjóður-
inn mun fjármagna 60%. Þá
hefur heilbrigðisráðuneytið
gefið vilyrði fyrir fjölgun rýma
á heimilinu um 11 þannig að
væntanlega mun fjöldi rýma
aukast úr 17 í 28. Ekki hefur
verið ákveðið endanlega hvern-
ig eldra húsnæði heimilisins
verður nýtt, en það mun vænt-
anlega verða nýtt fyrir starfs-
fólk með einhverjum hætti.
Fljótlega mun hefjast hönnun-
ar- og undirbúningsvinna
vegna framkvæmda. Vilji
stjórnar sjóðsins stendur til að
vinna þetta verk hratt og vel.
Reiknað er með að störfum á
Fellsenda muni fjölga um fimm
eftir stækkunina.