Skessuhorn - 31.03.2004, Side 16
PÓSTURINN
Þú pantar.
Pósturinn afhendir.
? - f www.postur.is
Heimsending um allt land
HÁHRAÐA INTERNET TIL SJÁVAR QG SVEITA
þRÁOLAUSAR NETLAUSNiR FYRIR HEIMILI OG FYRIRTÆKI
SÍMI 544 4454
ILVUiOHDlNH
SSm 894 4980
ífcwww.spmjs
Börnin á Goðheimum í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri hafa undanfarna mánuði unnið að sérstöku
tröllaverkefni þar sem þau hafa skapað skessu eina mikla eins og sést á myndinni. F.v. vinstri Kristbjörg
Harpa, Tinna Rós, Pétur Snær og að sjálfsögðu tröllskessan.
Mynd: Andrea Anna
Byggt yfir eldri borgara í Snæfellsbæ
Á liðnu ári var skipuð nefnd
á vegum Snæfellsbæjar til að
koma með hugmyndir að hús-
næði fyrir íbúa 60 ára og eldri í
Snæfellsbæ. Nefndin hefur
farið ítarlega yfir málið að
sögn Kristins Jónassonar bæj-
arstjóra og stóð til að hún
kynnti sínar hugmyndir á opn-
um fundi í félagsheimilinu
Röst í gærkvöldi.
„Það er ljóst að ef nægilegur
áhugi er fyrir hendi þá verður
fljótlega farið í að byggja íbúð-
ir sem ætlaðar eru fyrir 60 ára
og eldri. Þessar íbúðir verða þá
byggðar af sveitarfélaginu, en
gerður búseturéttarsamningur
við íbúana. Við förum hinsveg-
ar ekki af stað að byggja nema
vilji sé fyrir því að nýta sér
þessa þjónustu og menn séu
tilbúnir að staðfesta hann,“
segir Kristinn.
Skagamenn í 1.
deild í körfunni
Körfuknattleiksfélag ÍA
tryggði sér sæti í 1. deild næsta
vetur í úrslitakeppni 2. deildar
sem fram fór á Vík og Kirkju-
bæjarklaustri um helgina. Ur-
slitakeppnin var leikin í tveimur
riðlum og fóru tvö lið úr hvor-
um riðli í undanúrslit. Skaga-
menn unnu alla sína leiki í
riðlakeppninni með nokkrum
yfirburðum. Undanúrslitaleik-
urinn gegn HK var hinsvegar
nokkuð erfiður e, en hann
endaði með sigri ÍA 77-60. Úr-
slitaleikurinn var síðan gegn
heimamönnum í Drangi en þar
töpuðu Skagamenn 79 -68 og
voru það því Drangsmenn sem
hömpuðu Islandsmeistaratitlin-
um í 2. deild þetta árið.
„Við náðum okkar markmiði
og vonumst til að standa okkur
í 1. deildinni að ári. Við ætlum
hinsvegar ekki að fara geyst en
við ætlum að byggja upp á þess-
um strákum sem við höfum og
gjarnan að reyna að ná til baka
Skagamönnum sem eru að spila
annarsstaðar,“ segir Ragnar
Sigurðsson stjórnarmaður í
KKÍA.
Þjálfari IA er gamla brýnið
Alexander Ermolinskij sem lék
einnig með IA í vetur.
Grundarfjörður/Reynir
komst einnig í úrslitakeppnina
og alla leið í undanúrslit en þar
töpuðu þeir fyrir Drangi.
Mikil hálka var á Fróðárheiðinni á sunnudag og af hennar völdum
urðu tvær bifreiðar viðskila við veginn um stundarsakir. Fólksbifreiðin
á myndinni fór út af veginum á Fróðárheiði sunnanverðri. Engan sak-
aði og náðist bifreiðin óskemmd upp á veginn að sögn lögreglu.
Sama dag fór vörubifreið út af veginum Ólafsvíkurmeginn þegar keðj-
ur á afturhjóli slitnuðu. Engan sakaði í því óhappi en kranabíi þurfti til
að ná bifreiðinni upp á veginn.
Landbúnaðarháskóli
✓
Islands stofhaður?
Vinnuhópur sem
skipaður var til að
fjalla um sameiningu
Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins og
Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri
hefur lagt til að báðar
þessar stofnanir verði
lagðar niður frá og
með næstu áramótum
en að í þeirra stað komi
Landbúnaðarháskóli Islands.
Vinnuhópurinn leggur til að
rektor fyrir Landbúnaðar-
háskóla íslands verði skipaður
frá og með 1. ágúst
næstkomandi.
Sjd bls. 2