Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2004, Side 2

Skessuhorn - 06.04.2004, Side 2
2 ÞRIÐTUDAGUR 6. APRIL 2004 jivtaatnu.. Til minnis Við minnum á hagyrðingakvöld í Þinghamri laugardaginn 10. apríl kl. 21:00. Þar munu fimm valin- kunnir hagyrðingar úr héraðinu kveðast á, Helgi Björnsson, Unnur Halldórsdóttir, Jón Björnsson Þórdís Sigurbjörnsdóttir og Þor- kell Guðbrandsson. Stjórnandi verður hin landsþekkta eftir- herma Jóhannes Kristjánsson. Góð skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Minnum jafnframt á allt annað sem er á döfinni áVestur- landi þessa vikuna. ©@® Er ekki þverfótandi fyrir útgerðarmönnum á Akureyri? Umsvif þeirra eru allavega orðin meiri en almennt hefur verið reiknað með hingað til. Gís/i brá sér af bæ og hélt norður yfir heiðar, sem þykir vart tíðindum sæta, nema hvað að Gisli lenti i hörðum árekstri við bát á Drottn- ingabrautinni á Akureyri. Hvorki hlutust meiðsl á bátverjum né bil- verjum og líklega verður Gísli því fegnastur að komast aftur i sveita- sæluna i Borgarfirði. m Vecfyrhorfnr Gert er ráð fyrir mildu veðri á miðvikudag, skírdag og föstudag- inn langa með hægri vestlægri átt með dálítilli rigningu eða súld. A laugardaginn og páskadag er gert ráð fyrir hlýrri en votri suðvest- lægri átt. Spiirninj v’tMnnar Skil á skattaskýrslum Vestlendinga var til umfjöllunar í síðustu spurn- ingu á fréttavefnum skessuhorn.is Niðurstöður sýna að 48,1% skil- uðu á réttum tíma, 36,1% sóttu um frest á netinu og 15,7% voru búin að steingleyma þessu. Að þessu sinni er spurt hvort Vest- lendingar hafi staðið við sin ára- mótaheit. I þessari viku spyrjum við:: Hefurðu staðið við áramótaheitið frá síðustu áramótum? Takið afstöðu á skessuhorn.is Vestlenciin^ar í badminton í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Drífa hefur æft i Danmörku að undanförnu en keppti fyrir hönd IA. Til hamingju Drífa! Sumarbústaðabyggð í Dölum ið fari að gæta þegar á yfir- standandi ári. Dalabyggð stefnir að því að ljúka vinnu við hönnun sumar- bústaðabyggðar í Sælingsdals- tungu og á Laugasvæðinu fljót- lega. Fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins gerir ráð fyrir að þessari vinnu verði lokið í vor. Þannig er stefnt að því að hefja úthlut- un á lóðum í sumar. Með upp- byggingu svæðisins á að skapast mikil vinna fyrir heimamenn, bæði við framkvæmdir við svæðið sjálft og jafnvel við byggingu sumarbústaða. Til greina kemur að selja/leigja lóðir bæði með og án sumarbú- staða, þannig að heimaverktak- ar gætu byggt sumarbústaði og selt þá. I fréttabréfi Dalabyggð- ar segir að vonir séu bundnar við að áhrifa þessa á atvinnulíf- íbúðarhús selt til fjármögnunar Samþykkt hefur verið að selja íbúðarhúsið í Sælingsdalstungu til hjónanna Haraldar Braga- sonar og Guðbjargar Björns- dóttur í Reykhólahreppi. Sölu- andvirðið á m.a. að nota til að greiða niður kostnað við skipu- lagningu á sumarbústaðabyggð í Sælingsdalstungu og að hluta til vegna endurbóta á skólahús- næðinu á Laugum. MM Ráðgjafarfyrirtækið Alta hef- ur ákveðið að opna útibú í Grundarfirði innan skamms. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir starfsemina, en það er Sigurborg Hannesdóttir sem veita mun útibúinu for- stöðu. Eigendur fyrirtækisins sjá fyrir sér vöxt í starfseminni næstu árin og er gert ráð fyrir að starfsemi útibúsins í Grund- arfirði munu fljótlega aukast og verða meira en eitt stöðugildi. Alta hefur verið leiðandi á sviði samráðs af ýmsu tagi, en á því sviði ber helst að nefna skipu- lagningu íbúaþinga sem haldin hafa verið í sveitarfélögum víða um land undanfarin misseri, m.a. í Stykkishólmi og á Akra- nesi. MM Frá íbúaþingi í Stykkishólmi fyrir skömmu. Sorpflokkun aftur á Akranesi eftir fjögurra ára hlé Stefnt að aukinni samvinnu sveitarfélaga við Borgarfjörð í sorpmálum Sorpmálin hafa verið í brennidepli á Akranesi undan- farin ár. Hætt var að flokka sorp 1. mars 2000, en fram að þeim tíma höfðu Skagamenn flokk- að fernur, dagblöð, og bylgju- pappír frá og flutt til endur- vinnslu í Sorpu. Það hefur verið nokkuð sterk óánægju- bylgja með sorpmálin á Akra- nesi, en nú hyllir undir breyt- ingar til betri vegar. Bæjarráð hefur nú samþykkt stórtækar breytingar á starfsaðferðum og aðstöðu í Gámu og samþykkt hluta af tillögum starfshóps um sorpmál. Meðal annars er gert ráð fyrir að sama fyrir- komulag verði á móttöku sorps hjá Gámu og starfssvæði Sorpu um næstu áramót. I þessu felst breyting á gjaldskrá og flokkun. Þorvaldur Vest- mann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaup- staðar ,sagði í samtali við Skessuhorn að eðlilegt hefði þótt að hafa sama verklag á sorpmóttöku á Akranesi og í Reykjavík. Aukin flokkun mun kalla á einhverja aðstöðu því til að sinna henni vel þarf að hægt að vinna innandyra. Umsjónamanni sorpmála, Valdimari Þorvaldssyni, hefur verið falið að taka saman greinargerð um hver kostnað- urinn verði við þessar breyt- ingar. Valdimar sagði að um einhvern kostnaðarauka muni vera að ræða, en það liggi þó ekki ljóst fyrir á þessari stundu. Tillögurnar gera einnig ráð fyrir að sett verði upp bílvog þannig að allar vigtanir færu fram innan starfssvæðis Gámu og malbikað verði svæði fyrir flokkun á timbri í samræmi við samning Akraneskaupstaðar og GECA. Einnig er lagt til að skoðað verði hvort æskilegt sé að bjóða út sérstaklega rekstur Gámu. Stefnt er að því að taka upp samvinnu við Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit um útboð á sorphirðu, leigu gáma og akstri með sorp til eyðingar. Embættismenn sveitarfélagana hafa rætt þessi mál og telja að þetta sé eitt af þeim málum sem gæti verið mjög hagstætt að hafa samstarf um. Oll sveitarfélögin eru með ein- hverja samninga um sorphirðu í gildi, sem þó renna ekki allir úr gildi á sama tíma. Það verður því væntanlega skoðað hvernig hægt verður að brúa það bil sem er á milli samninga og heildar paltkinn svo boðinn út sameiginlega. Félags- málastjóri sunnan heiðar Olöf Húnfjörð Samúels- dóttir, félagsfræðingur og kennari við fjölbrautarskól- ann á Akranesi, hefur verið ráðin félagsmálastjóri allra hreppanna fjögurra sunnan heiðar. Um er að ræða nýtt starf sem og kemur það í hlut Olafar að móta það. Olöf hóf störf 1. apríl síðast liðinn og mun sinna starfi félagsmálastjóra í 30 % starfshlutfalli.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.