Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2004, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.04.2004, Blaðsíða 7
ontaaunu... ÞRIÐJUDAGUR 6. APRIL 2004 7 Arshátíð Varmalandsskóla Árshátíð Varmalandsskóla fór fram í félagsheimilinu Þinghamri fimmtudaginn 1. apríl s.l. Nemendur fluttu þar leikritið „Kverkatak" eftir Júlí- us Júlíusson á Dalvík. Verkið samdi höfundur fyrir nem- endahóp sinn og eru hlutverk- in mörg. Það byggist á draum- um aðalleikarans og var dálítið óraunverulegt og óhugnanlegt á köflum. Æfmgar hófust á leiklistarnámskeiði hjá Olöfu Sverrisdóttur leikara, sem kom tvisvar í viku til áramóta. Ingi- björg Daníelsdóttir sá um æf- ingar eftir áramót en Olöf kom og leikstýrði verkinu ásamt Ingibjörgu á lokasprettinum. Leikendur voru sautján talsins en hlutverkin voru um tuttugu. Aðalhlutverkið, Henný, lék Eva Dögg Davíðsdóttir. Leik- endur stóðu sig vel í hlutverk- um sínum og áhorfendur á öll- um aldri virtust lifa sig vel inn í sýninguna og hafa gaman af. Þrjú tónlistaratriði voru flutt á árshátíðinni. Þrjár hljóm- sveitir fluttu hvert sitt lag. Ein þeirra var eingöngu skipuð stúlkum sem allar hafa stundað nám hjá Tónlistaskóla Borgar- þarðar. Orri Sveinn Jónsson hefur leiðbeint þessu unga fólki í vetur, en hann hefur leikið í hljómsveitum um ára- bil. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í Borgamesi í hálft starf frá 1. ágúst 2004. Helstu verkefni: Almenn skrifstofustörf og símsvörun. Skráningar og utanumhald námskeiða. Kynning og sala námskeiða. Skipulagning námskeiða. Hœfniskröfur: Hœfni í mannlegum samskiptum. Þjónustulipurð. Sjálfstœði i vinnubrögðum. Kunnátta í algengustu tölvuforritum. Kunnátta i ensku œskileg. Vinnutími getur verið óreglulegur í samræmi við árstíðabundnar annir. | Laun samkvæmt samkomulagi. Skrifleg umsókn sendist til Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi fyrir 30. apríl nk. V Nánari upplýsingar á Símenntunarmiðstöðinni Bjarnarbraut 8 Borgarnesi, sími 437 2390. J Til leigu skrifstofurými í nýju og glæsilegu skrifstofuhúsnæði Hvanna ehf. á Hvanneyri. Mjög góð sameiginleg aðstaða, fiindarsalir og kaffistofa. Hentar jafnt einstaklingum, einkafyrirtækjum og stofnunum sem vilja komast í rólegt og þægilegt vinnuumhverfi. Upplýsingar gefur Snorri Sigurðsson í síma 896 1995 Ferðablaðið Vesturland 2004 Ferdaþjón ustuadilar á Vesturlandi athugiöl Hið árlega ferðablað fyrir Vesturland kemur út um næstu mánaðamót. Vinnsla blaðsins er nú á lokastigi og því er þeim sem vilja nýta sér það bent á að bregðast skjótt við og hafa samband við okkur. Blaðið verður með hefðbundnu sniði; í A5 broti, litprentað á u.þ.b. 90 bls. Meðal efnis verður þjónustuskrá, viðburðaskrá sumarsins, héraðslýsingar, myndir og fróðleikur af ýmsu tagi. Þeim sem skipuleggja viðburði og mannamót í sumar er bent á að skrá viðburði inn á www.vesturland.is/adofinni í síðasta lagi þann 13. apríl nk. svo skráningin komist inn í viðburðarskrá ferðablaðsins. Frestur til að panta auglýsingar í blaðið er einnig til 13. apríl nk. Upplýsingar um auglýsingar eru gefnar í síma 437-1677 eða með tölvupósti á: vesturland2004@skessuhorn.is Með sól .smnar í §inníf Skessuhorn ehf Sími 433 5500 - 4371677 - 894 8998 skessuhorn@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.