Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2004, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.04.2004, Blaðsíða 8
ÞRIÐTUDAGUR 6. APRIL 2004 MKlíSSUIlUl.. Breytingar hjá Búvélasaíhinu Nú standa yfir ýmsar endur- bætur á húsnæði og uppstill- ingum Búvélasafnsins á Hvanneyri og meðal annars hefur heimasíða safnsins, www.buvelasafn.is fengið nýtt útlit. Það er Nepal ehf. í Borg- arnesi sem hannar síðuna, og ritstjóri er Bjarni Guðmunds- son, forstöðumaður safnsins. A síðunni má finna ýmsan fróðleik um tæknisögu land- búnaðarins, meðal annars er þar að finna yfirlit yfir sögu dráttarvéla frá því þær voru fyrst fluttar til landsins. Þar bregður líka fýrir ýmsum myndum úr tæknisögunni, m.a. af nokkrum safngripum. Þá er á síðunni getraun um sögulegan fróðleik varðandi landbúnaðartækni og þar eru fréttatilkynningar og smápistl- ar um efni sem safninu tengist. Búvélasafnið er í eigu Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri en Bútæknideild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins hef- ur einnig tekið þátt í uppbygg- ingu þess. Búvéla- safnið er eina safn sinnar tegundar hérlendis í opin- berri eigu og er að stofni til frá árinu 1940 . Að sögn Bjarna Guðmundssonar forstöðumanns var Björn G. Björns- son hjá fyrirtækinu List og saga feng- inn til að draga upp tillögur að framtíðarlínum fyrir safnið. Nú sé verið að koma á fyrstu breytingum í þá áttina. „Breyt- ingin felst aðallega í að víkka örlítið hlutverk safnsins, að það verði ekki bara véltæknisafn í þröngum skilningi heldur segi það allt um tækniþróunarsögu land- búnaðarins í víðari samhengi,“ sagði Bjarni. Núverandi hús- Bjarni Guðmundsson að skreyta veggi Búvéiasafnsins en þar standa nú yfir nokkrar breytingar. næði er eingöngu hugsað sem eru hins vegar enn á umræðu bráðabirgða húsnæði og segir stigi og tengjast hvað verður Bjarni að nú liggi fyrir tillögur um gamla fjósið á Hvanneyri. um að gamla hlaðan verði tek- Það er því of snemmt að segja in undir safnið. Þær tillögur hvort af flutningi verði. Hjónasæla Eldri hjón komu nýlega inn á McDonalds og pöntuðu BigMac með gosi á tilboði. Þau skiptu öllu í tvennt, fengu aukaglas og skiptu gosinu á milli sín. Maðurinn byrjaði að borða en konan sat og horfði á. Stúlka sem var að þrífa stóðst þetta ekki og spurði hvort hún mætti ekki gefa þeim annan skammt svo þau þyrftu ekki að skipta þessu á milli sín. Gamli maðurinn svaraði: „Við erum búin að vera gift í 50 ár og við höfum alltaf deilt öllu á milli okkar. Við breytumst ekki úr þessu.“ Stúlkan spurði konuna næst hvers vegna hún borði ekki og gamla konan svaraði: „Hann er að nota tennurnar, það keinur að mér þegar hann er búinn.“ Saman kætumst kvöldum á Það hefur orðið mörgum umhugsunar- efni hvernig skuli metið manngildið í heiini hér og unglingum ekki verra að hug- leiða það en margt annað. Jón S Berg- mann hafði sína útgáfu á því en hvort hún kom nákvæmlega frá hjartanu skal ó- sagt látið. Vert er þó að geta þess að á þeim tíma voru þéringar enn í fullu fjöri: Auður, dramb og falleg föt fyrst aföllu þérist og menn sem hafa mör og kjöt meir en almennt gerist. Eftír Brynjólf Ingvarsson er önnur út- gáfa og mætti segja mér að sú hefði verið Jóni Bergmann ekki síður að skapi: Til manngildis verður ei metin hœst menntun né þekking sem ítroðin fæst, né allt sem á eftirfer. Bjargar þá engum bóknámsdraugur, birgðir af tölum né staðreyndahaugur, heldur það eitt sem hann er. Um einn dáðan og dyggðum prýddan þingmann sem gjarnan hefur verið málsvari frjálshyggjunnar, að sjálfsögðu án þess að hans eigin hagsmunir kæmu þar nokkuð nærri orti Sigurður Hansen: Að standa á verði vinafár og verja Mammonstrúna gerði Kölski öll sín ár - eins og Pétur núna. Eitt sinn er Haraldur Hjálmarsson frá Kambi var að skemmta, sér eins og hann gerði bæði oft og verklega kynnti kunn- ingi hans fyrir honum mann sem hann taldi vera efnilegt skáld og nánast mikil- menni. Haraldur horfði á manninn og sagði: Hátt og hvelft er á þér enni og ekki er þér um málið tregt, - en að þú sért mikilmenni. Mér fmnst það nú ótrúlegt. Þuríður Jóhannesdóttír var fyrir margt löngu stödd við messu hjá séra Jónmundi í Aðalvík. Eftír messu heyrði hún kirkju- gestí ræða um að þörf væri á nýjum presti því hempan væri orðin svo slitin og svo væri séra Jónmundur svo nefstór. Þetta varð Þuríði umhugsunarefni: Sendið einn með pragt og prjál, prestlœrðan í nýrri flík, með lítið nefog litla sál svo líki þeim í Aðalvík. Stundum heyrast efasemdarraddir um framtíð ferskeytlunnar en eftirfarandi vísa sem barst mér nýlega og ber það með sér að vera nýort virðist bera það með sér að slíkt séu óþarfa áhyggjur en höfundur hennar mun vera ónefhdur menntaskólanemi: Saman kœtumst kvöldum á, cool og sœt að vanda, drykknum mœta dreypum á - diet sprite og landa. Diet sprite er bæði nýlegur drykkur og mun að auki uppþenktur í henni Amer- íku eins og margt fleira merkilegt. Þor- steinn Valdemarsson hafði þó sína skoð- un á landafundum okkar íslendinga: Haldi' hún í horfi slíku, þá hygg ég það, aðfátt verði lagt að líku við lán vort - að týna Ameríku. Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur velti einnig fyrir sér spurningu sem vissu- lega hefur leitað á marga en fá svör hafa fengist við: Svar ég vildifeginn fá semfráleitt gefur nokkur. „Fyrir hvaða voðavá vernda Kanar okkur"? Já það eru mörg umhugsunarefhin í þessum heimi og kannske eins gott að brjóta ekki svo heilann um þau að menn glati gjörsamlega skynsemislýjunni. Sig- urður Breiðfjörð orti: Lauf í vindi lífs er bið og lítið yndissæti, hvað er að binda hugann við heimsins skyndilæti. Ef öll umræðuefni þrýtur geta íslend- ingar þó alltaf talað um veðrið, hvort sem það er gott eða slæmt eða þar á milli. Sig- valdi Hjálmarsson orti um Regnið: Regnið á rúðuna fellur, rysjulegt slettuhljóð ber, ég hlusta ogfinn að það fellur friðlaust á hjarta mér. Lífið er dropar sem detta dropar sem verða sœr en ég er eiginlega ekkert annað en hjarta sem slœr Löngum hafa íslendingar verið hæfi- lega umtalsffómir um náungann. Þor- steinn Magnússon ffá Gilhaga orti eftír- farandi sléttubandavísu sem breytir lítils- háttar um merkingu ef farið er með hana afturábak: Dyggðir geldur, fáumfer framhjá hreldum, þjáðum. tryggðir heldur, aldrei er illum seldur ráðum. Onnur er hér í svipuðum dúr en höf- undinum hef ég gleymt hafi hann þá fylgt með enda yfir fjörutíu ár síðan hún komst inn í hausinn á mér: Góður drengur, hvergi klúr, kunnur gengi réttar, fróður lengi, ekki úr illum strengjum fléttar. Þannig fá mennirnir misjafna dóma hjá samferðafólki sínu í lífinu og ekki sama hver segir frá eða í hvaða átt lesið er. Önnur kemur hér eftír Sigurð Breið- fjörð enda margar og góðar í þeim sjóði: Margurfœr aflitlu lof og lastfyrir ekki parið. Þetta gengur þrátt um of því er svona varið. Þessi yrkinganáttúra virðist ótrúlega landlæg í Islendingum hvort sem hér er um að ræða genetíska stökkbreytingu sem væri verðugt rannsóknarefni fyrir Kára Stefánsson eða bara einhverja stað- bundna venju. Guðmundur Ketílsson lýsir sínum yrkingum svo: Hins mun þjóðin hafa vott heims þó móður banni. Orti ég Ijóð um illt og gott eins og stóð á sanni. Þó kemur fyrir að það róar hugann að raða saman vísu, jafnvel þó enginn sé lát- inn heyra hana, þegar menn lenda í því að hugsa eitthvað líkt og Björn Björnsson Heimurinn er hrekkjafans hefég það oftfundið þegar allt er andskotans ama og meinum bundið. Með þökkjyrir lesturinn Dagbjartur K Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 dd@hvippinn,is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.