Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2004, Qupperneq 6

Skessuhorn - 06.04.2004, Qupperneq 6
6 ÞRIÐTUDAGUR 6.APRIL 2004 Þwfum að nýta möguleikana Runólfur Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, hefur lengi átt sér þann draum að auka samstarf háskólana í Borgarfirði. Stór áfangasigur varð í síðustu viku þegar háskólaráð Borgarþarðar var stofnað. Runólfur er gestur skrá- argatsins að þessu sinni. Fullt nafn? Runóljur Agústsson Fœðingardagur ogár? 9. apríl 1963 Starf ? Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst Fjölskylduhagir? Kvæntur Asu Bj'órk Stefánsdóttur. Við eigam frjá syni, Skarphéðinn An, Stefán Bjart og Eyvind Agúst. Hveniig bíl áttu? Þiiggja ára Nissan Patrol Uppáhalds matur? Allt sem hún Asa Björk eldar mda er hún snilldarkokkur... Uppáhalds dtykkur? Seg/a menn ekki íslenskt vatn hér eða á ég að vera heið- arlegur og segjafranskt eða ítalskt rauðvín? Uppáhalds sjónvarpsefiti? Fréttit; fréttir, fréttir...og meiri fréttir... Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gísli Einarsson !!! Uppáhalds leikari innlendur? Margrét Vilhjálmsdóttir vinkona okkar hjána Uppáhalds leikari erlendur? Hm?...góðspuming...Líklega Anthmy Hopkins. Besta bíómyndin? Serbneska nvyndin Black cat, White cat, brillijant mynd sérstaklega atriðið þegar svínið étur Trabantinn! Uppáhalds íþróttamaður? Veit ekki en Stefán Kalmansson kemur hér sterk- ur inn eftir ótriílegan árangiir í bekkpressu nú á vormisseri þar sem við starfs- mmn á Bifröst höfiim verið í líkamsræktarátaki. Uppáhalds íþróttafélag? Ungmennafélagið Bifröst. Uppáhalcls stjómmálamaður? Willy Brant, Mitterand og Gylfi Þ. Gíslastm. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur? Drengimir í SigurRós Uppáhalds tónlistarmaður erlendur? Jim Morrison Uppáhalds rithöfimdur? Líklega Kundera. Obærilegur léttleiki tilvenmnar var hans besta bók. Gabriel Garcia kemur hér einnig til greina. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Eg er jafnaðarmaður og sem slíkur vildi ég sjá aðrar áherslur, sumu er maður þó sammála, öðru ósammála. Slíkt er gangur lífsins. Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika, áræðni og dugnað. Hvað fer mest í taugarnar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki og leti Hver þinn helsti kostur? Eg veit hvað ég vil gera og hvert ég vil stefna. Hver er þinn helsti ókostur? Full mikil ákveðni á stundum, ég mætti einnig taka meira tillit til annatra, oft! Fylgir sameining samvinnu? Ég hef jií einhvem tímann sagt að það gæti verið skynsamlegt að sameina Bifi'öst, Hvanneyri og Reykholt í einn fjölbreyttan alhliða öflugan háskóla. Stend að jálfsögðu við þau orð sem önnur. Verður Borgarfiörður helsta háskólasamfélag landsins á næstu árum? Háskólahérðaðið Borgarjjörður á jramtíðina fyrir sér. Menntun er framtíðar- atvinnuvegur okkar Islendinga og við eigum að leggja stóraukna áherslu á efl- ingu báskólanna okkar hér í héraði. Þeir erujjöregg svæðisins. You ain ’t senn nothin 'yet, eða hvað? Neibb. Eg er sannfærður um aðfratn- tíðin er björt ogfidl af mögideikum. Við þmfum bara að nýta þá, svo einfalt er það! ■ jfíre/A//nr/ ri/onnar Grænmetísbaka Mmmmm....þessi er bæði freistandi og meinholl. Frábær leið til að matreiða grænmetið þannig að jafnvel þeir sem eru grænmetisfælnir fá sér ábót. Það er líka upplagt að bjóða saumaklúbbnum upp á þessa böku þar sem allir eru að huga að línunum fyrir sumarið. Svo gerið þið bara tilraunir með grænmetið, skiptið út og prófið ykkur á- fram með það grænmeti og krydd sem ykk- ur þykir gott. Það er kjörið að bera bökuna fram með fersku salati og þá eru þið komin með al- gjöra vítamín- sprengju. Botn: 120 gr. Léttmajones 120 gr. Hveiti Þetta er hnoðað saman og sett í hringlaga mót. Bakað í um það bil 10 mín. á 200° hita. Passa að setja deigið vel upp á hliðamar. Höfóa fært píanó að gjöf Ásmundur Ólafsson og Ásgeir Guðmundsson við píanóið góða. Síðastliðinn laugardag færði Kiwanisklúbburinn Þyrill, Dvalarheimilinu Höfða, að gjöf forláta píanó, en það hefur ver- ið notað í félagsheimili þeirra að Vesturgötu 48, sem nú hefur verið selt. Asgeir Guðmunds- son, forseti klúbbsins, afhenti píanóið og Sigurbjörg Ragnars- dóttir talaði f.h. Sinawik og af- henti tvo gripi sem fylgt hafa píanóinu, þ.e. vasa og postu- línskisu. Asmundur Olafsson framkvæmdastjóri og Sigríður Gróa Kristjánsdóttir formaður stjórnar Höfða þökkuðu þessa höfðinglegu gjöf sem kemur sér vel á góðum stundum í félags- starfmu á Höfða. I tilefni dagsins spiluðu nokkrir ungir nemendur Tón- listarskólans undir stjórn kenn- ara sinna, þeirra Lisbetar Da- hlin og Mínervu Haraldsdóttur. Ibúar Höfða fjölmenntu auk nokkura félaga úr Kiwanis og Sinawik, en Sigursteinn Há- konarson kynnti tónlistaratrið- in. Að athöfn lokinni var ölluin viðstöddum boðið að þiggja kaffi og veitingar í borðsal heimilisins. Leiksskólakennarar á SOS námskeiði Starfsfólk Teigasels var ánægt með SOS námskeiðin og telur að það komi til góða í að samræma uppeldis■ aðferðir við leikskólann. Umsjón: Iris Arthúrsdóttir Fylling: 1 kíló af græmneti að vild td. Kúrbítur, sveppir, púrrulaukur, vorlaukur, paprika, brokkoli. Saxið niður grænmetið og létt- steikið með smá olíu. Má strá á þetta einhverju góðu jurtakryddi. 4egg 1 dl léttmjólk smá salt 300 grostur 11% 1 grænmetisteningur Sláið egg og mjólk og salt sam- an. Bætið ostí og muldum græn- metístening út í. Það er líka hægt að nota fljótandi kraft í flöskum í staðinn fyrir að mylja teninginn. Setjið grænmetið í forbakaðan botninn og hellið eggja/osta blöndunni yfir. Bakið í uþb hálftíma á 200° hita. Ath. Best að leyfa bökunni aðeins að kólna áður en hún er skorin svo það leki ekki úr henni. HUSRAÐ Til að auðvelda þrif á rifjáminu er gott að bera á það matarolíu áður en það er notað. Starfsfólk við leikskólann Teigasel hefur nú lokið SOS námskeiði. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað að kenna foreldrum að hjálpa börnum sínum að bæta hegðun. Það hefur hins vegar verið gert í vaxandi mæli að starfsfólk upp- eldsstofnana fara á þessi nám- skeið. A námskeiðinu er verið að kenna ákveðnar aðferðir til að efla æskilega hegðun og draga úr óæskilegri hegðun með skýrum skilaboðum og umbunakerfi. Félagsvísinda- stofnun Háskóla Islands hélt námskeiðið, en Birgir Þór Guðmundsson sálfræðingur sá um kennslu. Starfsfólk Teiga- sels mætti sex kvöld og var að í 2,5 klukkustund í hvert sinn. Á næstunni stendur til að bjóða foreldrum á Akranesi upp á SOS námskeið. Islandsmeistarar í boccia Þjótur, íþróttafélag fatlaðra á Akranesi, gerði það gott um síðustu helgi en þá fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík Islandsmót í boccia sveita- keppni, sundi, borðtennis og fleiri greinum. Alls voru kepp- endur vel á þriðja hundraðið hvaðanæva af landinu. Þrjár sveitir fóru frá íþróttafélaginu Þjóti á Akranesi í bocci- akeppnina ásamt þremur ein- staklingum er fóru og kepptu í sundi. Þjótsmönnum gekk mjög vel og hlutu íslands- meistaratitilinn í ár í 1. deild í boccia. Liðið ver skipað þeim Asgeiri Sigurðssyni, Sigurði Sigurðssyni og Sverri Haralds- syni. Einnig hlaut félagið 2.sæti eða silfur í 2. deild, en það voru þeir Guðmundur Örn Björnsson, Guðmundur Pálsson og Lindberg M. Scott sem skipuðu það lið. Einar Sigurðsson og Kristjana Björnsdóttir hlutu svo silfur- verðlaun í sundi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.