Skessuhorn


Skessuhorn - 14.04.2004, Side 2

Skessuhorn - 14.04.2004, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 2004 ^ssunuK. Til mirmis Við minnum á miðilsfund sem haldinn verður á Hvann- eyri fimmtudaginn 15 apríl kl. 20:30. Þar munu þeir Val- garður Einarsson miðill og Hermundur Rósinkranz talnaspekingur og miðill flytja skilaboð að handan. Minnum jafnframt á allt annað sem er á döfinni á Vesturlandi þessa vikuna. Varð ykkur um sel Ásgeir? Nei okkur varð eiginlega ekki sel, allavega ekki þennan. Ég hélt reyndar fyrst að það væri verið að atast í okkur og þegar ég lét neyðarlínuna vita hvað við værum að gera þá trylltust menn úr hlátri á þar. Asgeir Sæmundsson er formaður Björgunarsveitar- innar Brákar sem fékk það ó- venjulega verkefni í síðustu viku að vísa blöðrusel á brott úr Borgarnesi. Veðwhorftvr Nú er hann lagstur í norðan- átt, á fimmtudaginn má búast við nokkuð stífri norðaustan átt en úrkomulausri. Á föstu- daginn er gert ráð fyrir að hann hægi nokkuð. Um helg- ina á hann einnig að kula að norðan. Það má því búast við björtu og fallegu inniveðri næstudaga. Rétt er að vekja athygli þeirra sem komnir eru á sumardekkin að búist er við næturfrostum og gera má ráð fyrir hjélu á vegum og götum síðla dags og fram eftir morgni. VestlenoTtrujivr víkijnnar Er Tinna Rut Wiium á Akranesi. Tinna varð Islandsmeist- ari í 4. flokki stúlkna í keilu nú á dögunum. Tinna sem er á tólfta ári byrjaði að æfa með Keilufélagi Akraness nú í haust og landaði Islands- meistaratitli á sínu fyrsta Is- landsmóti, geri aðrir betur. Stækkun fyrirhuguð á Dvalarheimilinu Jaðri Fyrirhugað er að stækka Dvalarheimilið Jaðar í Olafsvík um allt að tólf vistrými á næsta ári ef samningar nást við heil- brigðisráðuneytið. I dag er rými fyrir tólf einstaklinga á Jaðri en þörfin er mun ineiri að sögn bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. „Það eru komnir sex á biðlista og ljóst að þörfin á eftir að aukast,“ segir Kristinn Jón- asson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. „Þetta er málaflokkur sem þarf að huga betur að enda fjölgar öldruðum og því þarf að finna viðeigandi úrræði.“ Bæjarstjórn Snæfellsbæjar óskaði eftir fundi með heil- brigðisráðherra í desember en sá fundur hefur ekki enn farið fram. „Við viljum byggja sér- staka hjúkrunarálmu við dval- arheimilið og því sem fyrir er þannig að þar verði eingöngu íbúðir eins og fyrirhugað var í upphafi. Hluti af núverandi húsnæði hefur verið tekinn undir sjúkrarými en það var ekki hannað til þess. Ætlunin er að eftir stækkunina höfum við pláss fýrir25 - 27 einstak- linga.“ Kristinn segir að stefnt sé að því að ljúka hönnun á þessu ári þannig að framkvæmdir geti hafist á næsta ári en tekur fram að það sé háð því að samningar náist við heilbrigðisráðuneytið. GE Drullumall á Kaldadal Umferð beint inn á lokaðan veg Gríðarleg umferð var á Langjökli um páskahelgina og samkvæmt upplýsingum Skessu- horns er talið að, þegar mest var, á föstudaginn langa hafi verið þar á milli sex og áttahundruð bílar á sama tíma. Töluvert var um að ferða- menn lentu í vandræðum vegna aurbleytu á Kaldadalsvegi á föstudag og á tímabili voru menn að draga hvern annan fram og til baka í drullusvaðinu eftir því sem einn heimilda- manna Skessuhorns komst að orði. Það vakti athygli að Kalda- dalsvegur og Uxahryggjavegur voru auglýstir opnir í útvarpi en hins vegar voru skilti við veginn þar sem stóð að hann væri lok- aður. „Það var sett óheppileg aug- lýsing í útvarpið sem ég veit ekki hvaðan er komin og það varð til þess að beina umferðinni á Uxa- hryggjaveg og Kaldadal að sunnanverðu,“ segir Bjarni Johansen hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi. „Eg gaf sjálfur und- ir fótinn með það að vegurinn frá Húsafelli upp að Langjökli væri fær, þ.e. Kaldidalur að norðanverðu, enda hefur sá vegur aldrei skorist mjög djúpt og er fær nánast allan ársins hring. Vegurinn á sunnanverð- um Kaldadal verður mun blaut- ari enda var lokað þeim megin. Uxahryggjavegur skemmdist einnig mikið í flóði um daginn og því voru lokunarmerki við Þingvelli og því voru þeir sem komu þá leiðina orðnir lög- brjótar urn leið og þeir óku framhjá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Það virtist hins vegar ekki skipta fólk neinu máli,“ segir Bjarni. Bjarni segir það hafa verið óheppilegt að fólki hafi verið beint inn á veg sem var lokaður en hins vegar hefðu menn átt að virða skiltin í stað þess að aka fram hjá þeim eða yfir þau. Hann telur þó að Kaldadalsveg- ur hafi ekki farið mjög illa þrátt fyrir að þar hafi sumir bílar ver- ið djúpt sokknir ef þannig má að orði komast. „Það er nánast enginn ofaníburður á þessum vegi og þess vegna ekki um það að ræða að verið sé að skemma eitthvað sem búið er að eyða miklum fjármunum í.“ Bjarni segir ennffemur að vet- urinn hafi verið erfiður, ekki að- eins fyrir fjallvegi heldur alla malarvegi. „Við höfum fengið þrjár vorleysingar og erum farn- ir að vonast efrir að vorið komi loks endanlega.“ Andrea enn á ný á Akranesi Sjóstangveiðibát- urinn Andrea er nú lagstur að bryggju við Akraneshöfn og komin í eigu Skaga- manna á ný. Gunn- ar Leifur Stefáns- son athafnamaður keypti, ásamt bróð- ur sínum Andreu um sl. áramót. Gunnar Leifur sagði í samtali við Skessuhorn að þetta sé í þriðja sinn sem hann eignist bátinn og nú yrði Andrea ekki seld aftur. Til stendur að hefja sjóstangveiði- útgerð af miklum krafti nú í sumar og gera þá út bæði frá Akranesi og Reykjavík. Gunn- ar Leifur ætlar að tengja sjóstangveiðina við veitinga- staðinn Cafe 67 og verður þar boðið uppá að fá afla dagsins eldaðan að veiðiferð lokinni. Að sögn Gunnars Leifs verður auk sjóstangveiði hægt að leggja út gildrur og ná þannig í ýmislegt sjávarfang til að hafa í forrétt s.s. krabba og ígulker sem þykja sérlega góð til að lífga uppá náttúruna. Unnið er nú að markaðssetningu og seg- ir Gunnar Leifur að sjóstang- veiði sé orðin þekkt afþreying í dag og ýmis tækifæri séu að tengja þetta annarri afþreyingu á Akranesi s.s. golfi. Mögu- leikarnir eru margir enda hafi Akranes allt upp á að bjóða til að taka á móti mörgum ólíkum hópum. Hlutafélag umland- námssafii Stefrit er að því að stofn- fundur fyrir nýtt hlutafélag um Landnámssafri í Borgar- nesi verði haldinn á næstu dögum að sögn Páls S Brynjarssonar bæjarstjóra Borgarbyggðar. Eins og ffam hefur komið í Skessuhorni hefur Kjartan Ragnarsson, leikstjóri, unnið á vegum Borgarbyggðar að þróun hugmynda sinna um Land- násmssafn í vetur. Kjartan lýkur þeirri vinnu fyrir 1. maí en stefrit er að því að safriið opni sumarið 2005. Að sögn Páls er miðað við að safriið verði fyrst uin sinn í gamla pakkhúsinu við Búðarklett sem verið er að ljúka endur- bótum á en síðan er gert ráð fyrir að byggja undir það stærra húsnæði. Milli bæja Eyþór Björnsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í Grundarfirði að undanförnu, hefur flutt sig á milli bæjarfé- laga og er orðinn bæjarritari í Snæfellsbæ. Eyþór leysir Lilju Olafardóttur af á meðan hún er í bamseignarfríi. Eyþór starfaði sem skrif- stofustjóri Grundarfjarðar- bæjar frá 1998 og hefur tví- vegis leyst Björg Agústsdótt- ur bæjarstjóra af á þessum tíma. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri ITeilsu- gæslustöðvar Grandarfjarðar ffá nóvember 2002. Bílslys í Norður- árdai Umferðarslys varð í Norðurárdal, neðan við Fornahvamm, á fimmudag. Orsök slyssins var sú að öku- maður bifrðeiðar, sem kom úr norðurátt reyndi framúr- akstur en fór of utarlega og lenti í lausamöl. Afleiðing- arnar urðu þær að bifreiðin fór út af veginum og stöðvaðist fremur harkalega. Fjórir voru í bifreiðinni og voru þeir allir fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík. Meiðsli þeirra reyndust hins vegar ekki al- varleg.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.