Skessuhorn - 21.04.2004, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004
§EES§>KJiiCv£Ki
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skrifstofur blaðsins ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA virka daga
Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500
Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 899 4098
Bloðomoður: Hrofnkell Proppé 892 2698
Auglýsingor: íris Arthúrsdóttir 696 7139
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677
Framkvæmdostjóri: Mognús Magnússon 894 8998
Prentun: Prentmet ehf.
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
hrofnkell@skessuhorn.is
iris@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
magnus@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa i lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 250 kr.
433 5500
Símtala-
skrá
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Þann 15. apríl síðastliðinn fékk ég símtal snemma morguns. Á
hinni línunni var móðir mín blessuð sem vildi að venju vita
hvernig ég hefði það, hvort krakkarnir væru ekki jafh kolvitlaus-
ir og venjulega og svo ffamvegis. Síðan ræddum við um vamar-
samstarf Islands og Bandaríkjanna og fleiri hversdagslega hluti.
Símtalið tók 8-10 mínútur.
Þetta var gott samtal og mér þótti vænt um það.
Þennan sama dag laust fyrir hádegi hringdi kunningi minn
fyrir norðan og sagði mér að heldur hefði verið svalt í veðri síð-
ustu daga. Hann tjáði mér einnig að sauðburður væri hafinn á
einum bæ í sveitinni. Síðan ræddum við um ástandið í nustur-
löndum þær og jafitvel nær, nýjan búvörusamning og vesenið á
Becham og Díönu. Símtalið hefur líklega staðið í 18 eða 19 mín-
útur.
Þetta var gott símtal og mér þótti vænt um það.
Rétt um það leyti sem ég var að vaska upp eftir hádegismatinn
þennan ágæta fimmtudag hringdi bóndi nokkur í Borgarfirði og
sagði mér að búið væri að hefla veginn sem hann taldi tíðindum
sæta. Við ræddum um veginn, síðan um daginn, svo aftur um
veginn og loks um veðurhorfur næstu daga. Símtalið tók um 9 -
11 mínútur.
Þetta var gott símtal og mér þótti vænt um það.
Um tvö leytið hringdi konan og spurði mig hvort ég ætlaði
ekki að fara að koma mér til vinnu og þó töluvert fyrr hefði ver-
ið. Eg sagði jú, með semingi reyndar. Fleira ræddum við ekki en
símtalið tók engu að síður um hálf til eina mínútu.
Þetta var stutt símtal og mér þótti vænt um það.
Um fjögur leytið hringdu þeir á verkstæðinu og sögðu mér að
demparinn væri kominn í bílinn. Símtalið tók um hálfa til eina
og hálfa mínútu.
Þetta var gott símtal og mér þótti vænt um það.
Rétt fyrir kvöldmat hringdi Aðalbjöm á Isafirði. Við ræddum
um leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni, kvótasölu, kart-
öflurækt, heimaslátrun og sitthvað fleira. Síðan töluðum við
svolida stund um það að ég þekki alls engan Aðalbjörn á Isafirði
enda kom þá í ljós að hann hafði hringt í skakkt númer. Símtal-
ið tók um 7-14 mínútur.
Þetta var gott símtal og mér þóttí vænt um það.
Þennan dag hringdi enginn í forsætisráðherra íslenska lýð-
veldisins, nema Búss og það var líka bara innansveitarsímtal.
Gísli Einarsson, á tali.
s
Arsreikningur Akraneskaupstaðar 2003
Tap semnemur
74 milljómim
Ársreikningur Akraneskaup-
staðar fyrir árið 2003 liggur nú
fyrir. Helstu niðurstöður sam-
antekins ársreiknings er nei-
kvæður uppá 74 mkr. sem er
um 20 mkr. minna en áætlun
gerði ráð fyrir. Heildartekjur
voru um 1.800 mkr sem er 70
mkr meiri en árið 2002. Heild-
arútgjöld voru 1.910 mkr og
jukust um um ríflega 150 mkr
milli ára.
Gísli Gíslason bæjarstjóri
sagði í samtali við Skessuhorn
að Akraneskaupstaður hafi
staðið í miklum framkvæmdum
á síðasta ári án þess þó að það
hafi skilað sér í fjölgun íbúa.
Gísli telur samfélagið á Akra-
nesi nú tilbúið til að taka á móti
töluverðri aukningu án þess að
það hafi mikinn kostnaðarauka
í för með sér, því hafi verið fjár-
fest til framtíðar að undan-
förnu. Gísli segir að almennt
sé það ríkjandi sjónarmið að
sveitarfélög fái ekki nægar tekj-
ur til að standa undir hlutverk-
um sínum. Bætt tekjuskipting
milli ríkis og sveitarfélaga
myndi hjálpa til, en samt sem
áður þurfi sú umræða að fara
fram hvort ekki þurfi að skerða
umfang og gæði ýmissar þjón-
ustu sem sveitarfélögin veita.
Ymsar lykiltölur á
hvem íbúa
Tekjur..............323 þús kr.
Eignir............1.028 þús kr.
Eigið fé............614 þús kr.
Skuldir............414 þús kr.
Veltufjárhlutfall........0,98
Eignarfjárhlutfall ......0,60
Sldpulagið afgreitt
Skipulags- og umhverfisnefnd
Akraneskaupstaðar samþykkti á
síðasta fundi sínurn tillögu að
deiliskipulagi miðbæjarreits
með nokkrum breytingum.
Eins og áður hefur verið greint
ffá hafa íbúar sem búa við Esju-
velli og Dalbraut flestir hverjir
verið andvígir skipulagstillögun-
um sem gera ráð fyrir tveimur
10 hæða blokkum, verslunar-
miðstöð og þjónustubyggingu.
Þær breytingar sem skipulags-
og umhverfisnefnd gerði voru
að minnka umfang á þjónustu-
byggingunni og lækka hana nið-
ur í tvær hæðir.
Síbrotnar bílrúður
Síðastliðið laugardagskvöld
var framrúðan brotin í bílnum á
meðfylgjandi mynd þar sem
hann stóð við Skólabraut á
Akranesi. Þetta er í annað sinn
á tæpum tveimur mánuðum
sem rúður eru brotnar í þessum
bíl að sögn Steingríms Guð-
jónssonar en sonur hans er eig-
andi bílsins. I fyrra skiptið var
afturrúðan brotin.
„Við höfum grun um að sami
aðili hafi verið að verki í bæði
skiptin en þótt fyrra málið hafi
verið í rannsókn í vel á annan
mánuð hefur engin niðurstaða
fengist,“ segir Steingrímur.
Hann biður hugsanleg vitni að
gefa sig fram við lögregluna á
Akranesi.
Fyrr skömmu var skrif-
að undir samning milli
GT-Tækni á Grundar-
tanga og Olíuverslunar
Islands h.f.um kaup
GT-Tækni á brennslu-
olfu, smurolíu og á
öðrum olfuvörur fyrir
fyrirtækið.
Samningurinn gildir til
2008, og er hann fram-
hald af samningi sem
var á milli ísl járn-
blendifélagsins og Ol-
fuverslunar íslands.h.f.
Njarðtak
lægst
Njarðtak ehf átti lægsta
tilboð í vinnu fyrir áhalda-
hús Borgarbyggðar en fimm
aðilar sendu inn sex tilboð.
Á fundi bæjarstjórnar í gær
var samþykkt að ganga frá
samningi við lægstbjóðanda.
Þess má geta að skiptar
skoðanir voru um það í bæj-
arstjórn Borgarbyggðar
hvort verkið skyldi boðið út
en einstakir bæjarfulltrúar
vildu að ráðinn yrði starfs-
maður á vegum bæjarins til
að sinna viðhaldsverkefhum.
Opið hús á
Bifröst
Sumardaginn fyrsta,
fimmtudaginn 22. apríl ffá
kl. 13-17, verður opið hús í
Viðskiptaháskólanum á Bif-
röst. Þar gefst áhugasömum
gott tækifæri til að kynnast
námsffamboðinu og aðstöð-
unni í háskólaþorpinu. Boðið
verður upp á leiðsögn urn há-
skólaþorpið; nemendagarð-
ana, leikskólann, verslunina,
kaffihúsið sem og alla aðra
aðstöðu. Boðið verður upp á
kaffi og vöflur og alveg grá-
upplagt að nota daginn til að
skreppa í Borgarfjörðinn og
skoða uppbygginguna á Bif-
röst (Tréttatilkynning)
Virkjunar-
styrkur
Lýsuhólsskóli í Snæfells-
bæ fékk nýverið úthlutað
200 þúsund kr. úr Þróunar-
sjóði grunnskóla. Verkefnið
sem Lýsuhólsskóli sótti
styrk um heitir: Umhverfis-
mennt - Stubbalækjavirkjun.
Verkefnið felst í að
byggja upp stíflu í læk og
nýta orkuna til að dæla vatni
í gróðurhús sem hugsað er
sem liður í náttúrufræði-
kennslu. Ljúka við að koma
upp sjálfvirkri veðurathug-
unarstöð sem knúin er sólar-
orku, vinna garð til útirækt-
unar og að lokum verða
lagðir göngustígar á virkjun-
arsvæðinu.
Leiðrétting
I frétt um samning um
byggingu Fjölbrautaskóla
Snæfellinga í Grundarfirði í
síðasta blaði var ranglega
sagt að hann hljóðaði upp á
380 milljónir. Hið rétta er
að verðmæti samningsins er
um 280 milljónir. Biðjumst
við velvirðingar á þessum
mistökum.