Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2004, Side 5

Skessuhorn - 21.04.2004, Side 5
-jAtasunu... MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004 5 Atta milljóna tap á rekstri Borgarbyggðar Batamerki í rekstrinnm segir bæjarstjóri Arsreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2003 var lagður fram tíl fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær. Samantekinn rekstur bæjar- sjóðs og B-hluta fyrirtækja sýnir að heildartekjur á árinu 2003 voru 1.019.850 mkr, en rekstrar- gjöld og afskrifrir voru 969.811 mkr. Rekstrarniðurstaða án fjár- magnsgjalda var jákvæð um 50 mkr. en á árinu 2002 var niður- staðan neikvæð um 2,9 mkr. Að teknu tíllití til fjármagnsliða er rekstrarniðurstaðan neikvæð um 8,4 mkr., en áætlun hafði gert ráð fyrir að rekstur bæjarsjóðs og B-hluta fyrir- tækja myndi skila afgangi upp á 14,7 mkr. „Megin skýr- ingin á lakari af- komu liggur fyrst og fremst í því að eignasala sveitar- félagsins var um 37 mkr. lægri en áætlað hafði ver- ið. Hins vegar er þessi niðurstaða nokkru betri en árið 2002, en þá var niðurstaðan neikvæð um 14,3 mkr,“ segir Páll S Brynjarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar. Skuldir hækka Fastafjármunir hækkuðu á milli ára um tæpar 56 milljónir og veltufjármunir um tæpar 20 milljónir. Eignir sveitarfélagsins eru því alls metnar á 1.809.753 eða 699 þkr. á hvern íbúa. Skuldir og skuldbindingar eru alls 1.454,7 mkr. eða 561 þkr. á hvern íbúa. Eigið fé Borgar- byggðar er því 355 mkr Veltufé frá rekstri var 46,7 mkr. sem er mun betri niðurstað en áætlun gerði ráð fýrir, en samkvæmt henni var áætlað veltufé 3,4 mkr. Ný langtímalán voru tekin fyrir 220 mkr., en afborganir langtímalána voru 111,8 mkr. og skammtímalán lækkuðu um 40,6. Skuldabyrði sveitarfélags- ins hækkaði því um 64,4 mkr. Fjárfestíngar á árinu 2003 voru 111 mkr. Helstu fjárfestingar voru kaup á skólahúsnæði á Varmalandi, kaup á byggingar- landi í miðbæ Borgarness og kaup á húsnæði undir Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. „Það er ljóst að sé ársreikn- ingur ársins 2003 borinn saman við ársreikning fyrir árið 2002 má greina ýmis batamerki í rekstri sveitarfélagsins. I fyrsta lagi er rekstrarniðurstaða án fjármagnsgjalda jákvæðari sem nemur tæpum 53 milljónum. Veltufé frá rekstri er rúmum 30 milljónum hærra en árinu 2002. Loks er rétt að nefna að skulda- byrði hækkar um 64 milljónir, sem er minni skuldaaukning en undanfarin ár,“ segir Páll. Frumgreinadeild Vibskiptaháskólans á Bifröst er ætluð fólki sem ekki hefur lokið stúdentsprófi og veitir eins árs undirbúning fyrir háskólanám á Bifröst. Starfsreynsla er metin til eininga við inntöku og almenntganga þeirfyrir sem eru eldri en 25 ára. Nánari upplýsingar veitir Birna Þorbergsdóttir í síma 433 3000 eða á birna@bifrost.is HÚSAKLÆÐNINGAR VELJIÐ VARANLEGT Á HÚSIÐ Einangraðar utanhússklæðningar úr þunnum múrsteini. Mikið litaúrval - 10 ára reynsla á íslandi. Prófað og samþykkt af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins Kúrant ehf, Suðurlandsbraut 14, Rvk., S. 553-1111 kurant@kurant.is www.kurant.is Aasitl hltaffeil Aðalfundur Fiskmarkaðs íslands hf. verður haldinn 23. apríl 2004 kl. 20.00 á Hótel Framnesi Grundarfirði. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins 2. Tillaga stjórnar um að félaginu verði heimilað að kaupa eigin hluti sbr. 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélog. 3. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Fiskmarkaðs íslands hf. Fiskmarkaður Islands hf. 3 SIMGNNTUNARMIÐSTOÐIN Á VESTURLANDI "\ Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi óskar eftir ráðgjafa til starfa í hálft starf frá 1. ágúst 2004 Helstu verkefni: Ráðgjöf við gerð símenntunaráætlana íJyrirtœlgum og stofnunum Skipulagning námskeiða Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Háskólamenntun æskileg Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæði í vinnubrögðum Þekking á rekstrarumhverfi fyrirtœkja og starfsmannaþróun Ráðgjafinn mun fara í þjálfun í notkun Markviss , (Markviss uppbygging starfsmanna) sem er aðferð í 1 kerfisbundinni vinnu að starfsmannaþróun í ! fyrirtækjum (www.markviss.com). Viðkomandi þarf ! að vera tilbúinn að vinna sveigjanlegan vinnutíma Laun samkvæmt samkomulagi. Skrifleg umsókn með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi fyrir 7. maí nk. Nánari upplýsingar hjá Ingu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra í síma 863 0862 (eftir 25. apríl) og hjá Þóreyju Jónasdóttur stjórnarformanni í síma 437 1000 og 892 5761

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.