Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2004, Side 7

Skessuhorn - 21.04.2004, Side 7
SSESSIÍHOÍSIKI MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004 7 Stykkishólmi Stofnaður hefur verið Um- hverfishópur Stykkishólms sem er félag áhugamanna um um- hverfismál og opið er öllum þeim er vilja láta sig umhverfið varða. Það voru hjónin Menja von Schmalensee og Róbert Arnar Stefánsson sem stóðu að stofnun Umhverfishópsins en þau eru bæði líffræðingar og starfa hjá Náttúrustofu Vesturlands. „Á í- búaþinginu sem var haldið í vetur hér í Stykkishólmi þá kom í Ijós mikill vilji meðal íbúanna að efla umhverfisvitund í sveitarfélaginu. Þar kom einnig fram það sjónar- mið að lítil grasrótarsamtök væru best til þess fallin og það var kveikjan að stofhun þessa hóps,“ segir Menja. Markmið félagsins eru meðal annars að félagsmenn líti í eigin barm og leitist við að haga lífi sínu þannig að athafnir þeirra valdi sem minnstum spjöll- um á umhverfinu. Menja segir viðtökur íbúa hafa verið mjög góðar og að þegar hafi á þriðja tug manna skráð sig í hópinn. Næsti fúndur verður haldinn 6. maí og þeir sem skrá sig fyrir þann tíma gerast stofnfélagar. jVElKAHLEIKAR FMA 0« SKUGGA verða haldnir í Borgarnesi 24. aprfl og hefjast kl. 13 Skráning á milli kl. 12:00-12:40 í félagsheimilinu. Keppt er í öllum flokkum , á beinni braut. . Kræklingaræktendur á námskeiði Um síðustu helgi var haldið námskeið á Hótel Borgarnesi fyrir kræklingaræktendur en kræklingarækt er nú stunduð á 12 stöðum við landið. Þar af á þremur stöðum við Vesturland, í Hvalfirði, Kolgrafarfirði og Breiðafirði en stærstu ræktunarstöðvarnar eru í Arnarfirði og Eyjafirði. Kræklingarækt er enn á til- raunastigi hér við land og hefur árangur verið misjafn enn sem komið er. Samkvæmt upplýsing- um eru þeir sem fyrstir hófu til- raunir með kræklingarækt um það bil að loka hringnum, þ.e.a.s. að þeir eru komnir með öfluga báta og færanlega vinnsluvél til að taka kræklinginn af línunum og vinna með hann þar sem hann er ræktaður. Þá eru fjár- festar byrjaðir að koma inn í fyrirtækin og gefur það fyrirheit um að þessi grein kunni að efl- ast á næstu árum. Má því segja að það hylli undir að kræklinga- rækt á íslandi komist af til- raunastiginu og verði jafnvel að fullgildri atvinnugrein. Hjón stofiia félag um umhverfismál í Góð afkoma hjá Mjólkur- samlagimi í Búðardal Mjólkursamlagið í Búðardal fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og verður þess minnst seinni part sumars. Velta og umsvif Mjólkursam- lagsins hafa verið að aukast und- anfarin ár að sögn Sigurðar Rúnars Friðjónssonar samlags- stjóra. Síðasta ár var fyrsta heila árið ffá yfirtöku á verkefnum mjólkursamlagsins á Hvamms- tanga var innvegin mjólk 6,5 milljón lítrar sem þýðir 27% veltuaukning á milli ára. Störf- um fjölgaði um þrjú ársverk og eru í dag 50 ársverk hjá fyrirtæk- inu sem er stærsti vinnuveitandi Dalabyggðar að sveitarfélaginu frátöldu. Sigurður Rúnar segir afkom- una síðasta ár hafa veið mjög góða líkt og reyndar hafi verið undanfarin ár. „Við njótum þess meðal annars að á okkar svæði eru mjög góðir framleiðendur og skilyrði til mjólkurfram- leiðslueru góð. Það kemur með- al annars fram í því að við erum með lægstu frumutöluna að meðaltali yfir landið og við erum mjög stolt af því.“ Þá segir Sigurður Rúnar að vöruþróun í samlaginu hafi gengið mjög vel og nefnir að af 24 nýjum vörumerkjum hjá Mjólkursamsölunni á síðasta ári hafi sex verið úr Búðardal. „Merkilegasta nýjungin frá okk- ur er að mínu mati LH, afurð sem er náttúruleg- hjálp við lækkun blóðþrýstings. Þessi vara hefur að vísu farið hægt af stað í sölu en sambærilegar vörur eru að gera það mjög gott erlendis en þar er þessi markaður stór og fer vaxandi.“ GE í tHefni af útgáfu geisladisksins Hljómur frá Aðalvík, halda Snorri Hjálmarsson og Helga Bryndfs Magnúsdóttir útgáfutónleika í Loga- landi Reykholtsdal, miðvikudaginn 28. apríl, klukkan 20:30. Útgáfutónleikar BORGARBYGGÐ AUGLÝSING Tæknideild Borgarbyggóar óskar eftir tilbobum í 110m2 viðbyggingu á einni hæð við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi ásamt breytingu á húsnæði sem erfyrir. Gögn verða afhent þriðjudaginn 27. apríl nk á bæjar- skrifstofu Borgarbyggðar og hjá verkfræðistofunni Hönnun á Akranesi. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar þriðjudaginn 18. maí n.k. kl.14.00 og skal skila inn tilboðum fyrir þann tíma. Bœjarverkfrœbingur Borgarbyggbar. Auglýsing um deiliskipulag í Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu. Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir stækkun á frístundabyggð um 6 lóðir að Bjamastöðum Hvítársíðuhreppi Mýrasýslu. Um er að ræða 0,4-0,6 hektara lóðir sem tengjast eldra svæði. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oddvita Sámsstöðum frá 23. apríl til 21. maí 2004 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 3. júní 2004 og skulu þær vera skriflegar. | Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni. jj Skipulags og byggingarfulltrúi. Atvinna Starfskraft vantar í hlutastarf. Upplýsingar hjá Ásthildi í Blómahúsinu. h? W Skagabraut 6 - 431 5500 >dbv Heimauinnsla og sala afurda Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri ásamt Landbúnaðarráðuneytinu, Bændasamtökum íslands og Félagi ferðaþjónustubænda standa fyrir ráðstefnu um heimavinnslu og sölu afurða, föstudaginn 30 apríl næstkomandi í mötuneyti Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Ráðstefnan hefst klukkan 12:30 með skráningu en Hkur um 18:00. Kynntir verða möguleikar og hindranir sem felast í lögum og reglum um heimavinnslu landbúnaðarafurða og staða þessara mála hér á landi kynnt sem og í Noregi. A ráðstefnunni munu þrír norskir fyrirlesarar kynna ýmis átaksverkefni sem eru í gangi þar í landi til að efla smávinnslur og svæðisbundna sérstöðu í framleiðslu. Auk þeirra verða sex íslenskir fyrirlesarar sem tengjast þessu umræðuefni með beinum hætti. Þátttökugjald er innheimt en ráðstefnan er öllum opin. Skrá þarf þátttöku fyrir 28. aprfl hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri í síma: 433-7000

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.