Skessuhorn - 21.04.2004, Page 11
31SESSUHÖBH
MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 2004
11
Aþena Ragna í þriðja
sæti í 100m skriðsundi
Liðið endaði í 3.sæti í stigakeppni félaga
Aþena og Gunnar syntu
mjög vel á lokadegi CIJ móts-
ins í Luxemborg en Gunnar
Smári synti 100m skriðsund á
tímanum 56,09 sem skilaði
honum inn í úrslit. Hann átti
57,80 í þessu sundi fyrir
þannig að um mjög góða bæt-
ingu var að ræða. Hann náði
sér svo ekki alveg á strik í úr-
slitunum og synti á tímanum
56,92 sem skilaði honum í 8.
sætið.
Aþena Ragna synti mjög vel
í undanrásunum í 100m skrið-
sundi og kom í mark á tíman-
um 1:00,64. Hún átti best fyrir
1:05,42. Aþena synti ágætlega
í úrslitunum þegar hún kom 3ja
í mark á tímanum 1:01,10.
u
Þess má geta að tími Aþenu í
undanrásunum var undir lág-
marki SSÍ fyrir Evrópumeist-
aramót unglinga sem fer fram í
Lissabon í júlí, en Aþena er of
ung til að taka þátt í ár.
í heild sinni var árangur liðs-
ins ágætur og endaði liðið í 3.
sæti í stigakeppni landsliða
rétt á eftir landsliði Finnlands.
Bridds í Borgarfirði
Nú stendur yfir Opna Borgarfjarð-
armótið í tvímenningi sem er
samstarfsverkefni Briddsfélag-
anna á Akranesi, í Borgarnesi og
í Borgarfirði. Tuttugu pör taka
þátt í mótinu sem spilað er til
skiptis á fyrrnefndum stöðum.
Mótsstjóri og skipuleggjandi er
Guðmundur Ólafsson í Lamb-
haga en keppnisstjóri er Hafdís
Guðmundardóttir og er fram-
kvæmdin þeim báðum til sóma.
Fyrsta kvöldið var spilað á Akra-
nesi 15. apríl og svo í Logalandi
19. apríl.
Staðan eftir tvö kvöld er þessi:
1 Sveinbjörn - Lárus - Þorvaldur...
...........................65
2. Guðmundur Ólafsson - Hallgrím■
ur Rögnvaldsson...............53
3. Alfreð Viktorsson - Þórður Elías-
son...........................49
4. Tryggvi Bjarnason - Þorgeir Jós-
efsson........................42
5. Dóra Axelsdóttir - Rúnar Ragn-
arsson........................38
Síðasta kvöldið verður spilað á
Mótel Venus miðvikudaginn 28.
apríl.
Skaga-
stelpur í
U-19
Skagastúlkurnar Hallbera
Guðný Gfsladóttir og Helga
Sjöfn Jóhannesdóttir eru í U-
19 hópnum sem er nú í Pól-
landi þar sem liðið er í fjögurra
liða undanriðli fyrir EM. Auk
íslands eru Pólland, Ungverja-
land og Þýskaland í riðlinum.
íslensku stelpurnar unnu
fyrsta leik sinn við Ungverja
með fjórum mörkum gegn
engu.
Jafntefli
við ÍBV
ÍA lék síðasta leik sinn í riðla-
keppninni í deildarbikarkeppni
karla síðastliðinn sunnudag.
Skagamenn gerðu þá marka-
laust jafntefli við ÍBV en liðið
endar í 2. sæti í riðlinum með
16 stig, einu stigi færra en
Keflavík. Skagamenn eru þar
með komnir í átta liða úrslit en
leikdagar eru 28. og 29. apríl
n.k.
Á sunnudag lék Víkingur Ó-
lafsvík einnig í deildarbikarn-
um, neðri deild. Ólsarar töp-
uðu þá 2 - 1 fyrir HK sem er í
efsta sæti C riðils. Ejub
Purisevic skoraði mark Vík-
ings. Víkingur er í 2. sæti
riðilsins.
Rætt um viðbyggingu við
íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
hefur skipað vinnuhóp til að
fjalla um hugsanlega viðbygg-
ingu við íþróttamiðstöðina í
Borgarbyggð. í vinnuhópnum
eru fulltrúar frá sveitarfélaginu
og UMSB og Skallagrími en
meðal þess sem hópurinn mun
fjalla um er að skrifstofur
tveggja hinna síðasttöldu verði
fluttar í íþróttamiðstöðina. Þá
verður einnig rætt um að í
hugsanlegri viðbyggingu verði
búningsklefar fyrir íþróttamið-
stöðina en aðsókn að íþrótta-
mannvirkunum er það mikil yfir
háannatímann að núverandi
búningsaðstaða annar henni
varla. Vinnuhópurinn skilar nið-
urstöðu í haust.
Páll Brynjarsson bæjarstjóri
Borgarbyggðar sagði í samtali
við Skessuorn að gert væri ráð
fyrir umtalsverðri fjárveitingu til
uppbyggingar íþróttamann-
virkja í sveitarfélaginu árið 2005
og þá gæti stækkun íþrótta-
miðstöðvarinnar komið til fram-
kvæmda. Það ár segir Páll að
einnig væri horft til fram-
kvæmda við sundlaugina á
Varmalandi.
Á þessu ári er einnig gert ráð
fyrir töluverðum framkvæmd-
um við íþróttamannvirki í Borg-
arbyggð. í maí hefjast fram-
kvæmdir við endurnýjun á gólfi
íþróttahússins en sett verður
parket á gólfið í stað dúks. Þá
hefur Borgarbyggð lagt inn um
sókn um styrk til byggingar lítils
gervigrasvallar við Grunnskól-
ann í Borgarnesi í tengslum við
sparkvallaátak KSÍ. Vonast er til
að völlurinn verði tilbúinn fyrir
haustið.
Loks má geta þess að á veg-
um Borgarbyggðar og hesta-
mannafélagsins Skugga er
vinnuhópur að störfum til að
fjalla um byggingu reiðskemmu
í Borgarnesi. Hugsanlegt er að
farið verði í þær framkvæmdir
strax á næsta ári.
H CÖNCUM TIL HEILBRICÐIS
Fjöruganga í tiiefni af degi umhverfisins laugardaginn
24. apríl kl. 15 frá tjaldstæöinu við Kalmansvík.
Tómstunda- og forvarnarsviö hefur nú verkefnið Cöngum til heilbrigöis með
gönguferb í tilefni af degi umhverfissins. Farnar verba 10 ferbir í sumar þar
sem allir finna sér eitthvab vib hæfi. Þetta er í annab skiptib sem verkefnib
Göngum til heilbrigbis fer fram. Markmib þess er ab hvetja fólk til ab njóta
náttúrunnar í gönguferbum og fræbast á sama tíma. Færir leibsögumenn
verða í hverri ferb.
Fjörugangan (í tilefni afDegi umhverfisins) verbur gengin ó laugar-
daginn og gönguleiðin er sem hér segir: Tjaldstcebi Akraness -
Kalmansvík - Elínarhöfbi - Höfbavík - Mibvogur og til baka.
Leibsögumabur er Hannes Þorsteinsson, líffrcebingur sem fræbir göngufólk
um gróburtegundir, fjörudýrin og fuglana sem á vegi verba.
Göngufólki er boöið í Jabarsbakkalaug ab lokinni gönguferbinni.
Nœstu 5 ferbir „Göngum til heilbrigbis":
21. maí Fuglaskobunarferb (varptíminn)
12. júní Glymsganga
25. júní Mibnæturganga á Akrafjall í tilefni af jónsmessunni
15. júlí Saga Akraness
24. júlí Síldarmannagötur
Tómstunda- og forvarnarnefnd - Skipulags- og umhverfisnefnd
VERKALÝÐSFÉLAG AKRANESS
AÐALFUNDUR
Fimmtudaginn 29. apríl 2004, kl. 19:00,
að Kirkjubraut 40, 3. hæð.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta framhaldsaðalfundar.
2. Skýrsla stjómar fyrir liðið starfsár.
3. Ársreikningar félagsins fyrir 2002 og 2003 lagðir fram.
4. Breytingar á reglugerðum félagsins: Tillögur um breytingar á
reglugerð Sjúkrasjóðs félagsins.
5. Kosningar sem ffarn þurfa að fara á aðalfundi:
a) Kosning stjómar Sjúkrasjóðs.
b) Kosning stjómar Orlofssjóðs.
c) Kosning kjörstjómar.
d) Kosning skoðunarmanna reikninga.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál
Ársreikningar félagsins vegna áranna 2002 og 2003 munu
liggja ffammi á skrifstofu félagsins eftir kl. 13:00
miðvikudaginn 21. apríl 2004.
(Afmeeli
Jenni R. Ólason íBorgarnesi
verður 70 ára þann 26. apríl
næstkomandi.
Hann tekur á móti gestum í
Safnaðarheimilinu
(Félagsbæ)
sunnudaginn 25. apríl
frá klukkan 15 til 18.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Ferðamálasamtaka
Mýra- og Boraarfjarðarsýslu
verður naldinn
í Hótel Borgarnesi mánudaginn
3. maí 2004 kl. 14:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Stjórnin
Nýkomið er í sölu mjög vandað og
fjölskylduvænt 205 fm. einbýli á
frábærum útsýnisstað í Borgarnesi.
Parket á stærstum hluta hússins.
5 herberai. Ný eldhúsinnrétting.
Glæsilegur garður.
Eign fyrir vandláta. V. 15,9 m.
Berg fasteignasala
Haaleitisbraut 58
Sími 588 5530