Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2004, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.07.2004, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 27. tbl. 7. árg. 7. júlí 2004 Kr. 300 í lausasölu Geitungur liggur í vainum eftir að hafa hitt meindýra- eyði hjá Öryggismiðstöð Vesturlands. Geitungar fara á stjá Undanfarið hefur borið á að geitungar eru farnir að skríða úr fylgsnum sínum. Gera má ráð fyrir að eftir mildan vetur og gott sumar verði mikið af þessum hvimleiðu skorkvikindum á ferð, fólki til ama. Fjöl- skylda ein á Ahranesi fékk t.a.m. fimm stykkja fjöl- skyldu geitunga í óboðna heimsókn inn um svala- hurðina hjá sér í síðustu viku í lok góðviðrisdags, svo kalla þurfti út meindýraeyði til að farga kvikindunum. Geitungabit getur reynst mörgum hættuleg og er því full ástæða fyrir þá sem verða þeirra varir að komast fyrir rót vandans og láta eyða búunum sem þeir koma úr. Einnig er hægt að kaupa svokallaðar geitunga- gildrur í verslunum þó að fyrr nefnda ráðið sé mun áhrifaríkara. MM Búin líta út svipað og ijósakrónur í IKEA. « - ■ ‘ .1 Nei, þetta er ekki meyjar í kvennabúrí soldáns í eldgömlu austurlensku ævintýri heldur hressar nútímakonur af Akranesi sem skelltu sér á námskeið í magadansi hjá Helgu Brögu Jónsdóttur um helgina. Einsog sjá má var stemningin góð og stelpurnar segja magadansinn ótrúlega góða og skemmtilega leið til að hrísta af sér slenið og koma sér í form. Fasteignaverð hækkaði mest á Vesturlandi Undanfarin ár hefur mátt merkja talsvert jákvæðar vænt- ingar fólks á Vesturlandi til bú- setu á svæðinu. Þó svo að skipu- lögð mæling væntingarvísitölu eða ánægjustuðuls af einhverju tagi hafi ekki farið fram meðal íbúa, fyrirtækja eða stofnana, er ljóst að menn trúa á að bjartir tímar með blóm í haga séu framundan með tilheyrandi fjölgun íbúa næstu árin. Þetta má m.a. merkja á því að sveitar- félög skipuleggja íbúðahverfi, verktakar byggja og víðast hvar er góð eftirspurn eftir lóðum og íbúðarhúsnæði, sala hefur því aukist og verð hefur víðast hvar hækkað í landshlutanum. Ein marktækasta mæling á væntingum fólks til tiltekinna svæða landsins er fasteignaverð og eftirspurn eftir íbúðarhús- næði. Nýjustu upplýsingar um þróun fasteignaverðs eftir lands- hlutum, sem ná allt aftur til árs- ins 1990, leiða í ljós að fasteigna- verð hefur hlutfallslega hækkað mest á Vesturlandi á þessu ára- bili. Því næst er Reykjanes og loks höfuðborgarsvæðið. Ef litið er nær í tíma, eða til áranna 1997 til 2003 hækkaði fermetraverð í- búðarhúsnæðis urn 60% á Vest- urlandi. Elækkun á sama tímabili á Suðurlandi var 70% og 80% á höfuðborgarsvæðinu. A öðrum svæðum landsins var hún minni og minnst á Vestfjörðum þar sem fasteignaverð stóð í stað á þessu árabili. Þannig má segja að höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Reykjanes og Vesturland lúti í dag svipuðum lögmálum varð- andi þróun fasteignaverðs og helst það e.t.v. í hendur við stækkað atvinnusvæði samhliða bættum samgöngum. Því er ná- grenni höfuðborgarinnar að verða vænlegri fjárfestingakost- ur en áður. Skessuhorn tók púlsinn á fast- eignamarkaðnum á Vesturlandi, ræddi við nokkra fasteignasala, kannaði verðþróun og annað er snýr að fasteignaviðskiptum á svæðinu. Sjdbls. 12-15. Leitað að báti Björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjarg- ar, Björg frá Rifi, hrað- björgunarbátur björgunar- sveitarinnar frá Olafsvík á- samt þyrlu Landhelgisgæsl- unnar voru kölluð út á þriðja tímanum sl. laugar- dag til eftirgrennslunar á 7 tonna Sómabáti; Eskey SF- 45, sem datt út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni fyrr um daginn en þá var hann staðsettur um 13 sjómílur norðvestur af Snæfellsnesi. Ekkert samband náðist við bátinn og svaraði hann ekki neinum fjarskiptaköll- um Tilkynningarskyldunn- ar og ekkert símasamband náðist við hann. Klukkan 16:10 fann þyrla Landhelg- isgæslunnar bátinn á svip- uðum stað og síðast var vit- að um staðsetningu hans og var hann þá á siglingu og allt virtist í lagi hjá honum. Eftir að þyrlan hafði sveim- að yfir Eskey skamma stund hafði skipverji á honum samband gegnum talstöð og spurðist fyrir um hvort verið væri að leita að hon- um, sendirinn fyrir sjálf- virka tilkynningarskyldu- kerfið væri dottinn út vegna bilunar. I ljós kom að skipverjar á Eskey höfðu ekki opna rás 16, sem er neyðarbylgja sem öllum skipum og bátum ber að hlusta á. MM kaue Tilboðin gilda frá 8. júlí til og með 13. júlí eða meðan birgðir endast. Þurrkr.lærissneiðar Þurrkr.lambafr.hr.sn. Grísabógur Goða pylsur 10 stk. Hamborgarar 10 stk. Góð Kaup! Verð áður: 1.398 kg. 1.793 kg. 1.298 kg. 389 kg. 30% afsl. 989,- 1.649 kg. Nýtt 868 kg. 1164,- Kartöflusalat 500 gr. 229,- Hvítlaukssósa köld 169,- Piparsósa köld 169,- Coke 6 x 0,5 Itr VCf|ð9 594,- velkomin! Góð Kaup! Verð áður: 288,- 248,- 248,- 690,- Hyrnutorgi Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.