Skessuhorn - 07.07.2004, Blaðsíða 20
20
MIÐVTKUDACiUR 7. JULI 2004
cmCiddlltlUu.
Hert öryggi í millilandasiglingum
Lok, lok og læs! Nú hefur Grundartangahöfn verið girt rammlega af og inn eða út fyrír
þetta hlið fer enginn nema eiga gilt erindi.
Þann 1. júlí tók gildi ný al-
þjóðleg tilskipan sem varðar ör-
yggi í millilandasiglingum og
þurfa allar hafnir sem þjónusta
skip í slíkum siglingum nú að
framfylgja svokölluðum ISPS-
kóða sem felur í sér mjög herta
öryggisgæslu. Aðgengi að haífi-
arsvæðinu er þannig heft til
muna ffá því sem verið hefur og
umferð um það í raun og veru
stýrt, myndavélar vakta svæðið
og sérstakir gæslumenn fara í
reglulegar eftirlitsferðir, auk
þess sem allir sem fara inn á
svæðið verða að gera ítarlega
grein fyrir sjálfum sér og erindi
sínu fyrir hafhargæslumönnum.
Klafi
Fyrirtækið Klafi er í eigu Is-
lenska járnblendifélagsins hf. og
Norðuráls hf. og hefur umsjón
með rekstri hafnarinnar við
Grundartanga. Helstru verkefni
eru uppskipun hráefna fyrir
verksmiðjurnar, ásamt því að
koma efhi inn á vinnslusvæði
þeirra og útskipun fullunninnar
vöru. Þá sér fyrirtækið einnig
um daglegan rekstur hafnar-
krana og löndunarkerfi Islenska
járnblendifélagsins. Með til-
komu ISPS-kóðans fá starfs-
menn Klafa aukið hlutverk þar
sem það hefur komið í þeirra
hlut að framfýlgja kóðanum. Þar
á bæ hafa menn unnið hörðum
höndum að því síðustu vikurnar
að koma tilskipuninni í gagnið.
Vöm gegn hryðju-
verkum
Smári Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Klafa, segir upp-
hafið að þessurn breytingum
megi rekja til árásanna á Tví-
buratumana í New York þann
11. september 2001 og hryðju-
verkaógnunarinnar sem skapað-
ist í kjölfarið. Arið 2002 vom
samþykkt alþjóðleg lög um
hafnarvernd og áðurnefndur
ISPS-kóði setmr á. Það er rétt
um mánuður síðan óskað var eft-
ir því við Klafa að fýrirtækið tæki
að sér gæslu á svæðinu í sam-
ræmi við hinar nýju relgugerð
og því er óhætt að
segja að handtök-
in hafi verið snör.
Viku áður en til-
skipunin gekk í
gildi gerði Sigl-
ingamálastofnun
úttekt á aðstæð-
um og í kjölfarið
fékk Klafi vottun
um að öllum regl-
um væri fylgt.
Stór höfn í
tonnum
talið
Um höfhina á
Grundartanga
fara að jafnaði um
200 skip á ári og í
tonnum talið er
þetta næst stærsta
höfnin á landinu.
Lang flest þessara skipa em er-
lend og krafan um að ffamfylgja
ISPS-kóðanum því kannski ekki
úr lausu lofti gripin. Hlutverk
Klafa hefur verið að undirbúa
gildistöku tilskipunarinnar, en til
þess hefur þurft að ráða 7 starfs-
inenn til gæslustarfa við höfnina,
skipuleggja störf þeirra og ör-
yggisgæslu á svæðinu, útbúa
auðkenniskort fýrir þá sem mega
fara um svæðið, koma upp hlið-
um og myndavélum og öðm því
sem tilheyrir. Grundartanga-
höfn ber kostnað af öllum tækja-
búnaði og áætlar Smári að bún-
aðurinn sem til þarf kosti um 12-
15 milljónir. Rekstrarkostnaði
verður mætt með auknum álög-
um á vegfarendur um höfnina.
Klafi hefur haft þennan undir-
búning með höndum, dyggilega
studdur af starfsmönnum Akra-
nes- og Gmndartangahafhar.
Flóknari samskipti
Að sögn Smára verða öll sam-
skipti manna á rnilli óneitanlega
heldur þyngri í vöfum en verið
hefur, en nú er til dæmis gerð
krafa um það að skip á leið til
hafnar látd vita af sér, gefi upp
staðsetningu og áætlaðan komu-
Smári og Sigurður Dagbjartsson öryggisvörður fylgjast grannt með
allri umferð úr hliðinu.
Allt í plati
tíma með nákvæmari hætti en
áður hefur tíðkast, sendi lista yfir
áhafnarmeðlimi og gefi jafn-
framt upp vegabréfanúmer
þeirra, geri grein fýrir því hverj-
ir komi til með að fara frá borði
meðan skipið hefur viðdvöl og
hverjir eigi erindi um borð.
Þessar upplýsingar hafa gæslu-
menn undir höndum og enginn
sem ekki er skráður á lista fær að
fara um eða frá borði. Á hinn
bóginn telur Smári það til bóta
að betur sé fýlgst með umferð
um Grundartangahöfn, en
stundum hefur verið rætt um að
aðgengi að henni sé allt of auð-
velt og óprúttnir aðilar geti auð-
veldlega notfært sér það. Smári
segist reyndar aldrei hafa vitað
til þess að eitthvað misjafht hafi
átt sér stað við höfhina, engu að
síður sé þetta ákveðinn léttir fýr-
ir starfsfólk og að hér með verði
illmögulegt að skipa nokkru því
upp sem ekki þolir dagsins ljós.
Starfsfólk vel
undirbúið
Smári segir starfsfólk Klafa
taka breytingunum vel, enda hafi
mannskapurinn verið nokkuð
vel undirbúinn. I vor var haldið
námskeið á vegum Siglinga-
málastofnunar og 'Ibllgæslunnar
og farið )fir málin. Sex manns
frá Klafa tóku þátt í því nám-
skeiði. Smári segir fólkinu óneit-
anlega hafa þótt svolítið skrítið
að vera allt í einu komið á nám-
skeið til að verjast hryðjuverka-
mönnum þar sem meðal annars
var kennt að nota málmleitar-
tæki, en hryðjuverkamenn gera
víst ekki boð á undan sér og láta
til skarar skríða á ólíklegustu
stöðum og því skiljanlegt að
gripið sé til hertrar gæslu.
ALS
Eins og kunnugt er fór fyr-
irtækja ratleikur fram á
Jónsmessuskemmtun sem
haldin var á Akranesi í lok
júní. Aðdragandi keppn-
innar fólst m.a. í því að
starfmenn fyrirtækja skor-
uðu á kollega sfna i öðrum
fyrirtækjum í keppni og
kepptu þannig tvö lið sín á
milli. Starfsmenn íslands-
banka skoruðu fyrir keppn-
ina á vini sina i Lands-
bankanum sem tóku á-
skoruninni og bjuggu sig
undir spennandi keppni.
Þegar Landsbankastarf-
menn mættu á staðinn var
hinsvegar engan að sjá frá
íslandsbanka!
Landsbankinn fór því fýlu-
ferð á staðinn. Þegar helg-
in var liðin barst sending til starfsmanna l'slandsbanka. Þar var á ferðinni gjöf frá Landsbankastarfsfólki sem
innihélt m.a. krús af fjölnota vítamíni ásamt gömlu, lúnu reiðhjóli sem þiggjendur máttu laga næsta árið, fyrír
næstu keppni. Þannig var skorað á íslandsbanka að mæta til keppninnar að ári. Aðspurðar um ástæðu
þess að þær mættu ekki til leiks, voru starfskonur íslandsbanka með vel á þriðja tug afsakana. Einhvers
misskilnings hafði gætt í hópnum, sumar voru uppteknar og aðrar erlendis og því hafði botninn dottið úr
áskorendahópnum og ekkert orðið af neinu. Spennandi verður að fylgjast með hverjir mæta að ári. MM
LAhrifI
wmmmmmmmmmmmm*
Verið velkomin á sýningu okkar systra
að Bakkatúni 20 á Akranesi.
Við sýnum og seljum ný verk, Margrét hefur gert
hörlöbera með þrykki og Jóhanna vatnslitamyndir.
Það er opið frá 13-18, föstudag, laugardag og
sunnudag. Kaffi á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur,
kveðja
Jóhanna og Margrét Olgu- og Leópoldsdœtur.
www. leopold. is/glöggarsystur