Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2004, Side 4

Skessuhorn - 07.07.2004, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 2004 ú&iissunuk. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: íris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 )677 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé qri greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. greitt með 433 5500 Fótbolta- foreldri Fyrir stuttn urðu þau tímamót í í- Gisli Einarsson, þróttasögu míns heimilis að átta ára ritstjori. sonur minn tók í fyrsta sinn þátt í knatt- spyrnumóti. Fyrir þennan viðburð var vissulega þó nokkur eftir- vænting á heimilinu, þó nokkur hjá knattspyrnumanninum sjálf- um en mun meiri hjá föðurnum. Þess ber þó að geta að eftirvænt- ing okkar feðga var ekki á alveg sömu forsendum. Sonurinn batt miklar vonir við að liðið hans myndi vinna þó ekki væri nema einn leik enda búinn að sjá það í sjónvarpinu að það eru ekki alltaf stærstu stjörnurnar sem vinna stærstu sigrana. Sjálfur lét ég mér þær vangaveltur í léttu rúmi liggja. Eg gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir að strákurinn þyrfti ekki að leggja hart að sér til að vera föðurbetrungur á fótboltavellinum án þess að ég ætli að fara frek- ar út í þá sálma. Fótboltaleikirnir framundan voru heldur ekki það sem vakti áhuga minn varðandi þetta mót. Skömmu áður hafði ég sumsé lesið um það í dagblöðum hvert væri hlutverk foreldra í íþróttakeppni barna og það var ekki svo lítilvægt. Þá höfðu foreldrar barna sem þátt tóku í golfmóti lumbrað hvert á öðru með golfkyffum þar sem úrslitin voru ekki eins og foreldrarnir höfðu ætlast til. Þá höfðu umræddir foreldrar notað golfkylfurnar á bifreið kollega sinna í íþróttaforeldrastétt og skildu síðan krakkana eftir grenjandi, enda voru þeir að sjálfsögðu aukaatriði ef út í það var farið. Það var því kannski ekki skrítið þótt ég væri orðinn svolítið spenntur að komast loks á alvöru íþróttamót með börnum mínum og fá að ganga í skrokk á öðrum foreldrum enda skildist mér að stemningin á fótboltamótum væri ekki mikið síðri en í golfinu. Það sem þetta var mitt fyrsta barnaíþróttamót þá ákvað ég að vera vel undirbúinn og síðustu vikurnar fyrir mótið notaði ég vel og undirbjó mig bæði andlega og líkamlega. Eg gerði ótal armbeygj- ur, hoppaði, sippaði hljóp og lamdi sandpoka og þegar stóra stundin rann upp taldi ég mig geta látið hvaða foreldri sem er lúta í gras. Síðan komu stóru vonbrigðin. Á knattspyrnumótinu voru foreldrar í friði og spekt að horfa á krakkana í fótbolta og hvetja þau til dáða. Engin ofbeldisverk, ryskingar eða einu sinni almennileg rifrildi. Lið sonar míns náði að vísu ágætum árangri en fyrir mér var mótið ónýtt því þrátt fyr- ir að ég reyndi ítrekað að espa aðra fótboltaforeldra upp þá kom það allt fyrir ekki neitt og þarna var mígandi hamingja frá morgni til kvölds. Síðustu daga hef ég hugleitt að snúa mér að pólitík. Þar er belli- brögðum beytt, bæði hægri og vinstri, menn stungnir í bakið, tæklaðir og hvergi til sparað til að koma góðu höggi á andstæðing- inn. Þar er líka engu skeytt um þó kjósendur sitji eftir grenjandi enda eru þeir algjört aukaatriði. Gísli Einarsson, vonsvikinn. Gestastofa opnuð í ÞJÓÐGARÐÍNN SNÆFELLSJÖKUL Davíð Egilsson forstöðumaður Umhverfis- stofnunar, Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra og Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður. Mynd: Guðrún Bergmann Gestastofa Þjóðgarðsins Snæ- fellsjökuls var opnuð sl. sunnu- dag. Hún er í húsi Menningar- miðstöðvarinnar að Hellnum. Við opnunina voru ýmsar uppá- komur og gátu gestir t.d. reynt með sér í styrk og listrænum til- burðum. Landverðir sýndu gestum líffíkið í fjör- unni og buðu einnig upp á stutta göngu- ferð þar sem áhersla var lögð á söguna. A sýningunni í gestastofunni er lögð áhersla á náttúrufar svæðisins undir Jökli og lífsskilyrði ver- manna áður fyrr. Reynt er að tvinna þessa þætti saman þannig að nútíma- maðurinn geti betur sett sig í spor vermannanna. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa unnið að sýningunni í vetur og vor og notið aðstoðar ýmissa sérfræðinga. Hönnuður sýning- arinnar er Björn G. Björnsson hjá List og sögu. MM Ný lögreglustöð Nýja lögreglustöðin í Ólafs- vík var vígð 9. júní sl. og batnar til niuna aðstaða lögreglunnar á staðnum við það. Meðal annars bætist við bílgeymsla en bílar embættisins hafa fram að þessu þurft að standa úti. Það var dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason sem vígði stöðina sem stendur við Bankastræti la. Það var Loftorka ehf í Borgar- nesi sem hafði umsjón með byggingu hússins en hafði til liðs við sig ýmsa undirverktaka af Snæfellsnesi. Það var Magn- ús H Ólafsson arkitekt sem T 1 ŒDjjj j Qfc Nýja stöðin stendur við Banka- stræti 1a. Ljósmynd: ERR teiknaði húsið, Bragi Sigur- dórsson teiknaði raflagnir og Verkhönnun sá um burðarþol- steikningar. MM Polarhav er komið út undir bert loft. Skipið verður sjósett fljótlega og afhent í þessum mánuði. Polarhav brátt sjósett Nú líður að því að smíði tog- arans Polarhavs ljúki hjá Þ&E á Akranesi. Sigurður Guðni Sig- urðsson framkvæmdastjóri sagði í samtali við Skessuhorn að smíðin hafi gengið vel og að skipið yrði sjósett fljótlega. Einungis er eftir að koma fyrir hluta af spilbúnaði. Afhending til kaupandans verður í þessum mánuði en skipið fer til Rúna- víkur í Færeyjum. Hér er um fyrsta nýsmíða- verkefni skipasmíðastöðvarinn- ar að ræða í 12 ár. Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi og dreginn hingað til lands í vetur ásamt öðrum eins skrokki, en systurskip Polar- havs er jafnframt í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Ósey í Hafnarfirði. Skipin eru 36,5 metra löng og 8,5 metra breið togskip. Þetta eru svokölluð tvíburaskip sem þýðir að tvö eins skip eru smíðuð og munu þau draga eitt troll saman en með því næst meiri hagræðing í veiðum þar sem ekki þarf að nota eins stórt skip við veiðarn- ar. Einnig er hægt, ef svo ber undir, að senda skipin á sitt- hvora veiðislóðina ef ekki á að veiða í tvíburatroll. Sigurður Guðni segir að verkefnastaða hjá Þ&E sé góð um þessar mundir og útlit fyrir að svo verði áfram. MM Fjósið vígt 6. ágúst Framkvæduin við bygg- ingu og innréttingar nýja kennslu- og rannsóknafjóss- ins á Hvanneyri hafa gengið vel og er nú fyrirhugað að byggingin verði formlega tekin í notkun föstudaginn 6. ágúst næstkomandi að landbúnaðarráðherra við- stöddum. Með nýja fjósinu verður mikil breyting á allri kennslu- og rannsóknaað- stöðu í nautgriparækt við skólann. Boðið verður upp á nútímalega aðstöðu fyrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legubásum, en kálf- ar í hálmstíum með sjálf- virkri mjólkurfóðrun. Kýrn- ar verða mjólkaðar í 2x6 mjaltabás, sem um leið mun þjóna sern kennsluaðstaða fyrir bændaefni og endur- menntunaraðstaða fyrir starfandi bændur. Fjósið verður rúmgott og bjart og sérstaklega hefur verið hug- að að móttöku hópa. Loft- ræsting verður náttúruleg, þannig að hvinur frá viftum mun ekki trufla kennslu eða leiðsögn. MM Nýr læknir Hjalti Guðmundsson læknir tók til starfa á Heilsu- gæslustöð Grundarfjarðar fimmtudaginn l.júlí sl. Hann mun starfa þar í 2 mánuði, eða til 1. september nk. (w'ww.grundarjjordur. is) Skógræktar- félag í heimsókn Stjórn Skógræktarfélags Islands ásamt starfsmönnum og mökum komu í heimsókn til Akraness 30. júní sl. Bæj- arráð ásamt bæjarstjóra og umhverfisfulltrúa áttu fund með stjórninni ásamt stjórn Skógræktarfélags Akraness þar sem kynnt voru framtíð- aráform bæjaryfirvalda í skógræktarmálum á Akra- nesi, uppbygging ýmissa svæða undanfarin ár og sam- vinna við Skógræktarfélag Akraness. Rætt var einnig um samstarf skógræktarfé- lagsins við bæjaryfirvöld í nútíð og framtíð. Að fundi loknum var farið í skoðunar- ferð í Garðalund, Slögu og Klapparholt. (www.akranes.is)

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.