Skessuhorn - 07.07.2004, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 7.JÚLÍ^004
9
Sjómenn eru enn með hæstu
laun starfsgreina, þrátt fyrir að
laun þeirra lækka milli ára.
Atvinnu-
tekjur
Hagstofa íslands hefur birt
tölur um atvinnutekjur íslend-
inga árið 2003. Atvinnutekjur
skilgreinast sem beinar skatt-
skyldar launagreiðslur fyrir
vinnuframlag í aðalstarfi auk
staðgreiðsluskyldra dagpen-
inga og ökutækjastyrks.
Þar kemur m.a. fram að
meðal árstekjur landsmanna
eru 2.636 þúsund króna og
hækkuðu um 4,35% milli ár-
anna 2002 og 2003. Eins og
áður eru meðaltekjur hæstar á
höfuðborgarsvæðinu, eða
2.794 þúsundir, á Reykjanesi
voru þær 2.573 þúsundir
króna, á Austurlandi 2.439
þ.kr., á Norðurlandi eystra
2.398 þ.kr. og hér á Vestur-
landi voru meðal atvinnutekjur
2.392 þúsund kr. á ári eða svip-
að og meðaltal landsbyggðar-
innar allrar þar sem þær mæl-
ast 2.387 þ.kr. Atvinnutekjur á
Vesturlandi hækka einungis
um 2,7% milli ára, eða mun
minna en landsmeðaltalshækk-
un.
Þegar skoðað er hvaða at-
vinnugreinar á Vesturlandi
gefa mestu tekjur bera fisk-
veiðar höfuð og herðar yfir
aðrar atvinnugreinar, en þar
voru meðallaun á sl. ári 4.067
þ.kr., þrátt fyrir að þær lækka
um tæplega 8,5% milli ára þar
sem þær voru 4.438 þ.kr. árið á
undan. Næst-hæstu laun eru í
veitustarfsemi eða 2.833 þ.kr.,
2.777 þ.lcr. í frumvinnslugrein-
um, 2.764 þ.kr. í iðnaði og á-
ffam mætti telja. Störf í land-
búnaði ráku lestina en þar voru
meðal árslaun 1.059 þúsund
krónur árið 2003. Þrátt fyrir að
reka lestina hækkuðu laun fyrir
störf í landbúnaði um 8,4%
milli ára.
MM
Leifsbáííð
‘Eiríþsstöðum í ‘HauCgdaC
9. - ll.júíí 2004
- Víkingabúðir
Leikir, utskurður í tré og bein, forn matargerð,
markaðstjöld, leikir fyrir börnin o.fl.
- Kór úr Dalabyggð
Heimamenn flytja nokkur sönglög.
- Sögufélag Dalamanna og söngur.
- Sumarblót í Leifsbúð:
Nikkólina. Lopapeysu-teitið, söngvatn og hver syngur
með sínu nefi.
- Ættirykkar raktar til Eiríks-rauða af Oddi Helgasyni.
- Kórsöngur Vorboðans.
- Landnáma.
Stoppleikhópurinn.
- Horft aftur í tímann.
Erla Stefánsdóttir segir m.a. frá þvi sem hún sér.
- Víkingakappleikir.
Ungmennafélagið Æskan annast leikina. Keppt verður
í glímu, spretthlaupi, grjótkasti o.fl. Allir hvattir til
þáttöku.
- Ratleikir.
- Halli Reynis og bandflytjaýmis lög.
- Heimsókn Gunnars, Nj'áls og Kolskeggs til heitmeyjar
Gunnars.
Söngur og leikur.
- Brennu-Flosi tendrar í bálkestinum.
Tröllasögur —fjöldasöngur með Nikkólínu.
- Dansleikur.
Hljómsveitin Abrestir spilar fyrir dansi
Nánari upplýsingar í síma: 434-1132 & 434-1410
Aðgangseyrir 2.500 kr.
13-16 ára og lífeyrisþegar 1.000 kr.
12 ára og yngri ókeypis aðgangur.
5M5 LEIKUR
VINNINGAR: SNJÓSLEÐI, FJÓRHJÓL, ÆVINTÝRAFERÐIR
Þú kaupir rétta kippu og geymir kvittunina
sendir SMS skeyti með fjölda kippa í 1919 - t.d. becks(bil)2
og þú ert kominn í pottinn
Allar nánari upplýsingar á becks.is