Skessuhorn


Skessuhorn - 07.07.2004, Side 18

Skessuhorn - 07.07.2004, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 2004 jntaðunu... Sundfélag Akraness meðal þeirra bestu Hvorki fleiri né færri en fimm Islandsmet voru sett á metamóti Sundfélags Akraness 30. júní sl. Sundfélagið setti upp lítið sundmót í þeim tilgangi að reyna við Islandsmet. Mótið gekk vel fyrir sig og metin féllu. Það munaði ekki miklu að sjötta metið hafði verið slegið, en kvennasveitin fór 4x1 OOm skriðsund á tímanum 4:00,59. íslandsmetin fimm: 4x50m flugsund telpna 2:13,12 (gamla. metið var: 2:14,70) Það voru þær Gyða Björk, Daisy, Ragna Lóa og Aþ- ena Ragna sem syntu. 4x50m bringusund telpna 2:30,91 (gamla metið: 2:34,62) Þær Díana, Aþena Ragna, Hulda og Rakel syntu. 8x50m skriðsund kvenna 3:53,29 (gamla metið: 4:00,63) Kolbrún, Aþena, Daisy, Gyða, Hulda, Karitas, Elísa og Hildur syntu. 400m baksund kvenna 4:55,33 (4:59,18) og það var hin frækna Kolbrún Yr Kristjáns- dóttir sem setti metið. 4x2 OOm skriðsund telpna 9:19,21 (9:23,21) Þær Daisy, Gyða Björk, Hulda og Aþena Ragna syntu. Þriðja besta liðið Sundfélag Akraness er nú með 3ja besta félagið á AMI. Félagið setti 4 Islandsmet, 17 Akranesmet og fékk alls 48 verðlaun og var auk þess valið prúðasta liðið. Aldursflokka- meistaramótið fór frarn á Akur- eyri síðustu helgina í júní. Ar- angur Sundfélag Akraness var hreint frábær þar sem liðið end- aði í 3. sæti í stigakeppni félaga. Sundlið ÍRB sigraði með 1.543 stigum, í öðru varð SH með Fasteignir á Akranesi Akursbraut 22 86 m2 íbúð á miðhæð í þríbýli, 2 svefnherbergi, auk sameignar í kjallara. Bílskúr 19 m2. Gott útsýni yfir höfnina. Vailarbraut 1 Mikið endum 59 m2, 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Endurn.: Eldhúsinnrétting, baðinnr., innihurðir, gólfefni. Sér geymsla í kjallara ekki innifalin í flatarmáli íbúðar. Blokkin klædd með steni. Stuttur afhendingartími. Sandabraut 4 88 m2 íbúð á n.h. 2-3 svefnherbergi. Mikið endurnýjuð eign. Stendur við fáfama götu. Hús nýl. málað að utan. Bílskúr 24 m2. Stuttur afhendingartími. Fasteignamidlun Vesturlands ehf. Kirkjubraut 40, 300 Akranes Sími 431 4144 Bréfsími 431 4244 GSM 896 2497 Soffi'a S. Magnúsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali Vegna leiks ÍA og TVM Tallinn Vegna leiks ÍA í Evrópukeppninni við svissneska liðið TVM Tallinn, sem fram fer á Akranesi 15. júlí nk. verður einungis leyfilegt að selja miða í sæti skv. reglum UFA. i Sætin eru aðeins 752 sem hægt er að selja. f Miðaverð er 1.500 krónur. I Áríðandi er að fólk átti sig á því að bannað er að vera annars staðar við völlinn á þessum leik. Stjórn Meistaraflokks ÍA \_____________________________________________y 1.392 stig, í þriðja sæti varð svo Sundfélag Akraness með 965 stig sem er 147 stigum meira en í fyrra þegar liðið endaði í fjórða sæti. Sundfélagið Ægir varð í fjórða sæti með 759 stig, Sundfélagið Oðinn í fimmta sæti með 658 stig og Sunddeild KR í því sjötta með 455 stig. Hrafn Traustason fór á kost- um á mótinu þegar hann vann gull í öll- um sex einstaklings- greinunum sem hann keppti í, setti tvö Islandsmet, sex Akranesmet og varð stigahæsti sveinninn á mótinu. Það er ljóst að Sundfélag Akraness er aftur komið í hóp sterkustu liða á Is- landi. A vef Sundfé- lags IA kemur fram að nú þurfi félagið betri aðstöðu. Þar segir m.a.: „Staða SA í dag er sú að félagið getur ekki tekið inn fleiri iðkendur vegna plássleysis í laugunum hér á Skaga, en félagið þarf að geta stækkað enn meira til að geta keppt við risana frá Suðurnesj- um og Hafharfirði.“ MM Afinælishátíð STJÁ Um þessar mundir fagnar Starfsmannafélag Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundar- tanga 25 ára afmæli. Af því til- efni var á laugardaginn var blásið til afmælishátíðar á Þór- isstöðum, sem hefur skapað sér sess sem nokkurs konar sumar- dvalarstaður meðlima STJA. A hátíðinni, sem var vel sótt þrátt fyrir töluverða úrkomu, var starfsmönnum sem unnið hafa hjá fyrirtækinu í 25 ár fært glæsilegt gullúr að gjöf. Hátíð- ardagskrá var í golfskálanum, leiktæki og skemmtilegheit fyrir börnin og öllum afmælis- gestum boðið í grillmat. Um kvöldið var haldin kvöldvaka og síðan dansleikur þar sem gestir skemmtu sér fram eftir nóttu, en fjölmargir gistu Þór- isstaði í tjöldum eða bústað. ALS Ungfrú gæs 2004 var á vappi á hátíðinni og sló á létta strengi. Fékk afmælisgesti meðal annars í létt Höfuð - herðar - hné og tær með sér. Allir krakkar, allir krakkar... Það var mikið fjör á rólóvellinum á Þóris- stöðum. Jón Sigurðsson var fyrstur til þess að gegna stöðu forstjóra Járn- blendiverksmiðjunnar. Hann lét sig ekki vanta á hátíðina og skartaði sem endranær einkennismerkinu sínu - þverslaufu. Með honum á myndinni er Barði Friðriksson, sem var fyrsti stjórnarformaður ís- lenska járnblendifélagsins, og eiginkonur þeirra. Afmæisgestir létu rigningarúða ekki aftra sér frá því að mæta á af- mælishátíðina.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.