Skessuhorn - 14.07.2004, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. [UT.I 2004
„ntsðinu,.
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi
Simi: 433 5500
Fax: 433 5501
SkRTFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA
Utgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 899 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Iris Arthúrsdóttir 696 7139 iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 gudrun@skessuhorn.is
Prentun: Prentmet ehf.
Skessuhorn kemur út alla miðvi
eudögum. Auglýsendum er
ifrestur smáauglýsinga er ti
tudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á
lent a að panta auglýsingaplass timanlega.
12:00 á priðjudögum.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með
greiðslukorti. Verð i lausasölu er 300 kr.
433 5500
Álitamál
Það vill svo vel til að ég er það vel
af Guði gerður að ég hef undantekn-
ingarlaust rétt fyrir mér sem er mjög
þægilegur kostur í samfélagi óvissu
og glundroða. Eg hef heldur ekki orðið var við annað en að
fólk almennt (að konunni minni undanskilinni) virði það að
mínar skoðanir eru í öllum tilfellum réttar. Þetta sparar mér
tímafrekar rökræður og röfl, mas og málavafstur og losar
mig við ýmiskonar taut og tuð. Ef mér finnst það þá er það
rétt. Þannig er það bara og þarf ekki að ræða það frekar.
Því miður eru ekki allir jafn lánsamir.Til eru þeir, jafnvel
meðal æðstu ráðamanna, sem eru ekki vissir í sinni sök og
þurfa því að leita ráða hjá til þess gerðum vitringum sem hafa
jafnvel sitt lifibrauð af því að segja öðrum hvað þeir eiga að
gera og komast þannig hjá því að gera nokkurn skapaðan
hlut sjálfir.
I sumum tilfellum er líka leitað til vitringanna (sem eru
miklu fleiri en þrír og ganga að jafhaði ekki með gull, reyk-
elsi eða mirru á sér) til að sannfæra aðra um að viðkomandi
hafi á réttu að standa. Þessa dagana er það lögfræðideild vitr-
ingafélagsins sem hefur hvað mest að gera og þar útdeila
menn svokölluðum lögffæðiálitum eins og þeir fái borgað
fyrir það (sem þeir vissulega fá og það ekki lítið). Allir eiga
lögspekingarnir það sameiginlegt að hafa rétt fyrir sér þrátt
fyrir að erfitt sé að finna tvo slíka sem eru sammála. Þar sem
ég hef líka rétt fyrir mér, eins og fram hefur komið, þá furða
ég mig á því að ég skuli ekki vera beðinn um lögfræðiálit.
Mér væri ekki skotaskuld úr því að segja álit mitt á lögfræði,
og lögfræðingum, bara ef væri ég spurður. Það er ég hinsveg-
ar ekki og því ætla ég ekki að fara nánar út í þessa sálma.
Svo virðist sem álit lögfræðinga á íslenskum lögum og á
hverjum örðum sé orðið að einu stærsta álitamáli sem um
getur. Stjórnarskrárákvæði sem lúta að þjóðaratkvæða-
greiðslu og því hvað forseti lýðveldisins má og má ekki gera
eru túlkuð í allar áttir og ekki neitt útlit fyrir að það verði
ljóst á næstunni hvað lögin merkja vel að merkja.
Það hefur hvarflað að mér þegar hægist um hjá lögspek-
ingum að verða mér úti um gott lögfræðiálit sem túlkar um-
ferðarlögin á þann hátt að mér sé heimilt að aka á 110 kíló-
metra hlaða, tala í farsíma, borða rjómaís og hnýta bindis-
hnútinn, allt í senn.
Með lögum skal land byggja ef einhver skildi komast að
því hvað þau þýða.
Gísli Einarsson, vitringur.
Leitað að umhverfis-
ráðherrum
Bæjarstjóri Grundarfjarðar
er þessa dagana að leita eftir
samstarfi við 2-3 íbúa í hverju
hverfi bæjarins til að vera ráð-
gjafar í umhverfismálum og
tengiliðir við sín hverfi. I til-
kynningu frá bæjarstjóra segir:
„ Leitað er að íbúum sem hafa
skoðun á því hvað megi betur
fara í nánasta umhverfi þeirra,
varðandi umhirðu almennt, á-
stand gróðurs, garða, gatna og
lóða. Hvaða ábendingar hafa í-
búar til bæjarstarfsmanna,
hvaða góðu ráð geta nágrannar
veitt hver öðrum og hvernig
getum við í sameiningu gert
Grundarfjörð (sveit og bæ) að
snyrtilegasta sveitarfélagi á
íslandi?“ GE
Ýmsar verklegar framkvæmdir standa nú yfir í Snæfellsbæ. Verið er
að leggja göngustíg frá Klifbrekku í Ólafsvík sem tengjast mun reið-
vegi og hafin er vinna við Rifshöfn. Þá er verið að laga inngang bæj-
arskrifstofunnar til að Snæfellsbæingar geti gengið greiðlega um gleð-
innar dyr f framtfðinni.
Norska húsið í Stykkishólmi.
Ljósbrot og kaffi í
Norska húsínu
Um síðustu helgi opnaði
Erna Guðmarsdóttir og
Byggðasafn Snæfellinga og
Hnappdæla sýningu á jarðhæð
Norska hússins í Stykkishólmi.
Sýningin er í Mjólkurstofunni
og sýnir Erna Guðmarsdóttir
myndlistarkona þar olíumyndir
á striga. Myndeíhið er sótt í
blæbrigði náttúru landsins á
öllum árstíðum og ber sýningin
nafnið Ljósbrot. Erna stundaði
nám við Myndlistaskóla
Reykjavíkur og síðan Mytid-
lista- og handíðaskóla Islands
og lauk þaðan prófi úr kennara-
deild 1985. Þá kenndi hún
myndmennt frá árinu 1985 til
ársins 2000 en hefur síðan
helgað sig myndlist og hönnun.
Erna hefur mikið unnið við
málun á silki en einnig notað
vatnsliti, olíu og blandaða
tækni við myndsköpun sína.
I eldhúsinu í Norska húsinu
eru nú sýndar gamlar kaffiaug-
lýsingar frá árunum 1930 til
1970 og einnig kaffiáhöld á
ýmsum aldri og fleira tengt
kaffidrykkju. Kaffi berst fyrst
hingað til lands upp úr miðri
18. öld. Fyrst var það aðeins á
færi höfðingja að veita heldri
gestum kaffi. A fyrri hluta 19.
aldar er almenningur farinn að
brúka það á sunnudagsmorgn-
um um sláttinn og á hátíðum.
Upp úr miðri 19. öld er al-
menningur víða farin að drekka
kaffi daglega. Síðan þá má segja
að kaffi geti talist þjóðardrykk-
ur Islendinga.
I Krambúð Norska hússins
eru forvitnilegar og spennandi
vörur. „Heldra heimili í Stykk-
ishólmi á 19. öld,“ er á annarri
hæð hússins og í risinu má sjá
hina miklu viði er húsið er
byggt úr og glöggva sig á mun-
um frá 19. og 20. öld sem þar
hafa verið settir upp.
MM
Helgin
gekkvel
Að sögn Jóns Olasonar
yfirlögregluþjóns gekk
helgin rnjög vel fyrir sig á
Akranesi þrátt fyrir að íbúa-
fjöldinn hafi tvöfaldast í
bænum vegna hátíðahalda
og íþróttamóts. Eitthvað
var þó um kvartanir vegna
hávaða og minni háttar af-
brot voru framin. Þannig
voru t.d. brotnar rúður í
Húsasmiðjunni og hjá
Skóflunni, tveir ökumenn
voru teknir fyrir ölvun við
akstur og dálítið ónæði var
vegna tjaldgesta á Skaga-
verstúninu. Hér og þar um
bæinn var einnig kvartað
undan hávaða og partýlát-
um. Eitthvað var einnig um
smáþjófnaði svo sem á úti-
grilli og garðhúsgögnum
við Bakkatún. Minni háttar
pústrar voru á stórdansleik
sem fram fór í Sements-
skemmunni á laugardags-
kvöldið en annars gekk sú
samkoma vel að sögn Jóns.
Þrátt fyrir þetta kvaðst
hann mjög ánægður með
hvernig til tókst um helg-
ina.
MM
Meistaranám
í lögfræði á
Bifröst
Meistaranám í lögfræði
hófst á Bifröst síðasliðinn
mánudag og er það í fyrsta
sinn sem framhaldsnám í
lögfræði er kennt við ís-
lenskan háskóla utan Há-
skóla Islands. Viðskiptahá-
skólinn á Bifröst kennir
lögfræði á meistarastigi sem
hægt er að ljúka með tveim-
ur mismunandi gráðum,
ML gráðu í lögfræði og MS
gráðu í viðskiptalögfræði en
skólinn fékk leyfi mennta-
málaráðherra til kennslu á
þessu sviði síðastliðið vor að
undangenginni vandlegri
úttekt ráðuneytisins á um-
sókn skólans.
Jafnhliða hófst kennsla
við viðskiptadeild til MA
gráðu í menningar- og
menntastjórnun sem er ný
braut í meistaranámi deild-
arinnar og hlotið hefur afar
góða viðtökur. Alls smnda
nú rúmlega 90 nemendur
meistaranám við skólann
sem er tæplega fjórðungur
nemenda en það er hæsta
hlutfall framhaldsnema við
íslenskan háskóla.
GE