Skessuhorn - 14.07.2004, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 2004
an£3SUnu^
Góður árangur Vestlendinga á
landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki
Landsmót UMFÍ, það 24. í
röðinni var haldið með til-
heyrandi viðhöfn á Sauðár-
króki um síðustu helgi. Vel
var að mótinu staðið að öilu
leyti, eða það var í það
minnsta mat þeirra sem
blaðamaður Skessuhorns
ræddi við á svæðinu. Veðrið
spillti heldur ekki fyrir því ein-
muna blíða var framan af
mótshaldinu þótt veður-
guðirnir vökvuðu mótsgesti
eylítiðá laugardeginum.
Vestlendingar voru nokkuð
fjölmennir á Landsmótinu á
Sauðárkróki en þar voru að
sjálfsögðu mætt til leiks hér-
aðssamböndin þrjú úr lands-
hlutanum, Ungmennasam-
band Borgarfjarðar, Héraðs-
samband Snæfellsness og
Hnappadalssýslu og Ung-
mennasamband Dalamanna
og Norður-Breiðfirðinga.
Stóðu vestlensku keppend-
urnir sig með ágætum og
náðu mjög góðum árangri í
ýmsum greinum. í heildar-
stigagjöf félaganna var
UMSB í 10. sæti, HSH í 14.
og UDN í því 19.
í einstökum greinum ber
hæst árangur körfuknattleiks-
manna frá HSH en þeir sig-
uðu með glæsibrag í
körfuknattleikskeppninni og
kvennaliðið varð í öðru sæti.
Sigurkarl að leika knatt-
spyrnu með félögum sínum í
2. flokki ÍA en þar stendur
hann á milli stanganna
þannig að óhætt er að segja
að þarna sé fjölhæfur íþrótta-
maður á ferð.
Hinn stjörnuhlauparinn úr
UMSB, Gauti Jóhannesson
stóð sig einnig vel í sínum
greinum en hann keppti í 800
og 1500 metra hlaupi en í öll-
Haukur Júlíusson og Lárus Pétursson kepptu í dráttavélaakstri og
starfshlaupi fyrir UMSB
I frjálsíþróttakeppninni
náðu Borgfirðingar mjög góð-
um árangri og áttu nokkra
keppendur á verðlaunapalli.
Hallbera Eiríksdóttir sigraði í
kringlukasti kvenna en hún
kastaði lengst 40,40 m. Sig-
urkarl Gústafsson landaði
einnig einum gullverðlaunum
en hann sigraði í 400 m.
hlaupi karla á tímanum 49,99.
Þess má reyndar geta að
daginn fyrir úrslitahlaupið var
um greinunum varð hann
undir í viðureign við Skagfirð-
inga. ( 1500 metra hlaupinu
háði hann harða keppni við
Sigurbjörn Árna Arngrímsson
frá UMSS og kom í mark í
öðru sæti á tímanum 3,56,98
en Sigurbjörn hljóp á tíman-
um 3,56,85. Þeir félagar
börðust líka um gullið í 800
metra hlaupinu og þá hafði
Sigurbjörn einnig betur á
endasprettinum.
Á þessu landsmóti var keppt í fyrsta skipti í dansi. Ungt dansfólk frá
UMSB var þar meðal keþpenda og stóð sig með mikilli prýði. F. v. Berg-
þóra Bergsdóttir og Gunnar Ingi Friðriksson, Bjarnfríður Magnúsdóttir
og Unnur Jónsdóttir
Sigurður Guðmundsson og
Sveinn Flóki Guðmundsson
náðu glæsilegum árangri f sund-
inu.
Bestum árangri Snæfell-
inga í frjálsíþróttakeppninni
náði Hilmar Sigurjónsson en
hann náði 4. sætinu í há-
stökki en hann stökk 1,93m.
í sundinu náði Sigurður
Guðmundsson UMSB glæsi-
legum árangri en hann sigraði
í 200 metra fjórsundi karla á
tímanum 2,97,78 og í 200 m
bringusundi karla á tímanum
2,39,68 og þá náði hann í silf-
urverðlaun í 100 m. bringu-
sundi. ( þeirri grein varð ung-
ur sundmaður úr UMSB,
Sveinn Flóki Guðmundsson í
fimmta sæti en hann vann
einnig bronsverðlaun í 200
metra bringusundinu.
Bestum árangri Dalamanna
á landsmótinu náðu þær
glímusystur, Sólveig Rós og
Karlalið HSH varð lansmótsmeistari í körfuknattleik.
Svana Hrönn Jóhannsdætur
en þær hömpuðu gull og silf-
urverðlaunum eins og oft áður
í glímu kvenna + 65 kg. flokki.
Margir aðrir Vestlendingar
náðu góðum árangri á lands-
mótinu þótt þeirra sé ekki
getið sérstaklega hér. Þá
liggur einnig fyrir að héraðs-
samböndin af Vesturlandi
mæta með vaskar sveitir á
Unglingalandsmót UMFÍ sem
haldið verður á Sauðárkróki
um Verslunarmannahelgina.
GE