Skessuhorn - 04.08.2004, Page 3
oniisaunu^
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004
3
Gott atvinnuástand
Atvinnuástand á Vesturlandi
er heldur betra en oít áður á
sama tíma árs. Þó er ástandið
nokkuð mismunandi eftir svæð-
um innan landshlutans. Að
sögn Þórunnar Kolbeins
Matthíasdóttur hjá Svæðis-
vinnumiðlun Vesturlands, er á-
standið gott sérstaklega að því
leyti að mjög mikil hreyfing er á
fólki inn og út af atvinnuleysis-
skrá. Atvinnurekendur hringja
einnig mikil. Nú eru svipað
margir einstaklingar skráðir án
atvinnu á Vesturlandi öllu og á
sama tíma og í fyrra, eða 142
alls; 61 karl og 81 kona. „Skrán-
ingin er þó betri að því leyti að
meiri breidd er í hópnurn og
einnig meiri fjölbreytni í verk-
beiðnum frá fyrirtækjunum sem
leita til Svæðisvinnumiðlunar-
innar eftir fólki,“ segir Þórunn.
„Segja má að ástandið sé
lakast í Snæfellsbæ þar sem nú
eru um 20 manns án vinnu. A-
stæðan er að einhverju leyti
tímabundin kyrrstaða vegna
loka kvótaársins og meiri ein-
hæfni í atvinnulífi en víða ann-
arsstaðar. Einnig hefur verið
nokkuð atvinnuleysi í Grundar-
firði en þar hefur þó verið að
fækka á skrá á undanförnum
vikum.“
A öðrum stöðum er ástandið
mun betra. „I Stykkishólmi er
mjög gott atvinnuástand og
hefur verið lengi. Nokkur störf
eru einnig laus í Saurbæjar-
hreppnum, á Reykhólum og í
Dalabyggð og því má segja að
skortur sé á vinnuafli þar líkt og
í Stykkishólmi.
Mjög gott atvinnuástand er
nú í Borgarnesi og segir Þór-
unn það ekki hafa verið svona
gott í rúmt ár, en þar eru nú 14
á skrá. A Akranesi er mikil
hreyfing fólks inn og út af skrá
en sl. mánudag voru tæplega 60
einstaUingar skráðir þar án at-
vinnu.
MM
Reykhólar Spa City
í síðustu viku fékk Reyk-
hólahreppur heimsókn frá Dr
Janka Zalesakova, frá SlóvaUu
en hún er forseti heiluslinda-
samtaka í Evrópu og einn
helsti sérfræðingur Evrópu í
notkun jarðvarma til
endurhæfingar. „Sigmar B.
Hauksson sem er að vinna fyr-
ir Reykjavíkurborg (SPA
Cities) hafði samband við okk-
ur og bað okkur að taka á móti
Dr.med. Janka Zalesakova,“
segir Einar Thorlacius sveitar-
stjóri á Reykhólum. „Sigmar
vann sjálfur skýrslu fyrir
Byggðastofnun árið 2001 sem
fjallar um „heilsutengda ferða-
þjónustu." Þar tekur hann fyr-
ir svæðið frá Reykhólum til
Víkur í Mýrdal og þar er þó
nokkur kafli urn Reykhóla sem
Sigmar hefur tröllatrú á.“
Zalesakova dvaldi á Reyk-
hólum frá 30.-31. júlí og fór
m.a. í sund í Grettislaug.
Reykhólahreppur bauð henni
og manni hennar til kvöldverð-
ar í Bjarkarlundi ásamt for-
stjóra Þörungaverksmiðjunnar
og eiginkonu hans auk sveitar-
stjóra Reykhólahrepps.
„Þetta var þriðja Islands-
heimsókn hennar en í fyrsta
sUpti sem hún kemur á Reyk-
hóla. I ljós kom að af öllum
þeim stöðum sem hún hefur
heimsótt á Islandi telur hún
tvo staði henta best undir
„heilsuhótel“ og er Reykhólar
annar þeirra. Hún er að tala
um hótel með minnst 150
rúmum, sjúkraþjálfurum,
nuddurum o.s.frv.
Auk einstakrar náttúrufeg-
urðar og kyrrðar á Reykhólum
hreifst forseti heilsulindasam-
taka Evrópu af jarðhitanum
Einar Thorlacius
hér og nálægð hans við hafið.
Enn fremur telur hún sérstöðu
Reykhóla ekki sízt felast í
þanginu og þaranum sem gæti
kornið að gagni við lækningar,"
segir Einar. Hann bætir við að
hugmynd um heilsuhótel á
Reykhólum sé alls ekU ný af
nálinni en það auU bjartsýni á
að slíkt geti orðið að veruleika
þegar fólk á borð við dr. Zales-
akovu hefur trú á málinu.
Grænlenskur landar í Grundarfirði
í síðustu viku kom frystitogarinn Markus frá Nuuk á Grænlandi til Grundarfjarðar. Þar landaði hann 350
tonnum af rækju í Fiskiðju Skagfirðings. Ljósmynd: Sverrir Karlsson.
Styttíst í framkvæmdir
á Miðbæjarreit
Á fundi bæjarráðs Akranes-
kaupstaðar nk. fimmtudag er
stefnt að því að taka á dagskrá
drög að samningi við Skaga-
torg ehf. um væntanlegar
byggingarframkvæmdir á Mið-
bæjarreitnum svokallaða eða
Skagaverstúninu. Að sögn
Björns S Lárussonar talsmanns
Skagatorgs er stefnt að undir-
ritun samnings 22. ágúst nk.
og að framkvæmdir hefjist í
október eða nóvember á þessu
ári. „Félagið hefur jafnframt
sótt um að lækka verslunar- og
þjónustubygginguna niður í
eina hæð en stækka grunnflöt
hennar þess í stað um 500 fer-
metra. Fyrirhugað var að önn-
ur hæðin sem skv. þessu fellur
út, yrði 1600 fermetrar. Auk
verslunar- og þjónustubygg-
ingar á reitnum verða þar tvær
9 hæða íbúðarblokUr sem auk
þess hafa þakhæð eða svokall-
aðar Penthouse íbúðir, 2ja til
3ja herbergja hvor,“ sagði
Björn í samtali við Skessuhorn.
Verði samningurinn staðfestur
þarf Skagatorg að reiða fram
69 milljónir í gatnagerðar- og
bygginarleyfisgjöld við undir-
ritun.
MM
Þeir nutu góða veðursins á Skaganum sl. þriðjudag þeir Haukur,
Baidur, Stefán og Páll Sindri. Upplagt á góðviðrisdögum sem þessum
að fá sér ís hjá Gunna í Ol-ís. Ljósm: MM
Ofiistoppi lokið í
Sementsverksmiðjuimi
Framleiðsla Sementsverk-
smiðjunnar hefur legið niðri
undanfarnar vikur vegna sum-
arleyfa starfsfólks í framleiðslu-
deild og minni háttar viðhalds-
framkvæmda. Stöðvunin hófst
seinustu vikuna í júní og er nú
þessa dagana verið að gangsetja
ofn verksmiðjunnar og hefst þá
framleiðsla sementsgjalls og
sements að nýju.
Að söng Gunnars H Sigurðs-
sonar tæknistjóra verksmiðj-
unnar var í framleiðslustöðvun-
inni notað tæUfærið og farið í
minniháttar viðhald á fram-
leiðslutækjum. SUpt var um
slitnar kæliplötur í gjallkæli og
yfirfarinn hreinsibúnaður í
rafsíu III við gjallbrennsluofn.
Framleiðsla Sementsverksmiðj-
unnar hefur gengið vel það sem
af er árinu og hafa afköst ffam-
leiðslutækja verið með besta
móti og var birgðastaða sem-
ents góð fyrir ofnstoppið sem
m.a. gerði svo langt sumar-
stopp Ueift, að sögn Gunnars
H Sigurðssonar, tæknistjóra
Sementsverksmiðjunnar.
„Gert er ráð fyrir að sem-
entssala á árinu verði um 100
þúsund tonn samanborið við
urn 85 þúsund tonna sements-
sölu í fyrra. Um 25% af sölunni
fer í stórframkvæmdir á Aust-
urlandi,“ sagði Gunnar H Sig-
urðsson í samtali við Skessu-
horn.
MM