Skessuhorn - 04.08.2004, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004
6
jntíaunu,..
BORGARBYGGÐ
CSJ
Starfsmabur í
heimaþjónustu
Starfsmabur óskast í heimaþjónustu
frá 1. september n.k.
Um er að ræða ríflega 50% starf.
Umsóknarfrestur er til 23. ágúst.
Upplýsingar hjá félagsmálastjóra á skrifstofu
Borgarbyggðar eða í síma 437 1224.
Border Collie
hvolpar
Til sölu 10 vikna
hreinræktaðir Border Collie
hvolpar. Ættbókarfœrðir.
Upplýsingar gefur Gunnar
í síma 435 0130 og 695 9450.
Afvinna
!
Óskum eftir duglegu, stundvísu
og hressu fólki sem er til í að
vinna með okkur til framtíðar.
Verkkunnátta við handflökun eráskilin.
Umsóknum verður ekki svarað í síma.
Vinsamlega sendið umsóknir á
edalfiskur@edalfiskur.is eða í pósti á
neðangreint heimilisfang:
Eðalfiskur ehf
Sólbakka 6
310 Borgarnesi
r
BORGARBYGGÐ
Auglýsing
L
Deiliskipulag fyrir Gamla
mibbæinn i Borgarnesi
Um er að ræða skipulag á svæði sem afmarkast
af Egilsgötu og Brakarbraut niður að Brákarpolli
í Borgarnesi.
Samkvæmt ákvæðum 26. gr skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, er nér með lyst
eftir athugasemdum við ofangreint
deiliskipulag.
Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofu
Borgarbyggðar frá 4. ágúst 2004 til 2.
september 2004.
Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna
fyrir 16. september 2004 og skulu þær vera
skriflegar.
Borgarnesi 23. júlí 2004
Bœjarverkfrœbingur Borgarbyggbar.
„Hafmeyjan“ á Breiðafirði
Syndir í hina áttína
Viktoría Áskelsdóttir, sem
syndir nú fyrst manna yfir
Breiðafjörðinn, kom til Flateyjar
á miðvikudaginn í síðustu viku
eftir að hafa synt 5,7 km þann
daginn. Þá mun hún hafa þreytt
um 21,7 km leið suður yfir
fjörðinn frá Lambanesi við
Brjánslæk. Vegna slæmrar vind-
áttar og stórra strauma við Flat-
ey, auk þess sem Flatey er við
mesta úthafið, mun Viktoría
snúa afgangi leiðarinnar við og
halda frá Stykkishólmi á morgun
og ljúka sundinu í Flatey. Vikt-
oría hefur einsett sér að ljúka
hinni 62 km löngu sundleið á
tveimur vikum og ákvað því að
synda ffá Stykkishólmi, í stað
þess að bíða eftir að aðstæður
myndu batna við Flatey.
Skorradals-
skotta
Meðal þess sem í boði er
fyrir ferðamenn í Borgarfirði
í sumar er ferð sem kölluð er
Skorradalsskotta en þeir sem
dvelja á Hótel Glym í Hval-
firði hafa tekið þessari nýjung
fagnandi. Tekið er á móti
hópnum við Hvalfjarðar-
göngin , fjallað um Skessuna
í Skessuhorni og ýmsa aðra
áhugaverða staði á leið inn
að landnámsjörðinni Ind-
riðastöðum í Skorradal.
Skipt er í lið, farið í leiki og
keppt í ýmsum skemmtileg-
um greinum sem ekki komast
í íþróttatíma sjónvarpsstöðv-
anna!
Með sundinu skorar Viktoría
á fólk að gerast heimsforeldrar
og þannig styrkja þurfandi börn
um allan heim. Heimsforeldrar
er leið fýrir einstaklinga til að
styrkja verkefni UNICEF,
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, um allan heim og þar með
fá tækifæri til að breyta lífi barna
sem líða skort vegna fátæktar,
þjást af sjúkdómum og heilsu-
leysi eða eru fórnarlömb stríðsá-
taka og náttúruhamfara.
Samkvæmt upplýsingum frá
UNICEF hafa fjölmargir ís-
Þriðjudagskvöldið 10. ágúst
kl. 20:30 sest Björn Steinar
Sólbergsson organisti við org-
el Reykholtskirkju og flytur
verk eftir Johann Sebastian
Bach, Felix Mendelssohn Bart-
holdy, César Franck og Pál Is-
ólfsson. Tónleikarnir eru liður
í tónleikaröð sumarsins í sam-
vinnu Orgel og söngmálasjóðs
Bjarna Bjarnasonar frá Skáney
og Félags íslenskra organleik-
ara. Þriðju og síðustu tónleik-
lendingar hringt á skrifstofu
stofhunarinnar eða sent tölvu-
póst og lýst yfir stuðningi við
Viktoríu og hvatt hana til dáða.
Hefur sund Viktoríu einnig vak-
ið athygli meðal starfsmanna
UNICEF erlendis.
Að jafnaði syndir Viktoría,
sem er 47 ára gömul, fjóra km á
dag á leið sinni yfir Breiðafjörð-
inn en lengst hefur hún synt 5,7
km sem er svipuð vegalengd og
Grettir heitinn Ásmundarson
synti á leiðinni ffá Drangey.
arnir í sumar verða þriðjudag-
inn 17. ágúst með þeim Herði
Áskelssyni organista við Hall-
grímskirkju í Reykjavík og
Ingu Rós Ingólfsdóttur selló-
leikara.
Björn Steinar Sólbergsson
hefur verið organisti Akureyr-
arkirkju síðan 1986. Hann
hlaut íslensku bjartsýnisverð-
launin 2001 og var valinn bæj-
arlistarmaður Akureyrar 2002.
GE
Tónleikaröð við orgelið
í Reykholtslárkju
//
'e/ó/nif
Maríutoppar
Þessir toppar er algjört
hnossgæti og eru alltaf bakaðir
fýrir jólin á mínu heimili í fjór-
faldri uppskrift. En auðvitað
má gæða sér á þessu allan ársins
hring. Best er að ffysta toppana
þegar þeir eru tilbúnir og eiga í
kistunni. Þeir smakkast best
þegar þeir eru næstum þiðnaðir
og ískaldir, þá eru þeir eins og
litlar íssamlokur.
3 eggahvítur
3 dlflórsykur
Þeytið eggjahvíturnar. Bætið
flórsykrinum í og þeytið mjög
vel þar til
blandan er orð-
in alveg stíf.
Setjið bökunar-
pappír á plötu.
Best er að nota
sprautupoka og
sprauta inar-
engsinum í litla
toppa á plöt-
tma. Bakið á
130°C í 45
mín. Ef þið
Umsjón: Iris Arthúrsdóttir.
viljið hafa toppana alveg þurrk-
aða þá er gott að baka þá á
100°C á blæstri í 3 tíma.
Súkkulaðikrem :
100 gr suóusúkkulaói
1/2 dl sterkt kajfi
(gott að skipta lít 1 msk af
kaffi útfyrir koníak)
1 eggjarauða
2 1/2 dl rjótni
Bræðið súkkulaðið með kaff-
inu og koníakinu ef þið notið
það. Kælið aðeins og hrærið
eggjarauðuna saman við. Þeyt-
ið rjómann og hrærið varlega
saman við í nokkrum skömmt-
um. Sprautið fýllingunni á
milli tveggja toppa og ffystið.
HÚSRAÐ
Ef Avocadóið er óþroskað er hœgt
aðflýtafyrir þroska með því að
geyma það í íláti með eplum.
Þeir sem hafa áhuga á að láta birta uppáhalds uppskriftina
sína geta sent hana inn ásamt ljósmynd af sjálfum sér eða réttinum (500 kb eða
stærri), fullu nafini, heimilisfangi og síma á netfangið iris@skessuhom.is