Skessuhorn


Skessuhorn - 04.08.2004, Qupperneq 14

Skessuhorn - 04.08.2004, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 2004 untssunu... Góður árangur Skagastúlkna á Gullmóti Gleðin í andlitum þeirra segir næstum allt sem segja þarf um mótið og velgengni stúlkna almennt úr ÍA í fótbolta í sumar. Framtíðin blasirvið. Guðrún Valdís, Valgerður, Ragnhildur og Heiður allar fæddar 1993 og i 5.fl. sveifluna 6. fl. kvenna A-lið vann gull á Gullmóti JB og Breiðabliks. Efri röð frá vinstri, Gréta, Elka, Alexandra, Aníta Lísa aðstoðarþjálfari, Þóra, Aníta, Eyrún liggjandi Svana markvörður. Þórður þjálfari, og Rut, fremst Stelpurnar í yngri flokkum ÍA náðu frábærum árangri á Gullmóti JB og Breiðabliks sem fram fór í Smáranum í júlí. Á mótinu kepptu fjögur ÍA-lið um 1. sæti og eitt um 3. sæti. Úrslitin urðu þannig að 6. fl. A varð í fyrsta sæti í sínum flokki og 6. fl. C í öðru sæti í C- flokki. 5. fl. A og B höfnuðu báðir í öðru sæti. Báðir úrslita- leikirnir urðu mjög spennandi og tókst Breiðabliki að skora sigurmarkið í 2-1 sigri á A-lið- inu á síðustu mínútu leiksins. B-liðið tapaði hlutkesti eftir jafntefli og framlengdan leik við Stjörnuna. 5. fl. C lenti í 3. sæti í sínum flokki. Eins og sjá má af þessu er árangur yngri flokkanna afar góður og er til marks um upp- sem er í stelpna- b o 11 a n u m , enda hefur þeim sem æfa fótbolta í þessum aldurshóp- um stórfjölgað á þessu ári. Þegar þess er gætt að eldri flokkunum hefur líka gengið vel á árinu, ekki síst meistara- flokknum, verður ekki annað sagt en bjart sé yfir kvenna- boltanum á Skaganum um þessar mundir. GE/ia.is 5. fl. kv. C-lið vann silfur á Gullmótinu, eftir spennandi leik, framlengingu og loks hiutkesti. F.v. Maren, Guðlaug, Elísa, Hallbera, fremriðröð líka frá vinstri, Karen, Unnur, Heiðrún, Hjördís og Edda markvörður. Skemmtilegt Armót í uppsveitum Borgarfjarðar Armót Umf Dagrenningar, (slendings, Reykdæla og Staf- holtstungna var haldið á íþróttavellinum við Brautar- tungu þann 19. júlí. Dagrenn- ing og íslendingur sáu um mótið að þessu sinni og fengu besta veður sem um getur í 14 ára sögu þessara móta. Þetta eru einskonar smáþjóðaleikar þessara ungmennafélaga en þátttakan er ekki neitt „smá.“ Keppt er í 4 greinum í 5 aldurs- flokkum og þátt tóku 110 krakkar á aldrinum 5-16 ára. Foreldrar taka líka virkan þátt í keppni barna sinna og hjálpa til við mótshaldið og öll- um er launuð þátttakan með grillveislu á eftir. Strákar 8 ára og yngri Boltakast -Baldvin Ásgeirsson Sht. 400 m hlaup - Baldvin Ásgeirss. Sht Langstökk - Ólafur G. Árnason Sht. 60 m hlaup - Hlynur Hermannss. ísl Stelpur 8 ára og yngri Langstökk - ída María Önnudóttir ísl. 60 m hlaup - ída M. Önnudóttir Isl. 400 m hlaup - ída M. Önnudóttir isl. Boltakast- Lilja R. Sigurgeirsd. Sht. Langstökk - Guðfinna Guðnad. D. 600 m hlaup - Guðfinna S. Guðnad. 60 m hlaup - Björk Lárusdóttir ísl. Kúluvarp - Bryndís Ýr Ingvadóttir ísl. Nýtt Ármótsmet Strákar 9 - 10 ára Langstökk - Pétur Björnsson ísl. 60 m Hlaup - Bragi H. Árnason Sht. Kúiuvarp - Hafþór F. Snorrason Isl. 600 m hlaup - Bragi H. Árnason Sht. Stelpur 11 -12 ára Langstökk - Lára Lárusdóttir ísl. 60 m. hlaup - Lára Lárusdótir ísl. Kúluvarp - Eva M. Eiríksdóttir Reykd. 600 m hlaup - Gunnhildur Björnsdótt- ir Reykd. Strákar 11-12 ára Langstökk - Arnar H. Snorrason ísl. 60 m hlaup - Heiðar Baldursson D. Kúluvarp - Arnar H. Snorrason ísl. 600 m hlaup - Orri Jónsson Dagr. Stelpur 13 -14 ára. Langstökk - Ingunn Grétarsdóttir Sht. 60 m hlaup - Ingunn Grétarsdóttir. Kúluvarp - Aðalheiður K. Guðiaugs- dóttir ísl. 600 m hlaup - Kristbjörg Sigvalda- dóttir Dagr. Strákar 13 -14 ára Langstökk - Einar Ólafsson Reykd. 60 m hl. - Bergþór Jóhanness. Sht. Kúluvarp - Bergþór Jóhannesson Sht. * Nýtt ármótsmet. 600 m hl. - Bergþór Jóhanness. Sht. Stelpur 15 -16 ára Langstökk- Rakel Guðjónsdóttir Sht. 60 m hlaup - Rakel Guðjónsdóttir Sht Kúluvarp - Guðrún M. Björnsdóttir ísl. * Nýtt Ármótsmet. 600 m hlaup - Rakel Guðjónsd. Sht. * Nýtt Ármótsmet Strákar 15 - 16 ára. Langstökk - Jón V. Sigvaldason ísl. 60 m hlaup - Jón V. Sigvaidason Isl. Kúluvarp - Helgi Þorvaidsson Reykd. 600 m hl. - Helgi Þorvaldsson Reykd. í stigakeppni félaganna voru Reykdælir hlutskarpastir með 281 stig og 43 keppendur, Stafholtstungnamenn með 248 stig og 28 keppendur, íslend- ingur 183 stig og 24 keppend- ur og Dagrenning 127 stig og 15 keppendur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.