Skessuhorn - 11.08.2004, Side 3
„.narnii/..
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004
3
Snæþvottur í nýtt húsnæði
Hjónin Sigurjón Fannar Jakobsson og Unnur Guðmundsdóttir hafa rekið Snæ-
þvott frá mars 2001. Hér eru þau í nýja húsnæðinu ásamt tveimur starfsmönnum
sínum, þeim Dagbjörtu Línu Kristjánsdóttur og Rakel Birgisdóttur.
Ljósmynd: Sverrir.
Fyrirtækið Snæ-
þvottur í Grundar-
firði er nú að koma
sér fyrir í nýju 300
fermetra húsnæði að
Grundargötu 61, en
frá stofnun þess í
mars 2001 og fram að
þessu hefur það verið
rekið í 65 ferm. bíl-
skúr að Fagurhólstúni
2. Það eru hjónin Sig-
urjón Fannar Jakobs-
son og Unnur Guð-
mundsdóttir sem eiga
og reka Snæþvott. T
samtali við Skessu-
horn kvaðst Sigurjón
Fannar vera bjartsýnn
á framtíð fyrirtækisins
á Snæfellsnesi. „Verk-
efnum hjá okkur hefur fjölgað
jafnt og þétt. Við erurn mikið
að þjónusta hótelin á Snæfells-
nesi og erum með nokkurs kon-
ar alþjónustu fyrir þau á sumrin
sem felur í sér þrif á herbergj-
um auk þess sem við sjáum um
allt lín fyrir þau. Einnig erurn
við að þvo vinnuföt fyrir fjölda
fyrirtækja og stofnana auk al-
mennra þvotta og hreinsunar
fyrir einstaklinga,“ segir Sigur-
jón Fannar.
Snæþvottur er með umboðs-
aðila á þremur stöðum á Snæ-
fellsnesi og sækir og sendir
þangað þvott reglulega. „Sjáv-
arborg sér um móttöku fyrir
okkur í Stykkishólmi, Gjafa-
kassinn í Olafsvík og Hraðbúð
Essó á Hellissandi. A þessa staði
förum við tvisvar í viku til að
sækja og senda. I sömu ferðum
erum við að þjónusta fyrirtækin
á viðkomandi stöðum. Yfir
sumartímann förum við reynd-
ar daglega vegna starfsemi hót-
elanna," segir hann.
I nýja húsinu við Grundar-
götu verður einnig umboð og
verslun fyrir Besta heildverslun
í um 80 fermetra rými. Auk
þess hafa þau leigt 30 fermetra
rými fyrir nýja verslun sem Elín
Ottósdóttir mun reka, en hún
hefur keypt rekstur verslunar-
innar Fells.
Sigurjón Fannar segir að yfir
sumartímann séu 12-14 manns
á launaskrá en þessi mikli fjöldi
helgist af vinnunni á hótelun-
um, eins og áður segir. Yfir
vetrartímann er starfsemin mun
smærri í sniðum en þá starfa að
jafnaði 3-4 hjá fyrirtækinu. „Við
erum bjartsýn á reksturinn
samhliða auknum vélakosti og
betri aðstöðu. Samhliða því að
vélakosturinn batnar munu af-
köst aukast til muna. Því von-
umst við til að geta fjölgað
verkefnum og munum vinna að
því á næstunni. Formleg vígsla
nýja hússins verður um næstu
mánaðamót og er stefnt að því
að almenningi verði þá boðið
að koma í heimsókn og skoða
hjá okkur,“ segir Sigurjón
Fannar að lokum. MM
Eins og sést brann allt sem brunnið gat í bílnum.
Ljósm: Sverrir Karlsson.
Vörubifreið og grafa
brunnu
Slökkviliðið í Stykkishólmi
var kallað út seinnipart dags sl.
fimmtudag þegar kviknað hafði
í vörubifreið á þjóðveginum
skammt fyrir norðan bæinn.
Grafa var á palli bílsins þegar
eldurinn kom upp. Tveir menn
voru í bílnum og tókst þeim að
forða sér frá eldinum sem
breiddist hratt út, en stýrishús
bílsins varð fljótt alelda. Bif-
reiðin er talin ónýt og grafan er
einnig mjög illa farin ef ekki
ónýt. Tækin voru frá Borgar-
verki í Borgarnesi.
MM
Framkvæmdir
á Neðri - Skaga
Síðustu daga hefur verið unn-
ið að endurbótum á götum á
Neðri - Skaga. Þessar stórtæku
vinnuvélar voru notaðar til þess
að veita Grundartúninu andlits-
lyftingu og skartar það nú nýju
malbikslagi. Ibúi við Deildartún
slóst í hópinn og flikkaði upp á
innkeyrsluna hjá sér. ALS
Vátryggjandi er Sjóvá-Almennar.
Fra framleiðendum Vekjarans, Flettarans og Skemmtarans kemur
OKEYPIS FARTOL VUTRYGGING
HAGSTÆTT TOL UUKAUPALAN
Ath. sertilboð hja Apple og Odda. Gengið frá láni á staðnum í völdum verslunum
SKhAÐU ÞIG STRAX!
Lattu ekki fjarmalin flækjast fyrir þér í náminu. Skráðu þig í
Námsmannaþjónustuna í næsta útibúi íslandsbanka eða á isb.is
SLANDSBAN K