Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2004, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.08.2004, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 2004 Axcl Gústafsson: Agœti viðskiptavinur, bestu þakkir! Eins og margir af mín- I um viðskiptavinum hafa eflaust orðið varir við hjá mér undanfarin misseri, þá hef ég ekki alltaf getað sinnt þeim vörum nógu vel sem verslunin hefur í mörg ár og áratugi reynt að þjóna sínum viðskipta- vinum með. Það er margt sem hjálpast þar að. Margt hefur breyst á und- ! anförnum árum. Sam- I göngur hafa breyst og styttra er að skreppa í bæ- | inn eins og menn segja oft. Margt fólk fer auk þess daglega suður í vinnu og skóla. Ég er oft spurður.. Eftir að tvær stórar bygg- | ingavöruverslanir komu á Akranes fyrir um það bil einu ári, hafa margir af mín- um traustu og góðu við- skiptavinum spurt mig hvernig reksturinn gangi. Og margir hafa sagt það við mig og sýnt það í verki að þeir vilja halda tryggð við verslun mína og önnur inn- anbæj arfyrirtæki. Langar mig til að segja frá tveimur nýlegum tilfellum þar sem íbúar hafa sýnt verslun minni tryggð: Það komu til mín hjón um I daginn. Þau búa hér á Akra- nesi, en gerðu sér ferð til Reykjavíkur að skoða reið- hjól. Þau fengu bækling í versluninni sem þau fóru í, völdu sér hjól og komu síð- an aftur upp á Akranes. Komu til mín niður í búð og báðu mig að panta hjólið fyrir sig. - Þau gátu verslað í Reykjavík, en gerðu það I ekki. Kona nokkur hringdi í I mig um daginn úr Reykja- | vík. Hún býr hér á Akranesi en vinnur í Reykjavík. Hún sagði við mig: Eg er stödd í Reykjavík, var að skoða vör- ur sem ég hef áhuga á. Viltu vera svo góður að panta þetta fyrir mig, ég sæki það til þín á morgun. - Hún gat verslað í Reykjavík, en gerði | það ekki. Þetta eru aðeins tvö dæmi | af mörgum sem ég hef upp- lifað í minni verslun. Sem betur fer er margt fólk sem hugsar svona og met ég það að sjálfsögðu mikils. Það hefur stundum komið I í huga minn hvort eitthvað þurfi að laga eða breyta í verslun minni. Er vöruverð of hátt? Er verslunin óaðl- aðandi? Er verslunin á slæmum stað? Er of oft vöruskortur? Þarf að opna verslunina meira inn? Er þetta út af bílastæðaleysi? Eða er eitthvað annað? Mér þætti vænt um það ef þú, lesandi góður, segðir mér þína skoðun. Ekki misskilja orð mín! Það hefur ekki farið fram- hjá neinum öll sú þróun sem hefur orðið hér undanfarin ár í verslunarrekstri á Akra- nesi. Eg hef stundum leyft mér að rifja upp þær versl- anir sem hafa hætt hér í bænum á fáum árum. Mér finnst það ekki eðlileg þróun í bæjarfélagi eins og okkar, þar sem íbúar eru hátt í 6000, að u.þ.b. 15 verslanir hafi hætt síðan göngin opn- uðu. Eg hef leyft mér að spyrja sem svo; miðað við hvað margar verslanir hafa hætt hér á Akranesi á stutt- um tíma, hvaða verslun hættir næst? Verður það Ax- elsbúð? Þessar hugleiðingar mínar eru ekki á jákvæðum nót- um, ég veit það vel sjálfur. En hvað veldur þessu? Mín reynsla er sú að eftir að göngin komu, þá hefur daglegur rekstur þyngst. Þótt göngin hafi verið bylt- ing, þá hafa þau einnig orð- ið Akranesbæ í óhag að sumu leyti. Mér líður ekki vel að þurfa að segja nei við kúnn- ann minn. Mér hefur verið kennt það, að verslunar- rekstur þarf ákveðinn veltu- hraða til að allt gangi eðli- lega. Eins og gengur með verslunarrekstur, þá hreyfast vörur mishratt. Þar sem verslun mín er á nokkuð breiðu sviði, þá hef- ur verið þungt að liggja með sumar vörutegundir. En mitt hugarfar hefur alltaf verið það, að þeim vörum sem við reynum að sinna, höfum við viljað sinna vel. En því miður hef ég ekki alltaf getað staðið mig í stykkinu undanfarið, en reynt eins og ég get að bjarga vörum um hæl. Eg þakka viðskiptavinum mínum fyrir þolinmæðina og tryggðina. Er þetta til fyrirmyndar? Fyrir um það bil einu ári síðan fékk ég bréf í hend- urnar. - Bréf sem sent var af Akranesbæ til stjórnenda og sviðsstjóra bæjarins, dagsett 12. maí 2003. Ég hef leyft mörgum að sjá bréfið, og margir hafa orðið undrandi og hvatt mig til að skrifa grein í Skessuhornið. Og lét ég verða af því. Ég veit að með þessum orðum mínum verð ég ekki vinsæll í augum bæjarstjórn- ar. En í þessu bréfi stakk það mig mest, að það er aðeins talað um eitt fyrirtæki þar sem starfsmenn bæjarins eru hvattir til að gera inn- kaup - en ekkert innanbæj- arfyrirtæki, takið eftir því. Ég man það, að fyrir nokkrum árum lét bæjar- stjórnin hvatningu í Póstinn og hvatti þar fólk til að versla í heimabyggð, í inn- anbæjar fyrirtækjum. - Það var til fyrirmyndar. Ég fékk það staðfest að bæjarritari útbjó þetta bréf á eigin spítur, talaði ekki við b^jarstjórn. Er það eðli- legt? Ég vill taka það fram að Akranesbær verslar við mig, og ég kann að sjálfsögðu að meta það. I mínum huga skiptir það ekki máli á hvaða sviði við- skiptin eru. Ef við breytum þessu úr verslun í iðnað og ef fólk er hvatt til að fá iðn- aðarmenn úr Reykjavík, hvað myndu iðnaðarmenn á Akranesi þá segja? Væru þeir sáttir? Og er það þá eðlileg stefna að hvetja yfirmenn hverrar deildar hjá Akranes- bæ að leita í utanbæjarfyrir- tæki? Er það til fyrirmynd- ar? Ég bið um svar frá bæjar- stjórn við þessu. Ágætu viðskiptavinir! Bestu þakkir fyrir þá tryggð sem þið hafið sýnt verslun minni. Osk mín er sú að verslun mín eigi eftir að þjóna ykkur um ókomin Axel í Axelsbúð. Kleppjárnsreykjaskóli 320 Reykholt - Borgarfjarðarsveit http ://kleppjarnsreykir. ismennt. is/ Laus störf vid rœstingar Upplýsingar veitir skólastjóri Guðlaugur Oskarsson í símum 435 1171 - 861 5971 -435 1170 Skriflegar umsóknir berist Kleppjárnsreykjaskóla sem fyrst www.skessuhom.is REYKHÓLAHREPPUR 0 * Hjúkrunarheimilið Barmahlíð og leikskólinn Hólabær, Reykhólum Vantar sjúkraliða eða starfsmann í umönnun í Barmahlíð. Vantar einnig leikskólakennara eða almennan starfsmann á Hólabæ. Nánari upplýsingar á skrifstofu Reykhólahrepps s. 434 7880 og hjá hjúkrunarforstjóra Barmahlíðar s. 434 7817 f \ INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI KVELDÚLFSGATA 28, Borgarnesi íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi, 74,8 ferm. Hol, stofa og tvö herb. dúklagt. Eldhús með dúkflísum, eldri viðarinnr. Baðherb. dúklagt. Sameiginl. þvottahús og hjólageymsla og sérgeymsla í kjallara. Verð: 7.500.000 Hef til sölu greiðslumark í sauðfé 217 œrgildi. Tilboð óskast. \ Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. | Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali | Borgarbraut 61, 310 Borgarnes, s s. 4371700, 860 2181, fax 4371017, netfang: lit@isholf.is veffang: simnet.is/lit V J

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.