Skessuhorn - 11.08.2004, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004
joliSSUnu^
Gerir ráð
Nýtt deiliskipulag kirkjugarðs
og byggðasafhs að Görðum á
Akranesi er nú í lokaferli. Gerir
tillagan m.a. ráð fyrir að núver-
andi aðkoma að kirkjugarðinum
frá Garðagrund verði áfram á
þeim stað sem hún er í dag og að
stækkun garðsins verði áffarn tíl
vesturs. Gert verður ráð fyrir
byggingu kirkju og safnarðar-
heimilis á lóð milli kirkjugarðs
og opins svæðis til sérstakra
nota. Aðkoma að Safitasvæðinu
færist norður fyrir svæðið og
bílastæði færð austur fyrir safna-
hús tíl að takmarka. bílaumferð
innan um gangandi umferð.
Samnýting bílastæða mun vera
möguleg við stærri athafnir, útí-
hátíðir o.fl.
Þar sem skipulagstillagan ger-
ir ráð fyrir stækkun bæði kirkju-
garðs og safnasvæðis hafa núver-
andi lóðamörk þessara svæða
verið endurskoðuð og er sýnd
afmörkun nýrra lóðamarka á
uppdrættinum. Einnig er af-
mörkuð ný lóð fyrir kirkju. Hluti
af skipulagssvæðinu er skilgreint
sem „opið svæði til sérstakra
nota“ og gæti í framtíðinni nýtst
t.d. sem stækkun á safnasvæði.
Ný kirkja og
safitiaðarheimili
Samkvæmt tillögunum er af-
mörkuð ný 6.333 m2 lóð fyrir
kirkju og er byggingarreitur
hennar um 2200 m2. Gert er
Byggingarralturfyrlrnýlan safnaakila
og tonglbygglngu
fynhuguð atmtski,
bryggjuavæðl
meitur fyrlr aéfíutt
lygglngti -, ' ,
"lur Svmðifynriðflutti
kútter:
SamBlglnlag bllasteoðl (yrlr, i
klrkju; kirkjugató og byggðasafn
I kirkjugarðlnn
80 almann bllaatmðl
3 bl/atteaðl fyrir fatlaða
2 bllaatmói ryrir rútur
Etstí hiuti kirkjugarðaiha
1000m* j
.Ný aðalaðkoma og aáluhllð
Kirkjugarður
Nýtt deiliskipulag að Görðum:
fyrir allt að 500 manna kirkju
, Byggðasafr
“ (32.4000?)
Kirkja og safnaðarheimili
CÖ~333n?)
byggingarraitur fyrlr kirkju
og safnaðamalmlll
103.340m2
ir^
Samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir svæðið umhverfis Garða á Akranesi er gert ráð fyrir að myndarleg kirkja
rúmist á svæðinu í næsta nágrenni við kirkjugarð og Byggðasafnið.
ráð fyrir byggingu sem verður
u.þ.b. 800-1000 m2 að grunn-
fleti. Byggingin skal innihalda
kirkju, safnaðarheimili með til-
heyrandi starfsemi, skrifstofur,
salerni og fatahengi, geymslur,
tæknirými o.fl. Gera þarf ráð
fyrir að við stórar athafnir geti
rúmast allt að 500 manns í sæti
og er þá reiknað með að hægt sé
að opna á milli kirkjuskips og
safnaðarheimilis. Einnig þarf
byggingin að geta rúmað alla
nauðsynlega starfsemi tengda
kirkjugarðinum og skal hún
staðsett næst garðinum.
I deiliskipulagsdrögunum er
sagt mikilvægt að byggingar séu
þannig staðsettar að aðkoma sé
góð og tengsl við kirkjugarðinn
eðlileg en þó þannig að skýr að-
skilnaður sé á milli kirkju og
kirkjugarðs. Byggingin skal vera
aðlaðandi og björt og með út-
sýni til allra átta. Byggingin má
vera að hluta á tveim hæðum.
MM
Vertu kjurr!
Kona var að halda framhjá
manni sínum og var í rúrninu
með elskhuganum. Allt í einu
heyra þau sér til mikiliar skelf-
ingar að eiginmaðurinn sting-
ur lyklinum í skránna á úti-
dyrahurðinni.
Konan reynir að finna ein-
hvað ráð í flýti. Hún tekur
fram flösku af nuddolíu og
púður.
Hún hellir olíunni yfir elsk-
hugann og hellir svo púðrinu
yfir hann þannig að hann lítur
út eins og stytta.
„Ekki hreyfa þig fyrr en ég
segi að þú megir það,“ segir
hún og klæðir sig í flýti. „Stattu
bara þarna grafkyrr."
Maðurinn kemur inn í
svefiiherbergið og spyr: „Elsk-
an hvað er nú þetta?“
„Þetta æji þetta er bara
stytta,“ segir konan kærulaus.
„Gunna ogjón fengu sér eina
fyrir stuttu þannig að ég ákvað
að redda mér einni líka, þetta
er svo smart.“
Ekkert er rætt meira um
„styttuna“, ekki einu sinni yfir
kvöldmatnum. En klukkan 3
um nóttina læðist maðurinn
ffam úr rúminu, fer frarn í eld-
hús, nær í samloku og mjólkur-
glas og réttir styttunni.
„Gjörðu svo vel,“ segir
hann. „Eg stóð eins og hálfviti
hjá Jóni og Gunnu í heila tvo
daga og engirtn bauð mér vott
né þurrt.“
f 1. TJetðihozníð
Presturinn veiddi fyrsta laxinn
Veiðimaður rennir fyrir fisk í Laugardalsá í í ísafjarðardjúpi en þar hafa veiðst 77 lax-
ar. Hvannadaisá, næsta á við Langadalsá hefur gefið 15 iaxa.
Skessuhorn/Gunnar Bender
„Það var
einn lax í Foss-
inum efst og ég
veiddi hann,
annars var
þetta mjög ró-
legt í Gleránni,
eiginlega ekki
neitt,“ sagði
séra Gunn-
laugur Stefáns-
son í Heydal í
Breiðdalsvík í
viðtali við
Skessuhorn, en
hann veiddi
fyrsta lax sum-
arsins í Glerá í
Dölum. Fisk-
urinn var 6
Allt í veiðiferðina
Hyman, bensínstöð sími 430-5565
_____ , ^MOTR •'
alla fbwnMdaga _
_ rf-v Gisti-oa veitinmstaöur
Cj isti- og veitingastaður
Sími 437 2345
www.motelvenus.net
Alltafmeð bestu pizzatilboðin..!
pund og tók maðk. „Veiðin
gengur feiknavel í Breiðdalsá
þessa dagana og í gærdag
veiddust 18 laxar og hefur
veiðin verið jöfn og fín,“ sagði
Gunnlaugur ennfremur.
Miðá í Dölum hefur gefið
14 laxa og helling af bleikju en
laxinn er mest á einum stað í
ánni og erfitt að fá hann til að
taka agn veiðimanna.
Hörðudalsá í Dölum hefur
verið róleg og lítið veiðst enn-
þá, veiðimenn sem voru þar
við veiðar fyrir fáum dögum
sáum lítið af fiski í henni.
Laxá í Dölum er að skríða
yfir 300 laxa og síðasta vika
gaf 150 laxa.
„Það var ótrúlega mikið af
fiski neðst í Laxá í Dölum en
hann kemur ekki upp í ána
fyrr en rignir verulega," sagði
veiðimaður sem var að reyna í
Laxá, en það gekk ró-
lega. Annar veiðimaður
sagði að hundruðir laxa
væru við ósinn, en færu
ennþá hvergi.
Veiðin hefur gengið
vel í Hítará og veiði-
menn sem voru þar fyr-
ir fáum dögum úr ár-
Umsjón: Gnnnar Bender
nefnd Stangaveiðifélags
Reykjavíkur veiddu 53 laxa á
þremur dögum og sögðu mik-
ið vera af fiski í henni.
Voru að mynda við
Straumfj arðará
Fyrir nokkrum dögum voru
miklar myndatökur við
Straumfjarðará, en þar var
Eggert Skúlason að taka upp
fleiri veiðiþætti um Sporða-
köst og meðal þeirra sem var
að veiða þar var Rögnvaldur
Guðmundsson. „Þetta gekk
vel, ég setti í eina 27 laxa og
þetta var myndað í bak og fyr-
ir,“ sagði Rögnvaldur í samtali
við Skessuhorn. Tökur tókust
vel og verður spennandi að sjá
þær þegar afraksturinn verður
sýndur seinna á þessu ári.
Allavega hellingur af fiski og
fjör við Straumfjarðará.
En veiðin gengur vel víða,
fiskurinn er fyrir hendi og
tekur hjá veiðimönnum þrátt
fyrir lítið vatn. Þverá hefur
gefið 1160 laxa, Langá á Mýr-
um og Norðurá eru báðar
komnar yfir 1100 laxa og síð-
an er Grímsá með 666 laxa.