Skessuhorn - 11.08.2004, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 2004
ðoiissunu^
Gengið á Akrafjall
Leiðarlýsing eftir Jón Pétursson, göngugarp og
áhugamann um Fjallið
Akraíjall og umhverfi þess er
sannkölluð paradís fyrir útivi-
starfólk. Gönguferð á fyallið er
tiltölulega auðveld og útsýni af
tindum þess stórbrotið. Fjallið
gnæfir eins og útvörður byggð-
arinnar á Skipaskaga og er spor-
öskjulöguð og formfögur fjall-
bunga sem stendur á nesinu milli
Hvalfjarðar og 'Leirvogs. Talið
er að fjallið sé gömul eldstöð, en
jökull hefur gengið yfir það og
sorfið af því allar hvassar brúnir
landmegin, en síðan*steypst fram
dal sem klýfur það vestanmegin
og nefnist Berjadalur. Bungan
sunnan í hlíðum fjallsins heitir
Jókabunga. Eftir dalnum rennur
Berjadalsá. Norðan árinnar kall-
ast fjallið Norðurfjall og sunnan
hennar Suðurfjall. Sitt hvoru
megin dalsins rísa tveir tindar.
Heitir sá nyrðri og hærri Geir-
mundartindur og hinn syðri
Háihnúkur. Greinilegar sjávar-
myndanir finnast umhverfis
fjallið og í því og eru þær hæstu
ofan við bæinn Kúludalsá í 70
metra hæð. Hvalbein hafa fund-
ist í 80 metra hæð við bæinn
Fellsenda.
Gönguferðir á Háahnúk eru
vinsælar og fjölgar stöðugt þeim
sem ánægju hafa að ganga þessa
leið. Þar er gestabók sem Jón
Pétursson göngugarpur á Akra-
nesi kom fyrir í ársbyrjun 1997
en síðan hafa 6 bækur verið fyllt-
ar út af gestum á fjallinu. Hin
síðari ár hafa verið bækur við
báða tinda fjallsins og sér Jón um
að fylgjast með þeim enda fer
hann fjölmargar ferðir á hverju
ári á íjallið. Síðasta sumar skráðu
hvorki fleiri né færri en 1970
gestir sig í gestabókina á Háa-
hnúki og er það til marks um
hversu margir fara til heilsubót-
ar í gönguferð á Akrafjall.
Skessuhom fékk Jón Pét-
ursson til að lýsa leiðinni á
Akrafjall, en hann segir að
ganga á fjallið taki fyrir alla
þokkalega göngufaera um
hálfan annan tíma miðað við
óvant göngufólk. En gefum
Jóni orðið:
„Ef fólk ætlar að ganga á Háa-
hnjúk er gott að hefja gönguna á
bílastæðinu undir fjallinu fyrir
vestan vatnsbólið.
Tröppur eru yfir
girðinguna sem þarna
er og eins er hlið á
henni sem hægt er að
ganga um. Leiðin
þarna upp skýrir sig
nokkuð sjálf, þar sem
farið er að marka vel
fyrir gönguslóðanum.
Þegar komið er að-
eins uppí fjallið skipt-
ist slóðinn. Sú sem
liggur til vinstri ligg-
ur inn gljúfrin og er
hún sjaldnar farin en
engu að síður ágætis
gönguleið. Oftar er
farið vestur, það er
Gestabók komið fyrir á toppi Akrafjalls. Jón Pétursson fyrir miðri mynd.
#
*******
Knattspyrnufélag íf) óskar eftir að
ráda framkuæmdastjóra á
skrifstofu félagsins
Starfssvið:
• Rekstur skrifstofu og færsla bókhalds félagsins.
• Hugmyndavinna og stefnumótun varðandi rekstur félagsins.
• Hafa frumkvæði að og umsjón með fjáröflunum félagsins.
• Hafa umsjón með heimaleikjum meistaraflokks félagsins.
• Umsjón með Jaðarsbökkum ehf, sem er innflutningsfyrirtæki í eigu
knattspyrnufélaganna innan ÍA.
Hœfniskröfur:
• Góð tölvukunnátta nauðsynleg.
• Góðir samstarfshæfileikar.
• Skipulögð og öguð vinnubrögð.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Samviskusemi og skipulagshæfileikar.
• Starfsreynsla nauðsynleg.
• yiðskipta og/eða rekstrarmenntun æskileg.
• Ahugi á knattspyrnu nauðsynlegur.
• Þekking á lögum og reglugerð KSÍ nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2004 og skal skila umsóknum
á netföngin simmi@aknet.is eða einarg@tmhf.is
Allar nánari upplýsingar um starfið veita Sigmundur Ámundason
í síma 867 1649 eða Einar Guðleifsson í síma 896 6820.
beint áfram og upp. Þegar kom-
ið er að fyrsta klettabeltinu er
komið á gamla fjárgötu sem
heitir Gíslagata og kemur hún
neðan úr Reynisásum. Síðan er
haldið þessa ijárgötu uns komið
er upp úr fyrstu klettahjöhunum.
Þetta svæði er dálítið leiðinlegt
yfirferðar sérstaklega ef fólk er
lofthrætt. A tveimur stöðum
þarna eru bara kiappir sem sum-
um líst ekki of vel á. En öllu
venjulegu fólki enginn farar-
tálmi. Þegar komið er upp úr
þessu er varða sem fólk hefur
verið að búa til á undangengnum
árum. Frá vörðunni er gott að
halda beint upp að brún fjallsins
og er þá komið á brúnina fyrir
ofan bæinn Rein. Þegar komið
er þarna upp fer að sjást vel suð-
ur til Reykjavíkur og á Reykjanes
og einnig sést vel út á Faxaflóa
og vestur um Snæfellsnes. Síðan
er best að halda upp með brún-
unum upp á Háahnúk. Farið er
að marka vel fyrir gönguleiðinni,
enda margir fætur búnir að stíga
þarna niður. Þegar upp er komið
er mjög gott útsýni til allra átta
og alveg erfiðisins virði. Að áliti
þess sem þetta skrifar er þessi
leið sú besta og skemmtilegasta á
Hnúkinn. Ef fólk vill ekki ein-
hverra hluta vegna, kannski
vegna lofthræðslu, fara þessa leið
má benda fólki á að byrja ferðina
við gamlar rústir sem eru undir
neðstu klettunum áður en ekið
er upp að fjallinu. Þetta býli
heitir Fossakot. Þá er best fyrir
fólk að fara upp Selbrekku en
svo heitir brekkan austan við
ána. Þegar komið er upp brekk-
una er gengið aðeins inn fjallið
og inn fyrir gljúfrin. Þar er
komin brúarmynd sem hægt er
að fara á yfir ána og síðan upp
fjallið að Háahnúk. Ef fólk ætlar
upp á Geirmundartind er best að
fara áðurnefhda brekku og halda
síðan brúnum upp á tindinn.
Leiðin upp á Geirmundartind er
dálítið lengri en upp á Háahnúk
enda er hann aðeins hærri eða
642 m en Háihnúkur er 555 m.
Leiðin að Geirmundartindi er á
kafla að minnsta kosti verri en
upp á Háahnúk en engu að síður
mjög skemmtileg og góð göngu-
leið með frábært útsýni alla leið
upp. Þarna uppi er gestabók eins
og á Háahnúki. Ef fólk ætlar að
fara hring á fjallinu þá er talið
betra að fara þessa leið og ganga
síðan á sléttlendinu fyrir ofan
gilin að Háahnjúk þessi hringur
er uþb. 5-6 tíma ganga þar til
komið er að bílunum aftur.“
MM
bohqarbvqqb
Laus störf við
leikskólann
Hraunborg á Brfröst
Á leikskólann Hraunborg á Bifröst vantar
leikskólakennara eba annab uppeldis-
menntab starfsfólk.
Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa veröa
ráönir starfsmenn meö aöra uppeldismenntun
eöa leiöbeinendur.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til aö
scekja um starfiö.
Nánari unplýsingar veitir Þórdís C. Magnúsdóttir
leikskólastjóri ísíma 435-0077.
Netfang indis@simnet.is.
Forstööumaöur frœöslu- og menningarsviös