Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2004, Síða 16

Skessuhorn - 11.08.2004, Síða 16
«p^ POSTURINN allur pakkinn Háhraða internet til sjávar og sveita Þráðlausar netlausnir fyrir heimili og fyrirtæki ^MöX '■l^TÖLVUBÓNDINN Sími 544 4454 a0Á ÁOan SÍM» 884 4980 www.spm.is Nýtt hátæknifjós fyrir bændur og búalið Nýtt kennslu- og rannsókna- fjós við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri var formlega tekið í notkun síðastliðinn föstudag við hátíðlega athöfn að við- stöddum landbúnaðarráðherra og fjölda annarra gesta. Nýja fjósið leysir af hólmi kennslu- fjós sem verið hefur í notkun frá árinu 1929 og var eitt af elstu fjósum landsins sem notað var til mjólkurframleiðslu. Með nýja fjósinu verður mik- il breyting á kennslu- og rann- sóknaaðstöðu í nautgriparækt í landinu. Boðið er upp á nútíma- lega aðstöðu fýrir gripi og fólk; kýr og uppeldi verður á legu- básum, en kálfar í hálmstíum með sjálfvirkri mjólkurfóðrun. Kýrnar verða mjólkaðar í 2x6 mjaltabás, sem um leið mun þjóna sem kennsluaðstaða fyrir bændaefni og endurmenntunar- aðstaða fyrir starfandi bændur. Fjósið verður rúmgott og bjart og sérstaklega hefur verið hug- að að móttöku hópa. Loftræst- ing verður náttúruleg, þannig að hvinur frá viftum mun ekki trufla kennslu eða leiðsögn. Fjósið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá árinu 1999 og framkvæmdir hófust síðan haustið 2002. Aðalhönn- uður fjóssins er Magnús Sig- steinsson hjá Byggingarþjón- ustu BI, en hann hefur notið ráðgjafar innlendra og erlendra sérfræðinga um sérstök atriði. Verktaki var Sólfell ehf í Borg- arnesi. Formaður byggingar- nefndar er Torfi Jóhannesson lektor við Landbúnaðarháskól- ann. Meðal þeirra sem tóku til máls við opnun nýja fjóssins á föstudag var Magnús B Jónsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Magnús sagði m.a. í sinni ræðu: „Þrátt fyrir öryggi í starfsumhverfi krefst nautgripa- ræktin sífellt aukinnar árverkni og vandvirkni. Kröfurnar til stoðþjónustunnar verða sífellt ákveðnari og því mikilvægt að til hennar sé vandað í hvívetna. Með tilkomu þessarar nýju kennslu- og rannsóknarsað- stöðu eflist stoðþjónustan veru- lega og mun geta veitt betri þjónustu bæði á sviði kennslu- leiðbeininga og rannsókna". Ennfremur sagði rektor. „Það er mesta gleðiefni þessa dags að með þessari byggingu er unnt að bæta þá þjónustu sem naut- griparæktin þarf svo nauðsyn- Guðni Ágústsson landbúnaðarráöherra handlék skærin af mýkt og fimi á fóðurganginum í nýja Hvanneyr- arfjósinu. lega á að halda til þess að sú uppbygging sem þar á sér stað nú nýtist fullkomlega og færi þeim sem standa fyrir henni viðunandi afrakstur í framtíð- inni. „ Athöfnin fór fram í rúmgóðri fóðurgeymslu fjóssins, sem þjónaði hlutverki samkomuhúss með mikilli prýði en að loknum ávörpum heimamanna og gesta greip Guðni Agústsson, land- búnaðarráðherra skærin og klippti á borða sem strengdur var fýrir fóðurgang nýja fjóss- ins. Þar biðu síðan veitingar og ýmiss fróðleikur um fjós óg kýr á Hvanneyri að fornu að nýju sem ritaður var á rúllubagga. Meðal gesta í nýja Hvanneyr- arfjósinu voru bændur og búalið héðan og þaðan að af landinu og ekki var annað að sjá og heyra en að byggingin og inn- réttingar hennar vektu verð- skuldaða athygli allra við- staddra. Væntanlegir íbúar fjóssins voru hinsvegar fjarstaddir á þessum hátíðisdegi en það var ekki fýrr en í dag (miðvikudag) sem Hvanneyrarkýrnar fengu að reka granirnar þar inn fýrir dyr og ekki þarf að efa að þeim hefur litist vel á nýju híbýlin. GE Félögum í Námsmannalínu KB banka gefst kostur á allt aö 300.000 kr. tölvukaupaláni til allt aö þriggja ára á mjög hagstæðum kjörum - fartölvutaska fylgir hverju láni. Hægt er aö sækja um lániö á namsmannalinan.is. Sérstakt tilboö til félaga í Námsmannalínunni! Þeir sem kaupa Dell fartölvu hjá EJS fá geislamús og 128 Mb minnislykil í kaupbæti. KB BANKI

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.