Skessuhorn - 08.09.2004, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004
jntsauiiu^
Til mtnnis
Vib minnum á einsöngs-
tónleika Gunnars Guö-
björnssonar sunnudag-
inn 12. september kl.
16.00 í Stykkishólms-
kirkju. Efnisskrá er mjög
fjölbreytt og má þar
nefna íslensk og sænsk
sönglög sem allir þekkja
ásamt ítölskum sönglög-
um og aríum.
VeJnrhorfwr
Um helgina er gert ráö
fyrir rigningu. Bjart
veröur yfir á fimmtudag.
Hiti 8-12 gr. Frekar lygnt.
Verbur Skilmenningum
mœtt af skilningi
jón Pálmi?
Viö ræöum
viö alla
sem leita til
okkar. Viö
sögöum aö
viö mynd-
um ekki hafa frumkvæö-
iö aö nýju samstarfi en
viö tökum sjálfstæöa af-
stööu til allra erinda sem
til okkar berast, segir fón
Pálmi Pálsson, bæjarrit-
ari Akraneskaupstaðar.
Fyrir rúmu ári síðan sendi
Akraneskaupstaður þau
skilaboð til hreppanna
sunnan Skarðsheiðar að
ekki vœri á döfinni að gera
fleiri samstarfssamninga
við þá enda höfðu sveita-
hrepparnir ítrekað hafnað
sameiningarviðrœðum við
Akurnesinga.
SpMrniwj vifcnnnetr
í síöustu viku var spurt „
Eiga grunnskóla kennar-
ar að fara í verkfall verði
ekki farið að þeirra kröf-
um?"
já aö sjálfsögöu sögöu
39.5% en 55.3% sögöu
Nei alls ekki. Þá vöruðu
5,3% Mér er alveg sama.
í þessari viku spyrjum
viö: „Ferö þú í réttir í
haust?"
Svarðu fljótt og vel á
skessuhorn.is.
Vestlericiin^Mr
vifcitnnar
Er Ejub
Purisevic
þjálfari Vík-
ings í Ólafs-
vík sem er
búinn aö
koma liðinu upp um tvær
deildir á tveimur árum.
Sldpulagsstjóri samþykkir
rafskautaverksmi
Fyrirhuguð rafskautaverksmiðja mun rísa í um tveggja kíiómetra fjarlægð frá
Grundartangahöfn.
Skipulagsstofnun
hefúr fallist á rekstur
rafskautaverksmiðju á
Katanesi við Grundar-
tanga. Það er íyrirtæk-
ið Kapla sem byggir
verksmiðjuna en það
er í eigu erlendra fjár-
festa. Verksmiðjan á að
framleiða um 340 tonn
af rafskautum á ári til
nota í áliðnaði. Aætlað
er að 140 starfsmenn
vinni við raskautaverk-
smiðjuna þegar hún
verður fullbyggð árið
2007.
I fréttatilkynningu
frá Landvernd kemur
fram að félagið er mótfallið
umræddum áformum um bygg-
ingu rafskautaverksmiðju á
Katanesi vegna þeirrar miklu
mengunar sem hún komi til
með að valda. PAH-mengun,
eða mengun af fjölhringa kol-
vatnsefnum, verði t.d. mikil.
Landvernd segir að slík efni séu
mjög krabbameinsvaldandi og
losun þessara efnasambanda
geti numið 680 kílóum á ári og
það geti skaðað jafnt dýr og
menn. Þá segir að verksmiðjan
myndi losa umtalsvert magn
gróðurhúsalofttegunda, sér í
lagi koltvítsýrings, eða um
120.000 tonn á ári en til saman-
burðar má geta þess að bílafloti
landsmanna losar um 500.000
tonn af koltvísýringi á ári.
I úrskurði Skipulagsstofnun-
ar segir, að samkvæmt fram-
lögðum gögnum Kapla verði
ekki mikil aukning styrks
brennisteinstvíoxíðs og flúors á
svæðinu. Styrkur PAH-efna
muni hins vegar aukast en verði
innan umhverfxsmarka. Skipu-
lagsstofnun telur að Kapla hafi
sýnt fram á að hreinsibxinaður
verksmiðjunnar verði miðaður
við að uppfylla þau skilyrði sem
sett verða. I úrskurði stofhunar-
innar segir, að fyrirhuguð raf-
skautaverksmiðja muni ekki
hafa veruleg og óafturkræf áhrif
á loftgæði og lífríki lands og
sjávar utan þynningarsvæðis, að
því tilskildu að styrkur breinni-
steinstvíoxíðs, flúors, og PAH-
eftia fari ekki yfir viðmiðunar-
mörk.
GE
Urbóta þörf í neysluvatnsmálum
Undanfarna daga hefur á
nokkrum bæjum í Reykholtsdal,
og m.a. á Reykholtsstað, borið á
neysluvatnsskorti. Astæðan er
bæði langvarandi þurrkar og í
sumum tilfellum aukin notkun,
segir Linda Björk Pálsdóttir,
sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit.
Af þeim sökum héldu ýmsir
hagsmunaaðilar á svæðinu fund
um vatnsmál f síðustu viku þar
sem farið var yfir stöðu mála
bæði hvað snertir neysluvatn og
hitaveitumál. I samtali við
Skessuhorn sagði Linda Björk
að til lausnar neysluvatnsskorti
sé einkum verið að skoða tvær
leiðir. „Annarsvegar kemur til
greina að nýta vatnsból í Hæg-
indakotshálsi en hinsvegar að
fara í stærri og mun kostnaðar-
samari framkvæmd og sækja
vatn í uppsprettu ofan við
Rauðsgil. Starfsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur eru m.a. að skoða
hagkvæmni þeirrar vatnsveitu
og ég geri ráð fyrir að frumnið-
urstöður úr þeirri körrntm liggi
fyrir í þessum mánuði. Vatns-
veita frá Rauðsgili er stærri
framkvæmd og kostnaðarsamari
en gæti nýst stærra svæði, eða
Kleppjárnsreykjahverfinu og
jafnvel lengra t.d. Bæjarhverfinu
einnig," sagði Linda Björk í
samtali við Skessuhorn. MM
Unnið að byggðaáætlun fyrir Vesturland
Samtök sveitarfélaga á Vest-
urlandi hafa að undanförnu
unnið að gerð byggðaáætlunar
fyrir Vesturland. Að sögn Ingu
Dóru Halldórsdóttur, sem
starfar að verkefninu á vegum
SSV, er tilgangurinn að móta
framtíðarsýn fyrir Vesturland
en það hefur ekki áður verið
gert með þessum hætti. „Hug-
myndirnar að þessu verkefni
eru héðan en ástæðan fyrir því
að ráðist er í þetta er meðal
annars sú að stjórnvöld vilja að
ákvarðanataka um byggðamál
færist nær íbúunum og það eru
vissulega þeir sem eiga helst
hagsmuna að gæta.“
Inga Dóra segir verkefnið
tvíþætt og snúi annarsvegar að
atvinnulífinu en hinsvegar að
búsetukostum. „Varðandi þátt
atvinnulífsins þá höfum við far-
ið í ákveðna greiningarvinnu en
búseþátturinn er unnin að
miklu leyti með umfangsmikilli
viðhorfskönnun til íbúa. Við
erum að senda út spurningalista
í þessari viku þar sem spurt er
um afstöðu til ýmissa þátta er
lúta að búsetskilyrðum og lífs-
gæðum á svæðinu. Við vonum
að sjálfsögðu að fólk bregðist
vel við enda er góð svörun úr
þessari könnun grundvöllurinn
að því að við fáum rétta mynd af
vilja íbúanna. Þá er ætlunin að
skipa í rýnihópa og þar skiptum
við Vesturlandi í þrermt, þ.e.
Snæfellsnes, Borgarfjörður
norðan Skarsðheiðar og Borg-
arfjörður sunnan Skarðsheið-
ar.“
Inga Dóra segir að ætlunin sé
Inga Dóra Halldórsdóttir.
að kynna niðurstöður könrnrn-
arinnar á aðalfundi SSV þaxrn
21. október n.k. „Þetta er mjög
spexmandi verkefni og við trú-
um því að niðurstöðurnar geti
komið að góðum notum bæði
fyrir heimamenn og stjórnvöld í
framtíðinni." GE
Nýr _
organisti
Jón Þ Björnsson lætur af
störfum sem organisti
Borgarneskirkju um þessar
mundir. Alls hefur Jón
starfað við kirkjuna í meira
en 30 ár og samfellt frá
1978. ,Jóni eru færðar ein-
lægar þakkir fyrir dygga
þjónustu,“ segir í fréttatii-
kynningu frá Borgarnes-
kirkju. Við starfi organista
tekur nú Steinunn Arna-
dóttir.
I tilefni af þessum tíma-
mótum verður hátíðarguðs-
þjónusta í Borgarneskirkju
næstkomandi sunnudag, 12.
september kl 14. Að guðs-
þjónustu lokinn býður
sóknarnefnd til samveru í
safnaðarheimilinu, þar sem
fram verða bornar kaffiveit-
ingar.
GE
Málþing
um miðlun
fomminja
Málþing um miðlun forn-
mynja verður haldið í
Snorrastofu í Reykholti,
skólahúsinu, föstudaginn
10. septeber n.k. kl. 13:00 -
17:00. Að málþinginu
standa Snorrastofa, Forn-
leifavernd ríkisins, Þjóð-
minjasafn íslands og Há-
skólinn á Hóium.
Tilgangur málþingsins er
að stefna saman fulltrúum
hérlendra stofnana sem fást
við rniðlun menning-
arminja, og þá einkum forn-
leifa, en mikil gróska hefur
verið i fornleifarannsóknum
hin síðari ár.
Reynt verður að svara
spurningum eins og: Hvaða
aðferðir eru hentugastar við
varðveislu fornleifa þar sem
markmiðið er jafnframt að
hafa þær sýnilegar? Hvernig
má varðveita hið uppruna-
lega hlutverk muna/minja
uin leið og þær eru settar í
nýtt samhengi til að auð-
velda gestum að sjá fyrir sér
notkun þeirra og sögu?
Málþingið er öllum opið.
GE
Grjótgarður
við Torfabót
Tígur ehf. frá Súðavík
hefúr undanfarnar vikur
unnið að gerð sjóvarnar-
garðs við Torfabót í Grund-
arfirði. Garðurinn verður
185 m langur. Aætlað er að
verkinu ljúki í næstu viku.